Hin nútímalega Biblía - vonandi ekki of nútímaleg

Biblían er mögnuð bók sem fylgdi mér lengi vel í lífinu. Hún er ekki bara trúarrit heldur einskonar heimspekirit sem mótaði og mótar jafnvel ennþá mjög vestræna menningu og verður þetta tvennt ekki aðskilið. Meira að segja þeir sem trúa engu (nema mögulega sósíalisma og öðru slíku) lifa og hrærast í samfélagi kristni og kristinna gilda. Eða þar til vestræn yfirvöld ákveða að önnur gildi eigi nú að leysa af þau vestrænu.

Ég hafði hug á því um daginn að kaupa mér nýja Biblíu í íslenskri þýðingu, bara svona til að eiga hana og blaða í eins og ég gerði svo oft á mínum yngri árum. Biblíur eru fallegar bækur og hægt að lesa af ýmsum ástæðum fyrir utan þá trúarlegu. 

En hvað sé ég? Ný íslensk þýðing! Við lesum:

Biblía 21. aldar – 2007
BIBLÍAN. HEILÖG RITNING. GAMLA TESTAMENTIÐ ÁSAMT APÓKRÝFU BÓKUNUM. NÝJA TESTAMENTIÐ. HIÐ ÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAG. JPV ÚTGÁFA.

Þetta er 11. biblíuútgáfan á íslensku. Um nýþýðingu er að ræða, þá sjöttu frá upphafi, og núna úr frummálunum, eins og í útgáfunni 1912/1914.

Þýtt var eftir frummálunum en við yfirferð studdust þýðingarnefndir Gamla og Nýja testamentisins — sem ákvörðuðu að lokum hver textinn skyldi vera — við eldri útgáfur íslenskar, sem og nýjar þýðingar frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og svo þýskar Biblíur, breskar og bandarískar.

Þýtt eftir frummálum? Mjög gott. Það hlýtur þá að vera texti sem kemst næst hinum upprunalega.

En bíddu nú við, hvað er hér á seyði?

Í fyrsta sinn er reynt að koma hér á málfari beggja kynja. Oftast var t.d. fornafninu „þeir“ í Gamla testamentinu breytt í hvorugkyn, ef fullljóst var að um blandaðan hóp var að ræða, annars ekki. Svipað var upp á teningnum með Nýja testamentið, þar má nú víða lesa „systkin“ þar sem áður hefur staðið „bræður“.

Hvað þýðir að „koma á málfari“? Er það eitthvað annað en þýðing eftir frummálunum? Eða er verið að ná til blæbrigða í upprunalegum texta sem voru áður ekki til staðar? Orðalagið „koma á“ þýðir oft breytingar eða innleiðing á einhverju nýju í stað einhvers gamals. Er þá Gamla testamentið orðið hið Nýja, og hið Nýja orðið að hinu Pólitískt rétttrúaða?

Sé um að ræða afskræmingu eins og reynt var að koma á um daginn á verkum Roald Dahls (en síðar hætt við) þá leita ég frekar í eldri þýðingu eða tek virta enska þýðingu, en sé um að ræða nákvæmara orðalag (t.d. að segja „þau“ en ekki „þeir“ um hópa með báðum kynjum) þá er ég opinn. 

Kannski lesendur geti frætt mig aðeins.


mbl.is Fermingargjafir sem Kolbrún Bergþórs mælir með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Það vekur athygli sumra, að textinn um merki dýrsins segir á íslensku, að merki verði sett á hendi.

En upphaflegu handrit; stick into the hand !

King James segir; mark in the hand.

Hvaða afleiðingar hefur það, ef þetta er ekki rétt þýtt ?

Loncexter, 25.3.2023 kl. 21:16

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Loncexter,

Ég ætla ekki að setja mig inn í dýptina. Mig langar í Biblínu sem er "ekta", og á tungumáli sem ég get lesið. Hverju mælir þú með?

Geir Ágústsson, 25.3.2023 kl. 22:11

3 Smámynd: Loncexter

King James.

Loncexter, 26.3.2023 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband