Majónes-neytendur hólpnir!

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem áður hét Gunnars majónes. Að mati eftirlitsins hefði samruninn haft alvarlegar afleiðingar fyrir samkeppni, viðskiptavinum og neytendum til tjóns. Markaðsráðandi staða hefði orðið til á nán­ar til­greind­um mörkuðum fyr­ir hreint maj­ónes og aðrar til­bún­ar kald­ar sós­ur sem skil­greind­ir eru nán­ar í ákvörðun­inni.

Mikilli ógæfu afstýrt og majónes-neytendur og neytendur annarra kaldra sósa eru hólpnir. Áfram munu litlir framleiðendur keppa á markaði fámennis og dreifðrar byggðar, en auðvitað í blússandi samkeppni. Það er ekki eins og verðlag óhagkvæmasta framleiðandans leiði verðþróunina eða neitt slíkt. Halda þarf uppi mannauðsdeildum, innkaupadeildum, lager, dreifikerfi og framleiðslulínum til að tryggja Íslendingum majónes.

Framsæknir frumkvöðlar með frumlegar uppskriftir að majónesi (eitthvað krydd eða bragðefni fyrir utan eggin og olíuna) fá svigrúm til að spreyta sig, ólíkt því sem annars hefði verið.

En sú vitleysa.

Eru skattgreiðendur virkilega að borga fólki í þægilegri innivinnu há laun til að standa í aðskilnaði sósuframleiðenda á örsmáum markaði sem að auki er opinn fyrir innflutningi frá erlendum sósuframleiðendum?

Já.

Hvaða fleiri botnlausu hítir geymir hið opinbera fyrir skattgreiðendur?

Margar.

Ætlar einhver að mótmæla vitleysunni?

Nei.


mbl.is Ógilda kaupin á Gunnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Líklega hafa fæstir hjá Samkeppniseftirlitinu heyrt minnst á, hvað það smakkkað, majó frá Hellmann´s, Heinz, eða Kraft.

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2023 kl. 01:01

2 identicon

Hamborgari, franskar og kók? Nei, hamborgari, franskar og pepsi ef pepsi á kjötvinnslurnar. Já, og í Danmörk hefði allt verið betra ef Carlsberg hefði keypt Faxe, Tuborg og aðra til að leggja niður. Og þú hefðir nú val um eina tegund af Carlsberg eða innfluttan bjór.

En einhverjum hefur ekki hugnast að missa sitt uppáhalds kex oní skúffu hjá fjársterkum samkeppnisaðila. Eða verðhækkanir á ostum og jógúrt þegar búið var að kaupa samkeppnina og leggja niður. Í samkeppni á auðvitað bara sá sem getur keypt þann besta af markaði að lifa.

En allir vita að fjársterkir aðilar eru gæðablóð og bjóða betri vöru og lækka verð þegar þeir hafa rutt samkeppninni úr vegi, er það ekki? Og þó þeir eigi fjölmiðla, dreifingarfyrirtækin, verslanir og byrgja þá geta nýir sem vilja keppa náttúrulega keypt hráefni, auglýsingar, flutning og fá góð hillupláss í verslunum.

Það er ekki eins og þeir séu á móti samkeppni og fórni milljónatugum og hundruðum til að knésetja samkeppnina. Góðmennska og neitendaást big business, eins og góðmennska og neitendaást big pharma, á sér engin takmörk. Allir vita það.

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2023 kl. 01:21

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Carlsberg keypti reyndar Tuborg fyrir 15-20 árum síðan, og er langstærsti i innflytjandi bjórs í Danmörku, svo hræðilega drungalega sviðsmynd þín er fyrir löngu orðin orðin raunveruleg. En viti menn, það kunna fleiri að brugga.

Geir Ágústsson, 27.1.2023 kl. 05:20

4 identicon

Keypt af sama eigenda en hefur ekki stjórn yfir. Carlsberg getur ekki lagt Tuborg niður og ræður engu um reksturinn. Samkeppniseftirlitið Danska passar að neitendur séu ekki sviptir vali og alvöru samkeppni. Það Íslenska mætti standa sig betur.

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2023 kl. 06:42

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Af hverju ætti fyrirtæki að leggja niður vinsæl vörumerki með hillupláss og fasta kaupendur? Sástu í innanhússkjölum KS að það stæði til að leggja niður vörumerki "Gunnars majónes", unnendum þeirrar sósu til mikilla ónota?

Þú ert að búa til einhverjar sviðsmyndir í hausnum á þér. En hafðu ekki áhyggjur: Samkeppniseftirlitið er búið að bjarga majónesinu frá Gunnars frá nýrri kennitölu!

Geir Ágústsson, 27.1.2023 kl. 07:35

6 identicon

Reynslan. Hér hafa nokkrar vinsælar vörur lítilla framleiðenda horfið úr hillum eftir "sameiningar".

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2023 kl. 10:25

7 identicon

Hudðu Ģeir ert búinn að henda mér út? Hélt þú eins og ég, nenntir ekki og teldir sægir engan  tilgang að ræða við þá sem eru sammmála þér. Til hvers að hlaða í einræ0u þegar svaðið #smmála3

Bjarni (IP-tala skráð) 27.1.2023 kl. 21:20

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Hvað ertu að tala um?

Vagn,

Hvaða ómissandi vörumerki hafa horfið? Þú segir sérstaklega "lítilla framleiðenda" sem þýðir væntanlega "varningur sem fáir keyptu". Eigendur þeirra hafa væntanlega fengið eitthvað í vasann og snúið sér að einhverju verðmætaskapandi, öðru en að framleiða sósur fyrir 100 manns.

Geir Ágústsson, 27.1.2023 kl. 21:38

9 identicon

Skiptir ekki máli hvað margir keyptu varninginn, valið var tekið af öllum.

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2023 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband