Plaströrin og platrörin

Í dag birtist grein eftir mig á Krossgotur.is sem fjallar svolítið um samhengi og notar sem dæmi plaströrin og umfjöllun um bann á þeim. Eða réttara sagt: Skort á umfjöllun. Plaströrin voru þannig séð tekin af okkur með valdboði, án umræðu. Til að bæta gráu ofan á svart hættu margir að bjóða upp á plaströr og í staðinn bjóða upp á rör úr pappír til að þykjast vera umhverfisvæn. 

Þetta er óþolandi þróun, rekin áfram af valdboði og studd með heilaþvotti, því plaströrin hafa marga og stóra kosti en fáa og litla ókosti, eins og ég rek í grein minni. Pappírsrörin eru léleg og duga illa til verksins, gefið að þau séu ekki hreinlega ónýt eftir misheppnaðar tilraunir til að troða þeim í gegnum plastfilmu á fernu. Tilraunir til að drekka mjólkurhristing í gegnum pappírsrör eru líka dæmdar til að mistakast. Eftir nokkra sopa er rörið orðið blautt í gegn og endarnir að falla saman.

Hvernig tókst að selja okkur þessa þvælu? Er ein ástæðan mögulega sú að blaðamenn hafi einfaldlega matreitt yfirlýsingar yfirvalda fyrir okkur í stað þess að spyrja spurninga? Að gagnrýni hafi fengið lítið pláss? Að við séum auðtrúa og aldrei ánægðari en þegar við skerðum lífsgæði okkar í nafni umhverfisverndar? Jafnvel þótt umhverfið sé ekki að þjást vegna notkunar á plaströrum. Á engan hátt.

Eða mögulega blöndu af öllu þessu? Ætli það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þetta byrjaði með bílbeltunum að það er einhver hópur manna sem er að passa upp á að við séum örugg í hættulegu umhverfi. Þetta var námskeið í hlýðni. Núna erum við orðin svo hlýðinn að við erum hætt að kvarta yfir því að okkur sé boðið upp á allskonar dellu.

Eru virkilega einhverjir sem sjá fyrir sér hættulausan heim? Það er alltaf verið að troða okkur í minni og minni kassa. Má ég frekar lifa við hættulegt frelsi en öruggu fangelsi.

Kristinn Bjarnason, 26.1.2023 kl. 09:58

2 identicon

Var ekki verið að tala um að takmarka pappanotkun fyrir nokkrum árum til að vernda blessuð tréin í heiminum, núna er allt í einu í lagi að strauja þau niður!!

P.s ekkert er verra en bölvaðar tréskeiðarnar í ís, ég er eiginlega alfarið hættur að kaupa mér ís úr ísbúðum.

Halldór (IP-tala skráð) 26.1.2023 kl. 11:13

3 identicon

Pappírsrörin eru ekki í plasti, heldur sellófani. Það fer í almennt sorp.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 26.1.2023 kl. 11:14

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Plasteyjan í Kyrrahafinu maður, plasteyjan sko! Mæling og sönnun óþörf.

Guðjón E. Hreinberg, 26.1.2023 kl. 13:38

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Það er ekki spurning um að plastmengun í sjó er alvarlegt vandamál, en því sjaldan haldið til haga að hún er að megninu til að koma úr 10 stórfljótum í Asíu og Afríku. Plaströr sem endar í vestrænni ruslatunnu er ekkert á leið til sjávar. 

Geir Ágústsson, 26.1.2023 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband