Fundurinn sem enginn fjallaði um

Nú er sem betur fer fundur Evrópuráðsins búinn. Eftir situr reikningurinn en Íslendingar borga hann auðvitað, með bros á vör.

Ég varð ekkert var við þennan fund með því að fylgjast með dönskum fjölmiðlum. Ég heyri sömu sögur frá Noregi og Svíþjóð og þarlendum fjölmiðlum. Miðað við listann af nöfnum sem skreyttu þennan fund er það nánast afrek. Þessi fundur þótti svo ófréttnæmur að hann komst ekki einu sinni á blað í norrænum fjölmiðlum, að undanskildum íslenskum. 

Sem er ekki skrýtið. Þetta er auðvitað bara kjaftaklúbbur og tækifæri fyrir stjórnmálamenn til að auka kolefnisfótspor sitt á meðan þeir boða - úr einkaflugvélum - minnkun á kolefnisfótspori annarra. 

Tjónaskrá fundarins er brandari út af fyrir sig. Hver ætlar að fylla hana út? Hvernig á að koma henni áleiðis til Rússa? Evrópuráðið fleygði jú Rússum út úr ráðinu í fyrra og kom þannig í veg fyrir að duga til nokkurs í viðræðum við Rússa. Tyrkland er vel á minnst ennþá meðal meðlima, en sprengjuárásir á þorp Kúrda eru jú svo sjálfsagður hlutur að enginn fær á baukinn fyrir slíkt. Aser­baís­j­an er líka meðal meðlima, en þeirra árásir á landamæri Armeníu í fyrra stóðu sennilega of stutt yfir til að telja með.

Ég hlífi vonandi lesendum þessarar síðu við frekari umfjöllun um fund sem enginn nennti að fjalla um og niðurstöður hans sem skipta engan neinu máli. Þetta var greinilega mikið fjör og megi minningin lifa í hugum þeirra sem nutu þess. Aðrir ættu að gleyma, eins og lélegri bíómynd.


mbl.is Niðurstaðan langt umfram væntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fundurinn sem engin nennti að fjalla um er þó umfjöllunarefni þessa pistils.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.5.2023 kl. 06:49

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Íslendingar sluppu ekki jafnvel og aðrir Norðurlandabúar og munar ekkert um eitt blogg í viðbót ofan á linnulausan fréttaflutninginn (ef fréttaflutning skyldi kalla).

Geir Ágústsson, 18.5.2023 kl. 08:32

3 identicon

Geir, einkaflugvélar menga ekki, þær eru undanþegnar hamfarahlýnunar!

Þessi svo kölluð tjónaskrá er algjör brandari, ætli hún fari að taka við skráningum frá öllum þeim stríðum sem sumir meðlimir hans eru í? eða á þessi skrá bara við þau stríð sem rússar eru í!

Halldór (IP-tala skráð) 18.5.2023 kl. 09:37

4 identicon

Það væri fróðlegt að nota reikningsaðferðina og setja upp tjónalista fyrir innrásina í Írak, loftárásir Nato á Líbýu (flugherir Dana og Norðmanna voru líka gerendur þar), loftárásir á Serbiu og Svartfjallaland, eyðilegging USA og Norðmanna á Nordstream leiðsluna. Og svo mætti áfram telja.

En skilaboðin eru þau sömu: Rússar eru vondir og ómenni, en við erum friðelskandi, frelsiselskandi, og með "Rule of Law" okkar megin.

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.5.2023 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband