Samsæriskenning í boði utanríkisráðherra

Ut­an­rík­is­ráðherra Íslands heldur því blákalt fram að ef Pútín nær að ýta Úkraínuher út úr yfirgnæfandi rússneskumælandi héröðum Austur-Úkraínu þá muni hann ekki láta staðar numið. 

Þetta er samsæriskenning sem mætti gjarnan útskýra betur fyrir mér.

Hvað ætlar Pútín að gera næst? Ráðast á Pólland? Sigla að ströndum Íslands? Taka Armeníu? 

Ég vona að einhver geti sagt mér það, enda hefði sannleiksgildi þessarar samsæriskenningar svakalegar afleiðingar fyrir áform Vesturlanda. Þau þurfa þá að hætta að tæma vopnageymslur sínar og byrja að byggja þær upp. Þau þurfa að hætta að þurrausa ríkissjóði sína í vasa útlendinga og byrja að byggja upp eigin innviði. Úkraínuher þarf að hætta að fórna sér fyrir nokkra bæi og hugsa um stærri heildarmynd. Hætta að reyna sækja fram og pakka þess í stað í vörn nokkuð aftan við núverandi átakalínur sem eru að flosna upp þessa dagana.

Sé það rétt að Pútín muni ekki láta staðar numið við rússneskumælandi héröð Úkraínu og mögulega Moldóvu þá er vissulega vá fyrir dyrum og margt þarf að breytast frá því sem nú er. 

Vonandi er samsæriskenning utanríkisráðherra ekki rétt og að menn geti óhultir haldið áfram að tæma vopnageymslur sínar og sjóði og senda til Kíev í vissu um að Rússar hyggi ekki á frekar landvinninga. 


mbl.is „Eigum enga möguleika í veröld Pútíns“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Geir.

Bíddu nú hægur, það er búið að segja okkur að Úkraína hafi verið að vinna stríð við hvorki meira né minna en rússneska herinn í bráðum heilt ár Og rússneski herinn hefur þess utan og meira en þúsund sinnum verið sagður uppiskroppa með öll skotfæri og birgðir, ásamt því að forseti Rússlands, þjóðarleiðtoginn sjálfur, hafi legið banaleguna með krabbamein og alla hugsanlega aðra sjúkdóma frá því í mars á síðasta ári.

En í dag er útgáfa þess fólks sú að Rússland sé að yfirtaka heiminn. Hvað gerðist? Hvort skyldi það vera?

Hvernig má vera að ESB-Evrópu líkaði svona vel að búa og starfa í svo kallaðri "veröld Pútíns" frá 2000 til 2022, það eru 22 ár.

Ætlaði Evrópa kannski nokkuð sjálf að yfirtaka þá "veröld", en fékk högg á fingurna?

Um 70-80 prósentur erlendra og evrópskra fyrirtækja eru enn starfandi og með rekstur sinn á fullu í Rússlandi og neita að yfirgefa landið. Og ESB-Evrópa kyndir enn upp með rússneskri orku? Hvað er að?

Hvernig er þessi geðklofi til kominn? Og hvernig getum við verið viss um að utanríkisráðherra okkar hafi yfir höfðu heilabú?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.2.2023 kl. 12:06

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Því miður lagði blaðamaður ekki að utanríkisráðherra hvað hún ætti við með þessum orðum: "...að alþjóðakerfið lifi það af og þau gildi sem verið er að ráðast á lifi það af."

Með alþjóðakerfinu er varla að búast við öðru en hún sé að tala um globalisma. Með að ráðast á gildi þá sögðu Rússar ætla að af nazistavæða Úkraínu - vill hún að það kerfi verði tekið aftur upp?

Eins og Gunnar bendir réttilega á þá breytist orðræðan eftir hentugleika. Minnir ansi mikið á orðræðuna í Covid.

Rúnar Már Bragason, 24.2.2023 kl. 12:20

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunnar,

Það er vissulega rétt á sama tíma að Úkraína er að vinna en um leið er án vopna og jafnvel hermanna. Hitt er líka rétt að Rússar tapa hverri rimmunni á fætur annarri um leið og þeir taka yfir heiminn. Svo má ekki gleyma að viðskiptahindranir eru að valda Pútín miklum vandræðum og ríkissjóður hans að tæmast á sama tíma og Evrópubúar krókna úr kulda og gera sig gjaldþrota á orkukaupum.

Geir Ágústsson, 24.2.2023 kl. 12:22

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Menn tala um að innrás hvítra kristinna Rússa á hvíta kristna Úkraínumenn sé eitthvað annað en landamæradeila skyldra þjóða og sé hreinlega árás framandi menningarheims á hjarta Evrópu, en á sama tíma er verið að gera heilu borgarhluta Evrópu múslímska og að einhverju allt öðru samfélagi en það sem við köllum vestrænt. 

Geir Ágústsson, 24.2.2023 kl. 12:29

5 identicon

Stríðið hófst með innrás í austur-, suður-, og norðurhluta Úkraínu.

Í norðri héldu rússneskar hersveitir að Kænugarði beint frá Hvíta-Rússlandi og lögðu allt í sölurnar til að komast inn í höfuðborg fullvalda ríkis. 

Ef það lýsir sér ekki sem allsherjar innrás og tilraun til hernáms og innlimunar fullvalda ríkis veit ég ekki hvað gerir það. 

Til viðbótar má auðvitað nefna áhyggjur íbúa Moldóvu en líka Georgíu sem Rússar bókstaflega hernema með tilfærslu landamæranna að nóttu til, nokkra metra í senn.

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 24.2.2023 kl. 12:30

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Geir,

Pútín mun halda áfram. Það er ekki vottur af efa um það.  Það kom nýlega fram að hann vill innlima Belarús fyrir 2030.  Pútín vill innlima öll gömlu ríki Sovétríkjanna undir full Rússnesk yfirráð til að búa til ný Sovétríki.  Þetta er ekkert leyndarmál þó Pútín pípur nýaldarkommúnisma Pútíns góli honum til stuðnings við öll tækifæri og sjái ekki sólina fyrir þessu skoffíni. 

Ein ástæðan sem oft er notuð er að í þessum löndum séu Rússar eða rússneskumælandi fólk.  Og þetta er notað sem skýringar og afsakanir á innlimun Krímskaga, innrás í Georgíu, 9 ára átökum í Austur Úkraínu, stirðum samskiptum við Eystrasaltslönd og Pólland, ekki síst vegna Kalíningrad. Og svo síðast innrás í Úkraínu, sem átti að taka viku. 

Innrásin í Úkraínu sýndi strax að Rússneski herinn var í gífurlega slæmu ástandi og alls ekki undirbúinn fyrir þessi átök. Hroki Pútíns gagnvart Úkraínu (sem á rætur aldur aftur í tímann) var slíkur að það var teflt fram illa búnum og illa mönnuðum her, sem átti bara að labba til Kyiv og taka völdin.  Herinn var í marga daga bara að greiða úr eigin umferðaflækjum vélknúinna ökutækja á vegum Úkraínu.  Stjórn hersins var í molum og á fyrstu mánuðum stríðsins var mikið mannfall meðal yfirmanna, allt upp í hershöfðingja, sem er nánast óþekkt í stríðaátökum.  Hermenn voru meðð litla, sem enga þjálfun, enda eru flestir hermenn í hernun í eitt ár.  Sem þýddi að megnið af hermun voru menn með mjög litla þjálfun.  Yfirmenn voru illa þjálfaðir líka og ekki tilbúnir til að takast á við þá miklu skipulagsvinnu, sem þurfti að fara fram bæði fyrir árásina og ekki síst eftir að hún hófst.  

Pútín var slétt sama.  Þetta var hans stríð og skyldi halda áfram, sama hversu mikið mannfall yrði, sama þó Rússneski herinn biði hvert afhroðið á fætur öðru.  Pútín mun ekki stoppa. Jafnvel þó Úkraínumönnum tækist að hrekja Rússneska herinn út úr landinu, skipti það engu máli.  Pútín vill Úkraínu og honum er nákvæmlega sama þó landið verði gersamlega lagt í rúst og Úkraínumenn drepnir allir sem einn.  Svo kemur róðun bara að næsta landi fyrrum Sovétríkjanna með einhverjum tylliástæðum eins og innrásin í Úkraínu.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 24.2.2023 kl. 12:47

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Arnór,

Sé þetta rétt hjá þér væri þá ekki sniðugra að tæma vopnabúrin í varnarlínur Úsbekistan og hvaðeina?

Er kannski ósniðugt að tæma vopnabúr Evrópu ef ný Sovét eru að fæðast?

Miðað við þínar lýsingar þá er kannski best að hefja formlega stríð, eða hvað?

Geir Ágústsson, 24.2.2023 kl. 13:45

8 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Arnór, Pútin er sá eini sem hefur viljað leysa þessi mál friðsamlega sem segir meira en flest orð. Ég undrast einfeldni og trúgirni utanríkisráðherra.

Það hljóta að vera stærstu fréttirnar í dag að það hefur ekki tekist að sigra rússneska herinn sem er óvenju illa búinn og með allt niður um sig í heilt ár.

Öll vesturlönd með NATO í broddi fylkingar hafa undirbúið sig mjög vandlega í a.m.k. 8 ár til að sigra rússa og beitt þá öllum fantabrögðum sem þeir kunna. Staðan núna virðist vera þannig að allar vopnabirgðir vesturlanda og þ.m.t NATO eru þurrausnar og mörg vesturlönd að komast í veruleg fjárhagsvandræði. Það er eins og vesturlönd skotið sig í fótinn og hafi kitlað björninn í gang sem virðist styrkjast með dagi hverjum.

Kristinn Bjarnason, 24.2.2023 kl. 15:04

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Bæði búinn að lesa þig og athugasemdir, og veistu, mér finnst það ekki vera þér líkt að spila þig bjána, þó ég sé vissulega oft ósammála þér, þá veit ég af hverju, og hygg að það sama gildir um þig.  Það sem ég met er styrkur sannfæringar þinnar, rökvís, sem og almennur húmor og og að vera svona fyrir mig þessi náungi sem ég hitti á kaffistofunni, eða í hundleiðinlegu starfsmannapartý, eða öðru álíka leiðinlegu, og allt í einu fannst mér gaman að skiptast á skoðunum, ræða þær. 

En Geir, veistu svona í alvöru eitt dæmi, þar sem stórveldi hvort sem þau eru hnignandi eða stækkandi, hafi hætt við frekar útþenslu eftir að sú fyrta tókst???

Burt séð frá þessari deilu, hvað kennir sagan okkur??

Þú minnir mig dálítið í þessari færslu, og fékkst tækifæri í athugasemdunum að hnykkja á þeirri ímynd, á manninn sem var svo frjáls í sinni efahyggjuröksemdum, að hann tók debat dag eftir dag, að það væri ekkert sem segði að sólin kæmi uppá morgun, þó hún hefði gert það hingað til lengur en elstu menn myndu.

Og hann hélt áfram þó hún kæmi upp, aftur og aftur, það sem var og hafði alltaf verið, var engin trygging um það sem yrði.

Nema Geir, núna er verið að sprengja upp bæi og borgi, drepa fólk, hrekja milljónir á flótta, og þá er þessi meinta þrasgirni orðin af einhverju öðru, það sem í besta falli má kalla meðvirkni.

En eiginlega Geir er það verra en það.

Svo ég vitni í Jody Foster í hinir Ákærðu, hverjir voru verri??, þeir sem hópnauðguðu, eða þeir sem horfðu í hina áttina??

Hintið er að nauðgunin hefði aldrei orðið að hópnauðgun ef hinir síðasttöldu hefðu gripið inní.

Það er ekkert ærlegt við svona færslu Geir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2023 kl. 15:35

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Finnst þér í alvöru að Vesturlönd séu að bregðast rétt við í Úkraínu síðan 2014 og fór á annað stig í fyrra? 

Geir Ágústsson, 24.2.2023 kl. 15:55

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Þessi athugasemd þín er eiginlega taka 2 á meintri meðvirkni, já mér fannst það ekki koma málinu við að persóna Jody væru góðglöð og jafnframt kynæsandi í hegðun og klæðnaði.

Það má færa gild rök fyrir að Versalasamningurinn hafi skapað jarðveg fyrir seinna stríðið, burt séð frá kikkhausnum Hitler.  Rökin voru þau að sigrað stórveldi myndi alltaf leitast við að ná fyrri stöðu, það er lógíkin að baki þessum orðum mínum, "þar sem stórveldi hvort sem þau eru hnignandi eða stækkandi, hafi hætt við frekar útþenslu eftir að sú fyrta tókst", nema fyrsta er með e-ssi.

En það afsakaði ekki það sem seinna gerðist Geir,við þurfum að fatta muninn á milli þess þar sem aulaháttur magnar aðdraganda, og þess að telja einhvern réttlætingarfót fyrir árásarstríði gagnvart nágrannaríkjum.  Því ef við gerum það ekki Geir, þá í fyrsta lagi bregðumst við ekki við atburðarrás sem á aðeins eftir að stigmagnast ef árásarríkið heldur að það komist upp með kúgun sína og yfirgang, og það sem er miklu verra og snýr að okkur sem manneskjum, við réttlætum dráp á saklausu fólki, fórnarlamba stríðins, og þau fórnalömb er beggja megin víglínunnar.

Ef þú trúir mér ekki, spurðu þá ófrísku konuna sem var negld uppá kirkjuhurð í þorpi í það sem þá var Austur Prússland, dó ekki vegna þeirra sára, ekki vegna síendurtekinna nauðgana, heldur vegna þess að fóstrið var skorið úr kvið hennar.

Það veit enginn hvernig eitthvað endar, en það vita allir hvernig eitthvað byrjaði.

Og við sem eigum líf sem við sórum að vernda, eigum að skilja það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2023 kl. 16:37

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Þeir sem sköpuðu vandræðin eru ekki þeir sem leysa þau. Og lof mér nú að koma með mjög hóflegar tillögur:

Donbass-héröðin hafa síðan 2014 barist við stjórnina í Kíev. Þau vilja greinilega ekki vera undir stjórn Kíev. Í tvígang var reynt að semja um nokkurs konar sjálfsstjórn þeirra en þeir samningar ítrekaið brotnir, af Kíev. Við erum að tala um sprengjuregn á óbreytta borgara í Donbass, vel á minnst, en kannski ásættanlegt og afskrifað sem einhvern innanríkisátök. 

Kannski mætti reyna í þriðja skipti að leyfa þessu svæði að njóta einhvers konar sjálfsstjórnar, og þá í fjarveru stórskotaliðs. Ég held að Rússar myndu alveg sætta sig við það gegn einhverjum ábyrgðum.

Svona telja menn sig hafa leyst vandræði Kosovo - kljúfa það frá Serbíu og setja friðargæslulið á svæðið.

Þegar hjónabandið er orðið ofbeldisfullt er besta lausnin oftast skilnaður. 

Þetta segjum við um Tíbet.

Þetta segjum við um Taiwan.

Við óskum þess að Hong Kong haldi sem lengst í sjálfræði sitt frá Peking.

Íslendingar losnuðu frá Dönum og mygluðu mjöli þeirra.

En allt í einu finnast einhver landamæri sem eiga að vera svo heilög að ritstjóri Morgunblaðsins ætlar að hafa úkraínska fánann sem prófilmynd á Facebook-síðu sinni þar til Kíev fær öll þau svæði sem það þráir.

Þetta er úr öllu samhengi við allt sem er sagt um allar aðrar deilur minnihlutahópa, ofsóttra, þjóðarbrota og trúarsamfélaga sem fá illa meðferð frá stjórnvöldum sínum.

Þessi einu landamæri Úkraínu, seinast uppfærð um miðjan 6. áratug 20. aldar. Heilögustu landamæri í heimi.

Geir Ágústsson, 24.2.2023 kl. 18:40

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Geir, þetta er ekki málið í dag, það sem þú ert að tala um er liðið, og því lauk með árás Rússa á Úkraínu.

Ríki deila, landamæri ríkja eru oftast mannannaverk, afleiðing af einhverri styrkleika könnun sem við köllum stríð.

Pólland í dag er ekki sama og Pólland 1918, hvað þá Pólland 1850 þar sem landið var ekki til, eða Pólland í bandalagi við Litháen á 16. öld, þá eitt viðfemasta ríki Evrópu, ef ekki það víðfemasta.

Landamæri Þýskalands og Frakklands hafa færst fram og til baka síðustu 350 árin eða svo, England og Frakkland slógust svo lengi um landsvæði þar sem í dag er Frakkland.  Mörg héruð Frakklands voru sjálfstæð langt fram á Nýöld, í raun var það aðeins hervald sem skýrir samband Parísar við Bretagne skagann og þú myndir móðga Gasgóna í dag með því að kenna þá við Parísarvaldið, og Búrgundar eru ekki frakkar frekar en ég eða þú.

Á Ítalíu eru talaðar tugir eða ekki hundruð mállýskur, aðeins rómantík 19. aldar, ásamt þörfinni á að verjast í einu stórríki gegn yfirgangi annarra stærri ríkja skýrir Ítalíu í dag, Ítalir eru ekki ein þjóð frekar en stór Skandinavía.

Og Spánn er miðstýrt ríki marga ólíkra konungsdæma, það eru ekki bara Katalónar sem vilja út frá hinni miðstýrðu Kastilíu, það sama gildir um Baska sem eiga rætur í hinu sjálfstæða konungsríki Navarra, og keltarnir í norðvestri eru ekki heldur Spánverja frekar en ég eða þú, eða Baskarnir í norðaustri.

Landamæri Afríku eru öll tilbúin, nema kannski hjá Lesohto og Swasilandi sem eru landlukt í Suður Afríku.  Kjarnaríki Kína nær varla yfir 50% af heildarflatarmáli kínverska stórríkisins, og svo framvegis og svo framvegis.

Það er hægt að skrifa milljón svona færslur um tillögur að lausn deilumála ríkja, eins og þú gerðir hér að ofan, kjarni þeirra allra er að sitt sýnist hverjum, og enginn er sammála nema þá um sína eigin tillögu.

Þess vegna voru menn alltaf að stríða í gamla daga, en svona í ljósi gereyðingarvopna er ekki gáfulegt að vera hallur undir þá lausn á deilumálum ríkja í dag.  Sérstaklega fyrir þá sem eiga líf sem þeir sóru að vernda, og ég veit Geir að þú hefur svarið slíkan eið.

Ef við leyfum eitt stríð Geir, þá leyfum við þau öll.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2023 kl. 22:11

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sá að þeir voru að mótmæla fyrir framan vitlaust sendiráð í dag.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2023 kl. 22:54

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekkert minnst á það í fréttum hér að Norðmenn sprengdu upp Nordstream fyrir og í samvinnu við Ameríkana, sem er eiginlega bein árás á Þýskaland. Daginn eftir opnuðu Norðmenn á gasútflutning til Þýskalands og græða nú sem aldrei fyrr.

Hvar eru "Ísland úr NATO" kommarnir núna? Er það hlutverk NATO að gera hryðjuverkaárásir á bandalagsþjóðir? Snýst þetta allt um að ræna orkuviðskiptum af Rússum?

NATO missti tlgang sinn þegar gamla sovíét féll. Síðan hafa þeir stundað útþenslustefnu og ögrun sem árásarbandalag. Hvernig væri að loka þessari sjoppu núna?

Bandaríkjamenn eiga þetta stríð alveg skuldlaust. Þeir eru hryðjuverkamennirnir hér. Það væri nær að utanríkisráðherra kallaði heim sendiherra frá noregi og sliti stjórnmálasamskiptum við þá nýbökuðu hryðjuverkaþjóð.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2023 kl. 00:29

16 identicon

Hér skrifast á greindir menn sem allir kunna að rökstyðja sínar skoðanir vel. En það er sammerkt öllum, að þeir geta samt ekki tekið neinum rökum frá þeim aðilum sem eru á öndverðu meiði.

Hvernig skyldi á þessu standa?

Ég held að ástæðan fyrir því sé andleg. Menn þjóna undir mismunandi anda og andinn sem stjórnar hverjum og einum leyfir honum ekki að hlusti á rök annars anda.

Jesús Kristur segir í Mattheusarguðspjalli 6. kafla 24. versi: Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og Mammon.

Arnar Þór Jónsson bendir á fráhvarf Vesturlanda frá gyðingkristnum gildum sem mótað hafi siðferði og löggjöf hins vestræna heims.

En nú síðustu tvö árin hafi Vesturlönd horfið frá hinum Biblíulegu gildum, sem eru í Anda Guðs og flutt sig yfir á anda Djöfulsins, eða Mammons. Ráðamenn Vesturlanda segja: Stríð er friður, svart er hvítt, lygi er sannleikur.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2023 kl. 20:37

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Takk fyrir innlitið.

Kannski eru menn ekki beint að tala í kross heldur eru ósammála um markmið. Okkur verkfræðingum er tamt að skrifa "design basis" áður en vinna hefst að leysa verkefnið. Hvað er markmiðið? 

Í þessu samhengi kannski hægt að spyrja sig: Er markmiðið að verja landamæri? Stuðla að friði? Stöðva átök? Halda aftur af Rússum eða mjólka þá til dauða? Lokka Rússa í stærri átök? Verja hagsmuni valdamikilla aðila í Úkraínu? Sýna fordæmi? 

Menn geta svo rökstutt eins vel og menn vilja en ná aldrei saman, því menn eru að svara ólíkum spurningum.

Geir Ágústsson, 25.2.2023 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband