Er brennuvargurinn líka besti slökkviliðsmaðurinn?

Hatursumræða hefur verið mikið til umfjöllunar og hafa yfirvöld meðal annars gefið út að opinberir starfsmenn þurfi að sitja námskeið í slíkri umræðu.

Já, hver er betri en brennuvargurinn til að kenna okkur um brunavarnir? Hann ætti að vita hvar er auðveldast að kveikja í og þar með hvernig er best að verjast íkveikju!

Því höfum eitt á hreinu: Yfirvöld hafa beint og óbeint staðið að hatursumræðu undanfarin misseri. 

Þessu er held ég hvergi betur lýst en í grein á Krossgötum, Orðin sem geyma hatrið. Tilvitnun:

Ég, fullorðin kona og tveggja barna móðir, háskólagengin og lífsreynd, með blaðamannataugina tifandi í mér öllum stundum. Ég var uppnefnd „álhattur“ og „flatearther“ án þess að hafa hugmynd um hvað fólk var að meina með því. Uppnefnd „trumpisti“ og „pútínisti“ þegar ég kom með aðra sýn á meginstraums-narratífið, án þess að ég hafi nokkurn tíma lýst neinum stuðningi við þessa menn.

Af hverju helltist yfir mig hatur fyrir tveimur árum?

Allt í einu var ákveðin lyfjagjöf orðin ástæða til að fordæma fólk, lýsa yfir dauða þess eða einangrun frá samfélagi manna. Trúartáknin nýju - grímurnar, sprittbrúsarnir og fjarlægðamælingar - fengu slíkan dýrðarljóma að allir sem báru þau ekki rétt voru úthrópaðir og kallaðir nöfnum. Venjulegt fólk dansaði í takt við fiðlu yfirvalda og þeir sem dönsuðu ekki í takt flokkaðir í hóp óvina samfélagsins.

Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvernig fólk á fyrri tímum fylltist af heilagri reiði og studdi við myrkar áætlanir yfirvalda. Einræðisherrar hafa lengi kunnað þennan leik og stjórnvöld í lýðræðisríkjum eru að læra hann hratt.

Munurinn er samt sá að það hefur ekki tekist að þagga niður í mótmælaröddum. Almenningur hefur aðgang að upplýstri umræðu ef hann lítur aðeins lengra en til fréttatíma sjónvarpsstöðvanna. Það er aldrei of seint að snúast hugur og skera sig úr snöru áróðurs, mannhaturs og fordæminga. Sé hægri höndin nú þegar á lofti, bein og vísar í átt að foringjanum er hægt að setja hana niður og labba út úr samkomunni. 

Stjórnvöld geta ekki kennt okkur að forðast hatursumræðu. Þau eru fremst meðal jafningja í að boða hana. Þau eru brennuvargurinn og kunna ekki brunavarnir. En það kunnum við, ef við hugsum aðeins út fyrir rammann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Í alvöru, stendur til að láta opinbera starfsmenn  sitja námskeið um hatursorðræðu??

Ég hélt að þessi arfur Ráðstjórnarinnar væri aðeins við lýði í Norður Kóreu, Kínverjar stunda þetta að vísu í meintum endurhæfingarbúðum sínum, en annars nenna þeir ekki þessum innrætingarnámskeiðum um rétta hugsun og trú.

En Ísland á 21. öldinni, ég bara trúi þessu ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2023 kl. 14:42

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Skyldunámskeið, hvorki meira né minna.

Geir Ágústsson, 22.1.2023 kl. 15:09

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér þætti reyndar fróðlegt að sitja slíkt námskeið, þó væri ekki nema til að komast að því hvernig ríkið hyggst skilgreina hatursorðræðu.

Sem dæmi væri þarft að fá úr því skorið hvort það sé hatursorðræða að hvetja til útskúfunar og jafnvel fangelsunar fólks sem ekki vildi taka þátt í sprautuherferðinni sem yfirvöld sögðu þó valfrjálsa, líkt og ýmsir áberandi aðilar í samfélaginu hafa gerst sekir um.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2023 kl. 16:15

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Hatursorðræða" er bara bakdyr að ritskoðun.
Þeir eru bara að heilaþvo ríkisstarfsmenn fyrst.  Allir aðrir fylgja... ja, eða þessu 80% sem geta ekki hugsa sjálfstætt. 

Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2023 kl. 16:45

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Hljómar eins og þú sért að bjóða þig fram í ósköpin og ég styð það heilshugar.

Geir Ágústsson, 22.1.2023 kl. 17:13

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo sem ekkert að sækjast eftir því, en ef ég þarf að sitja námskeiðið má búast við að ég rétti upp hönd til að spyrja ýmissa spurninga. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2023 kl. 18:39

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Já segðu, og segið þið.

Það er ekki öll vitleysan eins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2023 kl. 08:03

8 Smámynd: Birgir Loftsson

Katrín gat ekk sjálf greint hvort að Sigmundur Davíð hafi orðið fyrir hatursorðræðu í glæru málinu. Ef engin yfirgripsmikil skilgreining er til á hatursorðræðu, þá verður þetta alltaf túlkun stjórnvalda hverju sinni og Guð hjálpi málfrelsinu þá! Ritskoðun er miskunarlaust beitt á okkur hverjum degi, ef ekki á samfélagsmiðlum, þá á fréttatímum ljósvakamiðla Íslands sem handvelja fréttir fyrir okkur og túlka!

Birgir Loftsson, 23.1.2023 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband