Hringrásarhagkerfið

Ég heyrði í dag skemmtilega sögu úr Grafarholtinu. Þar er nú búið að koma fyrir óteljandi ruslatunnum fyrir mismunandi tegundir af úrgangi og íbúum sagt að ef flokkun er ekki rétt þá verði ruslið ekki sótt.

Kemur svo ruslabíllinn og tæmir allar tunnurnar í sama sarpinn, að sögn vitna. 

Hringrásin í hringrásarhagkerfinu er þá kannski hringrás bæklinga um hringrásarhagkerfið: Þeir eru framleiddir úr pappír sem er búinn til úr trjám, bornir út, settir í ruslið, safnað saman og brenndir, koltvísýringurinn stígur til himins og lendir á trjám sem vaxa, eru höggin niður og breytt í pappír fyrir nýja bæklinga um hringrásarhagkerfi.

Ekkert annað breytist.

Reikningurinn lendir á þeim sem lenda í hótununum um að sorp þeirra verði ekki lengur sótt.

Já, báknið er gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ríkisvætturinn blessi loftskattinn góða sem gerir yður sindlausa, en án aflátsbréfa Evrópskrar alþjóðahyggju. Eða þannig.

Það segir sig sjálft að Lýður sem krefst þess að hafa ruslatunnur við hvert heimili, frekar en ruslagáma við hverja götu sem heimilin þurfa að rogast í með ruslið, eru sauðahjörð sem ekkert veit, skilur enn minna og hugsar alls ekki neitt; og uppsker eins og Elítan sáir fyrir hana.

Guðjón E. Hreinberg, 26.5.2023 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband