Sunnudagur, 21. maí 2023
Söguskoðun Bandaríkjamanna
Við eigum það til á Vesturlöndum að framleiða ákveðna söguskoðun eða söguþráð og keyra hann svo í öllum miðlum, uppnefna þá sem eru með önnur sjónarhorn og reyna jafnvel að þagga niður í þeim sem eru ósammála.
Þetta gerðum við þegar Bandaríkin réðust fyrst inn í Írak. Þetta gerðum við allt Kalda stríðið. Þetta gerðum við á veirutímum. Þetta gerum við í dag, í tilviki Úkraínu.
Sem betur fer er ekki hægt að þagga niður í neinum á Vesturlöndum nema með því að drepa viðkomandi, en jafnvel þá er nánast öruggt að sannleikurinn komi fyrr eða síðar upp á yfirborðið.
Vandamálið er miklu frekar að koma boðskapnum áleiðis. Er best að skrifa bækur? Halda fyrirlestra? Stofna eigin fjölmiðil? Reka hlaðvarp?
Norski blaðamaðurinn Åsne Seierstad virðist hafa fundið aðferð sem virkar og fær meira að segja viðtöl við sig birt. Hún er með aðra söguskoðun en Bandaríkin og fylgitungl þeirra. Mér sýnist hún hafa margt gott til málanna að leggja. Fyrir ekki löngu las ég tvær bækur um vegferð Bandaríkjamanna og annarra árásaraðila, eins og Íslands, í Miðausturlöndum, Afríku og víðar, Fools Errand: Time to End the War in Afghanistan og Enough Already: Time to End the War on Terrorism, báðar eftir Scott Horton (sem skrifar núna bók um undanfara og aðdraganda innrásar Rússlands í Úkraínu, og er hægt að heyra meira um hér). Norski blaðamaðurinn segir hluti sem ég kannast við úr þessum bókum og ég fagna því.
Er Morgunblaðið eitthvað byrjað að endurskoða tilgang sinn í samfélaginu? Ég vona það. Í nýlegri grein á Krossgötum, Blaðamenn og fíllinn í herberginu, er farið rækilega ofan í saumana á því hvernig fjölmiðlar hafa svikið okkur neytendur frétta á veirutímum og enn er haldið áfram og stuðst við nýlega frétt Morgunblaðsins um rannsókn á röskunum á tíðahring kvenna í kjölfar sprautu. Vonandi leiddi greinin til þess að ritstjórn Morgunblaðsins fór að skrifast á um það hvernig blaðið getur aðgreint sig frá borguðum blaðamannafulltrúum lyfjafyrirtækja.
Írak, veira, Úkraína, Afganistan, loftslagsmál, Sýrland, kynskipti, fartölvur frægra eiturlyfjaneytendra og margt annað er hluti af löngum lista umræðuefna sem fjölmiðlum er ekki treystandi fyrir. Sjálfstæðir blaðamenn eins og hin norska Åsne Seierstad ættu miklu frekar skilið athygli okkar, hvort sem við erum sammála þeim eða ekki. Söguskoðun Bandaríkjanna síður.
Finnst hún svikin og yfirgefin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:52 | Facebook
Athugasemdir
Allir fréttamiðlar sem þiggja ríkisstyrki eru því marki bendir að láta styrast af hinni opinberu frásögn. I nýlegu myndbandi á Rumble leggur Glenn Greenwald út frá orðum Musk að - "fréttaveitan" Bellingcat sé ekkert annað en psyop fyrir ríkisstjórnir US og EU. Við erum svo þolendur spunans.
GG sýnir fram á fjármögnun Bellingcat og hvernig útstöðvar eins og CNN og NBC fleyta áróðrinum áfram.
Ragnhildur Kolka, 21.5.2023 kl. 09:26
Úr hópi margra góðra og radda hér á bloggi mbl.is, þá ert þú hvað fremstur í að skilja kjarnann frá hisminu, ef svo mætti orða beinskeyttar útskýringar þínar á útsmognum áróðri og lygum þeim, sem almenningur hér á Vesturlöndum er fóðraður á upp í kok og það því miður með góðum árangri.
Ég ætla líka að hrósa umsjónarmönnum bloggs mbl.is fyrir að leyfa töluvert frjálsar færslur, þó hefðbundnir fréttamenn Morgunblaðsins séu því miður skiljanlega jafn múlbundnir og aðrir kollegar þeirra.
Það verður t.d. fróðlegt að sjá hvort einhver í Silfri Egils, nú eftir fáeinar mínútur mun hafa orð á núverandi ástandi og aðstæðum Júlíans Assange?
Jónatan Karlsson, 21.5.2023 kl. 11:03
Ragnhildur,
Þetta er fjármögnun að hluta en svo er eitthvað annað sem ég skil ekki - þessi fádæmalausa endurtekning á sömu línunum í öllum miðlum - ríkisreknum, einkareknum, öllum! Í íslensku samhengi: Morgunblaðið, Vísir/Stöð 2, Fréttablaðið á meðan það lifði, Mannlíf, RÚV - allir!
Óbein fjármögnun kemur þá til greina, og þá á blaðamönnunum. Þeir þora einfaldlega ekki að stunda vinnuna sína. Það gerði Erna Ýr Öldudóttir og er núna á svarta listanum. Það gerði Julian Assange og er í grjótinu. Blaðamaður sem vinnur vinnuna sína þarf að gera ráð fyrir að missa vinnuna og finna sér eitthvað annað að gera. Þetta vita aðrir blaðamenn og passa sig því vel á að vinna ekki vinnuna sína.
Geir Ágústsson, 21.5.2023 kl. 15:12
Jónatan,
Takk fyrir hólið. Gamall yfirmaður minn sagði einu sinni að ég væri með góðan "bullshit filter". Það er kannski bara satt?
Aðstandendum blog.is má alveg hrósa þótt þeir hafi bannað einhverja í gegnum tíðina. Ég hef aldrei lent í aðfinnslum frá þeim og raunar þvert á móti: Þegar ég spurði út í tæknilegt vandamál á miðjum veirutímum fékk ég fljóta þjónustu og vingjarnlegt viðmót.
Ekki horfi ég á Silfrið. Ég gerði undantekningu um daginn þegar Arnar Þór Jónsson var meðal gesta, en það styrkti bara þá hugmynd mína um að í Silfrinu fær ekkert áhugavert að heyrast í raun.
Geir Ágústsson, 21.5.2023 kl. 15:14
Sæll Geir.
Ég er sammála þér um Silfrið, umræður þar eru oft innihaldsrýrar.
Frá því var þó sjaldgæf og ánægjuleg undantekning fyrir viku síðan þegar Andrés Magnússon læknir var í alveg hreint frábæru viðtali þar sem hann fjallaði um fjármálakerfið og hvernig það (raunverulega) virkar.
Hér má nálgast upptökuna, viðtalið hefst eftir 52 mínútur:
Silfrið - 14.05.2023 | RÚV Sjónvarp
Hvet þig til að hlusta á þennan gullmola.
Sjá líka hér um nýútkomna bók hans um sama umfjöllunarefni:
Bókatíðindi - Hvernig virkar fjármálakerfið? - Andrés Magnússon
Guðmundur Ásgeirsson, 21.5.2023 kl. 16:07
Hópur auðmanna á vesturlöndum í samstarfi við spillta stjórnmálamenn gerir út heimsveldi í gegnum fyrirtæki sín og stofnanir ríkisins með Bandaríkin sem þungamiðju. Útgerð heimsveldis er skipulögð glæpastarfsemi hinna ríku og valdamiklu. Tilgangur þess er að komast yfir eins mikinn auð og völd og kostur er. Ósvífnin sem þar býr að baki er meiri en svo að almenningur geti áttað sig á henni. Heimsveldið er knúið áfram með sambærilegum viðskiptaháttum og tíðkuðust á Íslandi á árunum fyrir hrun. Bankar og fjárfestingafélög stíga dansinn við undirleik seðlabankans og kaupa upp það sem hugurinn girnist fyrir prentaða peninga. Til að hægt sé að halda veislunni áfram þarf heimsvelið að fara í reglulega ránsferðir og komast yfir raunveruleg verðmæti. Heimsveldið er í raun risastórt sníkjudýr sem sérhæfir sig í arðráni auðlinda og að sjúga fé út úr opinberum sjóðum m.a. í gegnum stríðsrekstur og nú síðast í gegnum upplogna heilsufarsógn. Heimsveldið kemst ekki lönd né strönd nema að ljúga og þess vegna kaupir það upp fjölmiðla til að stjórna þeirri umræðu sem snertir þeirra hagsmuni. Fréttir sem snerta hagsmuni heimsveldisins eru nær undantekningalaust spuni þar sem staðreyndum oft snúið snúið á haus sb. lyfin öruggu og áhrifaríku. Heimsveldið er skipulagt áratugi fram í tímann og er í stórum dráttum stjórnað í gegnum röð aðgerða sem ætlað er að hafa tiltekin áhrif. Dæmi um þetta er stríðið gegn hryðjuverkum sem leyst var af hólmi með heimsfaraldri. Krafa um kolefnishlutleysi vegna meitrar lofslagsvár er lagið sem glymur í djúkboxinu núna.
Helgi Viðar Hilmarsson, 22.5.2023 kl. 09:30
Það er líka vert að benda á það að heimsveldi vill ekki efnahagslega og pólitíska samkeppni frá öðrum stórveldum. Þess vegna brjótast út stórstyrjaldir en þær ganga jafnan út á að veikja stórveldi sem tekið er að ógna heimsveldinu efnahagslega og pólitískt. Og stríðsáróður er jafn órjúfanlegur hluti stríðs og sprengjur og byssukúlur. Stríðsáróður sigurvegarans verður svo sannleikurinn um stríðið að því loknu.
Helgi Viðar Hilmarsson, 22.5.2023 kl. 09:44
Ja, einkabankar prenta peningana sem eru færanlegt bókhald, eða skrifa peningabókhaldið í tölvuna sína. Þá hafa handhafar peninga framleiðslunnar getu til að kaupa allt og alla.
Nú segja bankar að þeir ætli að bjarga húsnæðismálum einhverja viðskipta manna frá banka blekkingunni.
Hér þrefölduðu braskararnir húsverðið til fólksins.
Hversvegna eiga bankar að skrifa bókhaldstölur og þykjast hafa lánað þær.
Bankar eiga ekki að eiga neitt í skrifuðum tölum, bókhaldinu, sem notað er við starfssemi þjóðfélagsins.
Það er engin skuld á íbúðunum þegar búið er að greiða þeim sem byggðu húsið og þeim sem komu með efnið og lóðina.
En af hverju að leyfa bankaeigendum að hirða eignirnar með kreppufléttunni hans Tomasar Jeffersonar.
slóð
Til að ná eignum fólksins bjó ég til verðbólgu og síðan verðhjöðnun. Þá gufaði eign fólksins upp, bankinn tók eignina, en hafði aðeins skrifað töluna. Húsið er eign framkvæmdagetu fólksins. Bankinn fái ekkert.
29.6.2022 | 15:34
Munum að þegar við ákváðum að taka til Íslands á árinu, voru það 6000 flóttamenn, þá ráðstöfuðum við 2000 íbúðum.
Muna, hvað á Ísland að borga mikla eyðileggingu fyrir gervi þátttöku í stríðunum undanfarið?
Muna að þjóðverjar voru sagðir hafa hringt í Dani og keypt allt rafmagnið frá vind rafstöðvunum og sagt Dönum að stöðva þær allar til að búa til skort til að hækka verðið.
Voru orkupakkarnir búnir til svo að það mætti búa til gróða brellur?
Í Kaliforníu voru allar reglur feldar úr gildi og þá sögðu starfsmennirnir að ef við beittum ekki til brögðum til að margfalda gróðann, var öskrað á okkur.
Ég get haldið áfram endalaust, en hætti núna.
Egilsstaðir, 22.05.2023 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 22.5.2023 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.