Almennt er talið að blaðamenn séu ekki blaðamenn

Stundum eru fréttir skrifaðar á þann hátt að maður telji að 15 ára heilaþveginn unglingur hafi skrifað þær. Mögulega fullur að auki.

Í einni slíkri frétt er skrifað:

Al­mennt var talið að Rúss­ar væru ábyrg­ir þegar spreng­ing varð við gas­leiðsluna [Nordstream gasleiðslurnar í eigu Rússa] en þeir sóru það af sér og kenndu vest­ræn­um ríkj­um um.

Almennt er talið!

Almennt er talið, af hverjum? Hver trúir þessu í raun?

Nordstream gasleiðslurnar (alls fjögur rör, sem blaðamaður virðist ekki vita þegar hann notar eintölu í frásögn sinni) eru hágæðarör úr þykku stáli á dýpi sem er óaðgengilegt venjulegum köfurum og þola að fiskiskip dragi troll yfir þau og missi akkeri ofan á þau. Það kostaði rússneska eigendur þeirra töluvert fé að leggja þær. Þær öfluðu Rússum töluverðra tekna. Rússar gátu opnað og lokað á gasið enda með aðgang að lokunarbúnaðinum. Ef Rússar vildu ekki eiga þær lengur gætu þeir selt þær og lítill vandi að búa þannig til tengingar milli annarra ríkja í Eystrasaltinu, til dæmis fyrir fyrirhugaðar skýjaborgir um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar. Rörin geta líka nýst sem geymsla á gasi af hverju tagi. 

Af hverju ættur Rússar að sprengja eigin fjársjóði í loft upp? Til að senda skilaboð? Til að tryggja að blaðamenn hafi eitthvað til að skrifa um? 

Sé almennt talið að eitthvað ríki hafi ákveðið að sprengja upp eigin innviði, sem það hafði fulla stjórn á og gat nýtt til tekjuöflunar eða kúgunar á ýmsa vegu, þá mætti segja að almennt sé talið að það sem sé almennt talið sé vitleysa. Heilaþvottur úr verksmiðju blaðamannafulltrúa hagsmunaaðila sem borga venjulegum blaðamönnum til að enduróma boðskapinn.

Mjög sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að Bandaríkjamenn með aðstoð ýmissa Evrópuríkja (t.d. Breta og Norðmanna) hafi komið að eyðileggingu Nordstream gasleiðslnanna. Almennt tel ég að almenningur sé ekki mikið upplýstur um slíkt. Ég tel að almennt viti menn ekki að Nordstream rörin voru samkeppnisaðilar Norðmanna í sölu á gasi til Evrópu og hafi lengi verið þyrnir í augum Bandaríkjamanna sem vildu ekki gott samstarf á milli Þýskalands of Rússlands.

En kennum Rússunum um. Það er svo hentugt. Almennt talið.


mbl.is Sködduðu Úkraínumenn gasleiðsluna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það ekki í fréttunum hér um árið að bandaríkjaforseti lofaði að Bandaríkin mundu útvega Evrópu gas fyrst Rússar voru alltaf að takmarka gasið frá sér.

U.þ.b. viku síðar þá sprungu rörin.

Jóhannes (IP-tala skráð) 26.5.2023 kl. 17:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Alltaf jafn fyndinn.

Haltu því bara áfram.

Hvort sem menn eru sammála þér eður ei, þá hefur sjaldan verið eins mikil þörf fyrir beinskeytni þína, eða rökfylgju.

Hafðu það samt bak við eyrað að ýja að samsæriskenningu veikir samt slíkt alltaf, svona líkt og það sem "almennt er talið".

Minniháttar athugasemd, sem dregur enga fjöður að tilefni innleggs míns var bara að tjá ánægju mína.

Keep on running.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2023 kl. 17:55

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Almennt er talið af Gróu á Efstaleiti að....væntalega er blaðamaður að taka summu af vangaveltum megin fjölmiðla erlendis og draga þá ályktun að það sé sannleikur. Þótt 99 manns segja að sólin snúist í kringum jörðina, er það ekki þar með sagt að hún geri það. Það verða að vera áreiðanlegir heimildir fyrir ályktunum.

Birgir Loftsson, 26.5.2023 kl. 20:53

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Almennt er talið er oft líka notað til að túlka niðurstöður kannanna

Þó svo svarhlutfallið sé mjög lágt og einunigs þeir svari sem hafa yfir einhverju að kvarta
þá er niðurstaðan kynnt sem heilagur sannleikur um að almennt telji meirihluti landsmanna eitt eða annað
Minnir mig alltaf á söguna um skipstjórann á olíuflutningsskipinu sem taldi lekan hjá sér óverulegan enda bara 0,01% af farminum sem reyndist þó vera 200 000 tonn

Grímur Kjartansson, 27.5.2023 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband