Föstudagur, 24. mars 2023
Hvað erum við að gera rangt í loftslagsmálum? Prumpa of mikið?
Í sennilega fertugasta eða fimmtugasta árið í röð kemur úr svört skýrsla sem segir að við, mannkynið (ekki eldfjöllin, geimgeislarnir, segulsviðið og annað slík), þurfum að gera eitthvað núna til að afstýra meiriháttar loftslagshamförum bráðum.
Í sífellu dynja á okkur allskyns íþyngjandi og kostnaðarsamar ráðleggingar og þvinganir, og við reynum og reynum að koma til móts við þær.
Minnka notkun á jarðefnaeldsneyti.
Minnka orkunotkun.
Endurvinna meira.
Flokka umbúðir og rusl.
Keyra og fljúga minna. Á tímabili ferðast innandyra, en það var að vísu kallað veiruvörn.
Borga losunarskatta.
Plaströrin eru farin og plastpokarnir á leið út líka.
Hagkvæmir bensínbílar látnir niðurgreiða rándýra rafmagnsbíla og slitið sem þeir valda á vegunum.
Listinn er endalaus.
Almenningur tekur allar þessar svörtu skýrslur alvarlega. Fréttatímar eru mettaðir af þeim. Skattkerfið bregst við þeim. Allir eru með! Þeir sem andmæla eru fámennir og ýmist hunsaðir eða úthrópaðir sem samsæriskenningasmiðir (þ.e. hafna þeirri kenningu að mannkynið stjórni veðrinu með gjörðum sínum).
Og hver er niðurstaðan?
Enn ein svarta skýrslan! Enn eitt ákallið um að ekki sé nóg gert!
Hvenær er nóg komið?
Svarið er: Aldrei, því allar þessar skerðingar og allur þessi missir á nothæfum og hagnýtum hlutum skila engu og breyta engu í meintri krossferð gegn óumflýjanlegum og sífellum breytingum í loftslagi Jarðar. Plaströr breyta ekki loftslaginu og raunar engu. Þau eru tekin af þér til að fá þig til að iðrast. Til að þjást mátulega mikið. Um það snýst leikurinn. Þetta veit (einka)þotuliðið. Þetta vita stjórnmálamenn sem nærast á örvæntingunni. Þetta vita hagsmunasamtök í leit að tilgangi í lífinu.
Ég sakna plaströrsins eins og áður hefur komið fram á þessari síðu. Að það hafi verið tekið af mér er táknmynd vitleysunnar.
Hvernig ætli stjórnmálamenn bregðist við nýjustu skýrslunni? Hvað ætla þeir að taka af þér næst? Borga fyrir? Missa hreinlega úr lífi þínu? Kemur í ljós, en þú er væntanlega til í tuskið. Þú ert jú að valda hamförum með því einu að reka við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Facebook
Athugasemdir
Prumpuskattur? Hreint ekki svo vitlaus hugmynd. Spurning hvernig eigi að leggja hann á. Annars er betra að portúgalski kommúnistinn sem starfar hjá Sameinuðu þjóðunum frétti ekki af slíkum hugleiðingum.
Meðan stjórnvöld banna plaströr og leggja skatta á plastpoka, eru þau með drauma um risastór vindorkuver, sem menga örplasti af áður óþekktri stærð. Alveg hreint magnað!
Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þessu fólki?
Gunnar Heiðarsson, 24.3.2023 kl. 22:55
Gunnar,
Prumpuskattur er ekki ný hugmynd og hefur verið rædd víða. En auðvitað er ekki heil brú í þessu. Kyoto flæmdi framleiðslulínur frá hagkvæmum þýskum gastúrbínum og til sótspýjandi kínverskra kolaorkuvera, og losun á orkueiningu rauk upp í leiðinni.
Þetta snýst hreinlega ekkert um umhverfið, loftslagið, hafið, lífríkið eða neitt slíkt. Þú átt er syndarinn og fyrir syndir þarf að refsa. Hverjar þær syndir eru breytist með tímanum.
Geir Ágústsson, 25.3.2023 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.