Brotkast

Þá hafa þeir sem hafa orðið fyrir brottkasti loksins fundið sér samastað: Brotkast. Þetta er ný íslensk hlaðvarpsveita sem ég hlakka mjög til að prófa. Byrjunin lofar góðu sem sést á því að ákveðnir einstaklingar eru strax orðnir brjálaðir út í eitthvað sem var sagt. Kynningartextinn á heimasíðunni er athyglisverður:

Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.

Ekki treyst á fyrirtæki sem þora ekki að ná til allra neytenda. Engir opinberir styrkir. Bara ég og þú, venjulegt fólk, sem kaupir eða segir upp áskrift algjörlega eftir okkar hentisemi, smekk og áhuga.

Ég óska aðstandendum og þáttagerðarmönnum Brotkasts mikillar velgengni og vona að málfrelsið hafi þarna fundið sér öruggt skjól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Eina skjól málfrelsis, er í brjóstum siðblindra borgara, ekki sannleiksboðenda stýrðrar andstöðu.

Guðjón E. Hreinberg, 25.1.2023 kl. 14:21

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Er að sjá þetta hugtak "stýrð andstaða" víða en veit ekki hvað það þýðir.

Geir Ágústsson, 25.1.2023 kl. 15:10

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Stýrð andstaða, eða "controlled opposition" er þegar einhver, segjum bara þú, býr til andstæðing, sem andstæðingar þínir geta fylgt sér bakvið.

Þessi gervi andstæðingur segir svo allskyns hluti, en gerir ekkert á móti þér.

Á meðan allir óvinir þínir fylkja sér með þeim gaur eru þeir ekki að vinna gegn þér.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.1.2023 kl. 17:55

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Stýrð andstaða, þýðir; geldingar sannleikans.

Guðjón E. Hreinberg, 25.1.2023 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband