Trump-heilkennið sem afþreying

Það er ekkert leyndarmál að öllum árum er nú róið að því að stöðva endurkjör Donald Trump í embætti Bandaríkjaforseta. Öllum! Hann er ákærður, hann er rannsakaður, honum er kennt um embættisverk annarra. Listinn er endalaus.

Fjölmiðlar taka þátt í þessu á sinn hátt með því að hafa hátt um sumt og þegja um annað. Sem gott sýnidæmi má nefna tvær nýlegar fréttir íslenskra miðla um Trump.

Í Morgunblaðinu er fjallað um skýrslu sem nýlega kom út í Bandaríkjunum og hreinsar Trump af öllum ásökunum um kosningasvindl með aðstoð Rússa. 

Í Vísir er fjallað um enn eina rannsóknina á meðhöndlun Trump á svonefndum leyniskjölum, en ekki stafkrókur skrifaður um skýrsluna sem Morgunblaðið fjallar um.

Eru báðir fjölmiðlar þá að keyra sinn áróður með því að handvelja hvað telst eiga erindi við lesendur og hvað ekki? Eða bara annar þeirra? Eða hvorugur í raun?

Það breytir ekki öllu. En boðskapurinn er mögulega sá að það er ekki hægt að treysta á einhvern einn fjölmiðil eða tvo til að segja frá heildarmyndinni. Við þurfum alltaf að kynna okkur málin á eigin spýtur og frá fjölda uppspretta, ef áhugi er á að vita eitthvað. 

Mitt persónulega mat er að Vísir sé versta afskræming blaðamennsku í íslensku fjölmiðlaumhverfi - jafnvel verri en RÚV og DV. Hvernig aðrir raðast er svo óljósara í mínum huga. Trump-heilkennið hrjáir þá samt alla, þótt það sé mismikið. Það út af fyrir sig gerir fjölmiðlana oftar en ekki að afþreyingu frekar en fréttaveitum, og kannski það sé betra en ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Lestu gamla sjálfsævisögu Trumps. Hún mun afhjúpa Trump. Ef ekki, þá...

Einar Sveinn Hálfdánarson, 23.5.2023 kl. 20:37

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ef þú ferð á TruthSocial síðuna hans Trumps þá færðu hann beint í æð. Og ef honum sinnast við þig þá segir hann eitthvað í þessa áttina: "Margir segja að Gorgeir sé strengjabrúða Sorosar. Ég er ekki að segja það, en það eru margir sem segja það" og það yrði bara upphitun smile En hvað um það. Hér er eitt gamalt og gott. 

https://youtu.be/Yu0Bn3ulcOk

 

Wilhelm Emilsson, 23.5.2023 kl. 23:34

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sælir,

Ég er ekki að fara lesa ævisögu Trump né eyða miklum tíma í að skoða innlegg hans á samfélagsmiðlum. Hann er bandarískur stjórnmálamaður sem valdaklíkan lítur á sem svo mikla ógn að hún fjöldaframleiðir uppspuna til að koma í veg fyrir að fólki fái hann á kjörseðilinn. Menn geta svo verið þakklátir fyrir þá misnotkun á valdi til að hamla lýðræðislegu ferli, eða syrgt það (jafnvel þótt menn hati Trump).

Geir Ágústsson, 24.5.2023 kl. 06:05

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag. Stjórnmálakerfið bandaríska framdi harakiri til að leggja Trump (sem er bara stundar fyfirbrigði - mesta lagi 8 ár við völd). Hatursmenn Trump hafa brotið svo mörg norm í valdakerfinu við reyna að leggja hann, að kerfið er rústir einar. Nefni sem dæmi FBI og CIA sem fengu á baukinn í Durham skýrslunni og báðar stofnanir rúnar trausti.  Repúblikanar bjóða ekki fram hægri vangann eftir slíka orrahríð og hætta er á að lýðræðið verði þarna á milli og eyðileggist. Hefndartímar eru framundan, sem eru ekki almenningi hagfelldir.

Kapal fjölmiðlarnir frömdu líka harakiri við að leggja Trump. En eitt er víst að djúpríkið er til, líka hér í formi embættismannakerfisins sem stjórnar landinu áratugi til áratugar, ekki bara 4 ára eins og stjórnmálamennirnir. En bandaríska djúpríkið hefur á að skipa leyniþjónustustofnunum sem það íslenska hefur ekki. Subbugangurinn af átökunum er því mikill.

Það hefði verið betra að þreyja þorrann og bíða eftir að Trump hverfi af sjónar sviðinu. En skriffinnarnir voru bara svo hræddir við að hann upprætti djúpríkið að gripið var til fyrirbyggjandi aðgerða.

Em eitt er víst að fjölmiðlar hérlendis birta bara bjagaða mynd af því hvað er að gerast í Bandaríkjunum, n.k. brotabrot eða púsl, og eftir stendur íslenskur almenningur ráðvilltur og búinn að læra að Trump er vondi karlinn en Joe Biden afinn.

Ég spái, ef Trump lifir af, og hann komist til valda, að djúpríkið verði stútað en það hefur ráðið ríkjum síðan í valdatíð Eisenhower sem varaði við því en hann hafði þá misst tökin. Trump hefur þá engu að tapa...hefndartímar fyrir hann en einnig líka fyrir Repúblikanaflokkinn.

Birgir Loftsson, 24.5.2023 kl. 19:56

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Birgir,

Þú hefur of mikla trú á Trump. Eitt er hvað hann segir. Annað hvað hann gerir, eða gerði. Hann stækkaði t.d. NATO, sem er hluti af togstreitunni við Rússland í dag. En má þó eiga það að hann hóf enga innrás, annað en forverar hans undanfarin mörg ár. 

Geir Ágústsson, 24.5.2023 kl. 20:37

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég sagði líka, ef hann lifir af....

Birgir Loftsson, 24.5.2023 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband