Mikilvægara en áður að kynna sér málin

Ég á tvö börn sem eru sprautuð með öllum barnabóluefnunum í samræmi við áætlun danskra yfirvalda, með einni undantekningu sem ég ræði betur hér að neðan.

Þessi gömlu góðu bóluefni eru að vísu ekki þessi gömlu góðu lengur. Það er búið að sameina mörg efni í færri sprautur og lyfjafyrirtækin passa sig sjálfsagt vel á að ekkert detti úr einkaleyfi. En gott og vel, færri sprautur þýða líka minna álag á börn. Á Norðurlöndum er líka sprautað mun minna en í til dæmis Bandaríkjunum. Norræn börn fá upp undir 10 sprautur á aldursbilinu 0-14 ára (Danir hætta 12 ára eftir 7 sprautur og Íslendingar hætta 14 ára eftir 9 sprautur, svo dæmi sé tekið). Í Bandaríkjunum hlaupa sprauturnar á tugum, þar á meðal árleg sprauta gegn flensunni. Skelfing.

Önnur frávik finnast á milli dönsku og íslensku áætlunarinnar. Danir telja fjórar sprautur gegn kíghósta vera nóg, Íslendingar vilja hafa þær fimm. Danir sprauta ekki gegn mislingum en það gera Íslendingar. 

Það má spyrja sig af hverju vísindin á veirutímum voru svona samstíga um að nýstárlegar mRNA-sprautur væru hollar og góðar fyrir alla á meðan Norðurlöndin geta ekki einu sinni verið sammála um mun eldri og betur rannsökuð efni, en það er önnur saga.

Ég nefndi áður að ég hafi gert undantekningu á dönsku áætluninni. Danir eru nýlega byrjaðir að sprauta 12 ára drengi gegn HPV-veirunni. Í upphafi voru bara stúlkur sprautaðar á þann hátt, og þá aðallega til að verjast leghálskrabbameini. En nú er búið að selja dönskum yfirvöldum - en ekki íslenskum - að drengir geti líka fengið krabbamein vegna HPV-veirunnar að því marki að áhættan af bólusetningunni sé minni en ávinningurinn (allar sprautur fela í sér einhverja áhættu).

Þessu hafna ég eftir að hafa kynnt mér aðeins málið og við foreldrarnir hlutum vitaskuld skammir fyrir en þær skella á daufum eyrum.

Heilbrigðisyfirvöld hafa misst töluvert af trúverðugleika sínum á veirutímum. Þau geta kennt sjálfum sér um. Þeim mistókst alveg stórkostlega og hafa ekki sýnt neina viðleitni til að biðjast afsökunar. Þessi rýrði trúverðugleiki mun vara í mörg ár - a.m.k. þar til þeir sem sáu ljósið og eru á barnseignaraldri eða að detta á hann eru komnir úr barneign. Framhaldsskólanemendur voru til dæmis sviptir að ástæðulausu árunum sem margir tala um sem bestu ár ævi sinnar og þeir fyrirgefa það vonandi ekki auðveldlega. 

Slíkt vantraust kemur vonandi ekki fram í óábyrgum ákvörðunum þar sem öllu er hafnað - líka því sem virkar. En yfirvöld geta ekki lengur treyst á að eitt lúðrakall dugi til að smala fólki í sprautuhallir.


mbl.is Vantraust til bólusetninga barna orðið áþreifanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"...aðallega til að verjast leghálskrabbameini."

Það er mikið að í hausnum á fólki.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.4.2023 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband