Á meðan, í raunveruleikanum

Hvernig ætla Íslendingar að koma á orkuskiptum (lesist: Bola út jarðefnaeldsneyti) án þess að framleiða miklu meira rafmagn?

Það geta þeir auðvitað ekki.

Þetta hlýtur að vera flókin þraut í huga þeirra sem trúa bæði á loftslagsbreytingar af mannavöldum og vilja vernda hverja einustu lækjarsprænu fyrir mannvirkjum. Þeirra besta hugmynd að lausn er sú að leggja niður orkufrekan iðnað á Íslandi og forðast að ræða afleiðingar þess fyrir hagkerfið, raforkuverð til neytenda og lífskjör almennings.

Víða ræða menn um þessi orkuskipti. Stundum má hafa samúð fyrir ástæðunni: Ef ríki getur framleitt meira af orku sinni en áður þá minnkar þörfin á að flytja hana inn og senda gjaldeyri til spilltra prinsa. Orkuöryggi er mjög mikilvægt og ekki vantar dæmi um að því sé ógnað af ýmsum ástæðum. En allt eru þetta frekar hagnýt rök fyrir orkuskiptum og koma þannig séð andúð á jarðefnaeldsneyti lítið sem ekkert við.

Nýlega gaf brasilíska ríkisolíufélagið Petrobras út að þeir ætli að halda áfram að einbeita sér að olíuframleiðslu - jafnvel þar til þeir verði seinasti olíuframleiðandi heims. Þeir sjá flótta annarra frá olíuframleiðslu sem myndun svigrúms á markaðinum fyrir þá sjálfa. Hyggilegt, finnst mér. Olían er ekkert á förum og þeir sem spila rétt úr sínum spilum geta hagnast vel á þeirri innsýn. 

Nema auðvitað að mannkynið átti sig á ágæti kjarnorku og byrji að henda í kjarnorkuver í stórum stíl en sennilega er það ekkert að fara gerast. Þess í stað eru Evrópubúar að snúa aftur til miðalda og brenna sprek og greinar til að búa til orku og halda á sér hita. 

Það er auðvitað gaman að tala um heimsenda og lausnir við honum en raunveruleikinn á það til að banka upp á. Og hann er hreint ekki jafnslæmur og skýrslurnar gefa til kynna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig er farið að gruna sterklega að orkuskiftin gangi miklu frekar út á að leggja vesturlond í eyði en að draga úr mengun.

En það er nátt´rulega bara byggt á upplýsingum sem ég skynja með skynfærunum.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.3.2023 kl. 16:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Það mætti halda. Þess vegna þóttu söguleg kosningaúrslit í Hollandi ekki vera fréttnæm á Íslandi. Þar er almenningur byrjaður að spyrna við fótum. Suss!

Geir Ágústsson, 27.3.2023 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband