Er sannleikurinn bara fyrir suma?

Manneskja var staðin að röð endurtekinna lyga sem höfðu þann tilgang að þenja út orðspor viðkomandi, afla viðkomandi vinsælda og samúðar, sópa fylgjendum að hlaðvarpi og samfélagsmiðlum viðkomandi og gefa viðkomandi ræðupúlt sem var notað til að svipta menn mannorði, starfsframa, tekjum, möguleikum til að tjá sig og getu til að framfleyta sér.

Hverjir hafa hag af því að afhjúpa lygar þessarar manneskju? Hverjir vilja að sannleikurinn sé uppi á borðum? Í þessu sem og öðru? Allir, ekki satt? 

Að þessu var ritstjóri fjölmiðils, sem réð þessa manneskju í starf áður en upp komst um lygavefinn, spurður, og svarið vægast sagt athyglisvert:

„Það er þetta menn­ing­ar­stríð. Þeir sem eru and­stæðir MeT­oo, þeir sem hafa hags­muna að gæta eða hafa orðið und­ir með ein­hverj­um hætti í þess­ari umræðu, vegna þess að þeir hafa gert eitt­hvað sem hef­ur verið af­hjúpað og op­in­berað – það hlakk­ar svo­lítið í þeim núna vegna þess að hætt­an er sú að þetta verði notað til að draga úr trú­verðug­leika brotaþola.“

Þá höfum við það. Þeir sem vilja að fólk segi satt og rétt frá fyrri reynslu og störfum og auðvitað upplifunum, auglýsi sig á réttum forsendum og sé ekki að ljúga um fortíð sína til að draga að sér vinsældir og tekjur - þeir eru bara að hefna sín! Þeir vilja ekki að fólk trúi brotaþolum! Raunverulegum brotaþolum auðvitað. Þetta er menningarstríð!

Þá vitum við það.

Með þetta í farteskinu er því væntanlega fátt því til fyrirstöðu að ég segist hafa verið geimfari, skoppað um á tunglinu og sótt sýni til frekari rannsókna. Að ég selji aðgang að fyrirlestrum um þessa lífsreynslu mína. Ef upp kemst um lygavefinn get ég biðlað til almennings um að láta ekki mínar fabúleringar bitna á trúverðugleika annarra geimfara. Aðrir hafa jú farið til tunglsins! Ég, sem verkfræðingur, hef jú komist í tæri við eitrað andrúmsloft á vinnustöðum tæknisinnaðs fólks og get því tjáð mig eins og ég sé raunverulega geimfari! 

Þau mega eiga það, þessi sem standa vörð um útskúfunarmenninguna, dómstól götunnar og þá hugsun að ásökun þurfi bara að orða vel til að vera hafin ofar öllum vafa, að þau kunna að snúa út úr.

En það dugir ekki til. Ekki lengur. Við skuldum raunverulegum brotaþolum að halda sannleikanum uppi sem göfugu markmiði en ekki tæki sem má sveigja og beygja í einhverju svokölluðu menningarstríði örfárra háværra einstaklinga með greiðan aðgang að fjölmiðlum og styrktarfé úr vösum skattgreiðenda.


mbl.is Mikilvægt að fólk geri hreint fyrir sínum dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

 Konur fá minna fyrir lygar en karlar. Þær eru svo veikgeðja. Þetta stendur einhvers staðar í lögum. Þær drepa t.d. ekki eins illa og menn.  En hvernig er þetta, blessaður samsærisheilinn okkar á blogginu. Væri ekki tilvalið að koma því á kreik í vinahópi þínum léttgeggjaða, að mótefni við Cóvinu valdi lygapest og limafalli. Ekki eru allar bjargir bannaðar enn.

FORNLEIFUR, 26.3.2023 kl. 15:35

2 Smámynd: FORNLEIFUR

menn .. afskakið karlmenn.

FORNLEIFUR, 26.3.2023 kl. 15:36

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Fornleifur,

Vissulega hafa fundist vísbendingar um tengl kóvít-sprauta við getuleysi, ófrjósemi og annað slæmt. Kannski var það ætlunin.

Annars minnti athugasemd þín mín af einhverjum ástæðum á eftirfarandi lagagrein úr lögum 1971 nr. 54 6. apríl:

 5. gr.
Innheimtustofnun sveitarfélaga annast meðlagainnheimtu hjá barnsfeðrum, hvar sem er á landinu.

Afgangur lagagreinarinnar er í sama anda. Það er gott að vera meðlagsmóðir á Íslandi.

Geir Ágústsson, 26.3.2023 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband