Lausn á heimatilbúnu vandamáli: Ekki búa til vandamálið

Ef Vesturlöndum tekst að koma á stríði við Rússlands ætla Rússar á gera árás til baka. Kemur sennilega einhverjum á óvart en svona virka stríð. Þau eru sjaldan þannig að innrásarher geti keyrt inn í höfuðborgina án mótspyrnu. Það ættu Rússar að kannast vel við og það ættu Vesturlönd líka að vita. Innrásir Hitlers í Pólland og Bandaríkjamanna í Írak eru undantekningarnar, ekki reglan.

En er ekki hægt að afstýra gagnárásum Rússa í stríði? Jú, með því að hætta við að reyna koma á stríði við Rússland. 

Mögulega er það líka eina leiðin. Hvað þykjast Norðmenn og Íslendingar ætla að gera ef rússneskir kjarnorkukafbátar, svo er jafnvel ómögulegt að finna og hvað þá granda og geta verið í kafi svo mánuðum skiptir, byrja að klippa á strengi og rör á hafsbotni? Senda Landhelgisgæsluna? Kannski að teymi Bandaríkjamanna, Breta, Norðmanna og fleiri sem grönduðu gasleiðslum Rússa í Eystrasalti (án þess að því hafi verið svarað - ennþá) geti plantað sprengjum á þessa kafbáta eins og þeir gerðu í tilviki gasleiðslnanna en ég leyfi mér að efast.

Íslendingar taka nú þátt í að fóðra stríðsvélar í Úkraínu í stað þess að þrýsta á um samningaviðræður sem munu líklega enda með sjálfsstjórn nokkurra héraða eða breytingar á ríkisfangi einhverra íbúa eða blanda af báðu - lausnir sem hafa virkað ágætlega í öðrum heimshlutum þar sem íbúar vilja hvorki láta stráfella sig af einu stjórnvaldi né kúga sig af öðru eða sjá mögulega skjól í því að færa sig frá einum forseta til annars. Það er því við hæfi að hafa áhyggjur af gagnárásum í stríði. En kannski er betri lausn sú að búa ekki til vandamálið til að byrja með.


mbl.is Raunverulegt áhyggjuefni fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lengst af tókst okkur að egna ekki fyrir Bjössa, en svo fengum við Gunnar Braga í Utanríkisráðuneytið. Hann var slæmur en stafrófspían er enn verri. Hún virðist halda að vopnaglamur hennar sé bara fyrir innanlandsmarkað. En þegar fólk í abyrgðarstöðu talar tæpitungulaust í hinn vestræna lúður þá heyrist það um heim allan. Bylti Bjössi sér þá munum við öll finna fyrir því.

Ragnhildur Kolka, 21.4.2023 kl. 11:27

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Alltaf magnað að sjá stuttbuxnalið Félaga Pútíns og nýja Sovétsins, sem þykjast vera "hægri" menn koma gamla kommanum til varnar. Moggabloggið er orðin einn allsherjsr Pútín kór, sem vill að gamli komminn og nýja Sovétið taki yfir og bara gott mál.  Alveg magnað að sjá heilaþvott Pútíns í verki.

Arnór Baldvinsson, 21.4.2023 kl. 13:51

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Arnór,

Úr því þú ert mættur á svæðið: Hvað vinnst með því að framlengja átök í Úkraínu? Að dæla vopnum á svæðið frekar en ákalli um viðræður um langvarandi hörmungarástand Austur-Úkraínu?

Geir Ágústsson, 21.4.2023 kl. 15:18

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Er ekki "heimatilbúna vandamálið" það að Pútín fyrirskipar innrás í sjálfstætt land, Úkraínu? Ef Pútín vill frið þá er það einfalt. Draga herliðið til baka. 

Wilhelm Emilsson, 21.4.2023 kl. 20:11

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Wilhelm,

Þá væri verið að snúa aftur í ástandið fyrir innrásina sem átti að reyna laga með Minsk 1 og 2 samningunum sem voru ekki virtir. 

Kannski það sé betra fyrir einhverja en ekki íbúa Austur-Úkraínu sem allir þykjast hafa svo miklar áhyggjur af.

Fyrir áhugasama er hér íslensk heimildamynd sem tekur á þessu að hluta til og kom út ekki löngu fyrir innrás Rússa (höfundur er engin Rússaklappstýra, svo því sé haldið til haga):

https://uppkast.is/watch/1110

Geir Ágústsson, 21.4.2023 kl. 20:39

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég spyr: hvers vegna á ég, eða bara einhver íslenskur skattborgari, að fjármagna einhverjar erjur milli landa sem koma okkur ekkert við?

Mig langar ekkert.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.4.2023 kl. 21:02

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Geir. Það þarf að borga fyrir aðgang að þættinum. Ég er að spara smile Er það ekki nokkuð ljóst að innrásin er verri en ástandið fyrir innrás? Og eftir stendur að Pútín fyrirskipaði innrás í sjálfstætt land. Heimatilbúna vandamálið er að sjálfsögðu að Pútín viðurkennir ekki að Úkraína sé sjálfstætt land, en það er hans vandamál.

Wilhelm Emilsson, 21.4.2023 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband