Skriðdrekar í vöruhúsum

Úkraína á í vök að verjast gegn rússneskum hersveitum og málaliðum og ekki skrýtið að þeir leiti nú logandi ljósi að styrkingu á her sínum. Eðlilega leita þeir á náðir Þjóðverja sem hafa verið duglegir að dæla vopnum til átaka í Miðausturlöndum með tilheyrandi kostnaði í mannslífum. Svo af hverju ekki Úkraínu?

Ég meina, allir þessir fínu skriðdrekar standa jú bara í vöruhúsum!

Nei, hættu nú alveg.

Ríki eiga ekki herafla sem stendur og rykfellur í vöruhúsum. Þau kaupa vopn dýrum dómum til að þjóna hlutverki. Þetta eru varnir ríkja sem eru keyptar eftir að hafa skoðað kosti og galla þess að eyða fé í vopn frekar en lyf og lækna. Mörg þúsund skriðdrekar í vöruhúsum eru eins og mörg þúsund tonn af korni í vöruhúsum, eða mörg þúsund kíló af lyfjum. Birgðir vissulega, en einnig undirbúningur fyrir óvissa framtíð.

Danski varnarmálaráðherrann sagði nú bara hreint út - sem á líka við um önnur ríki - að skriðdrekar þeirra hefðu hlutverk í hernum og gætu ekki bara si svona yfirgefið það hlutverk og farið að þjóna einhverju öðru hlutverki. Auðvitað ekki!

Úkraína er búin að fá svimandi fjölda milljarða gefins til að mæta áskorunum sínum. Geta þeir ekki bara keypt sína eigin skriðdreka í stað þess að laumast í vöruhús annarra ríkja? Til dæmis bandaríska skriðdreka? Af hverju þessi ásókn í vopnabúr Vestur-Evrópu? Liggur eitthvað að baki? Maður spyr sig, enda ekkert samhengi í þessum endalausu fréttum um annars vegar hvað gengur vel hjá úkraínska hernum (fjöldi Rússa fallinn, hver sigurinn á fætur öðrum) og hins vegar fréttum um hvað gengur illa hjá úkraínska hernum (innviðirnir farnir, Rússar með miklu betri vopn).

Best væri nú samt að setja allt kapp á að koma Rússum og Úkraínumönnum að samningaborðinu þótt fyrri samningar ríkjanna í málefnum Austur-Úkraínu hafi allir runnið út í sandinn, á kostnað fólksins á svæðinu. Þú slekkur ekki eld með olíu.


mbl.is Banvæn ákvarðanafælni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ein ástæða þess að menn eru að senda skriðdreka til úkraínu er einfaldlega til að losa um pláss fyrir nýrri græjur.

Bradley APC eru til dæmis þannig.  Gömul tæki sem menn vilja endurnýja.  Gott að senda til úkraínu í stað þess aðp baksa við að endurvinna þá.  Það er bara vesen.

Veit ekki hvort fyrir lyggur alltaf að gera nýja í staðinn.

Peningarnir sem verið er að dæla í Úkraínu fara ekkert í neinn hernað, nema að mjög litlu leiti.

Þetta er peningaþvottavél.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.1.2023 kl. 15:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrimur,

Svo virðist vera:

https://nyheder.tv2.dk/udland/2023-01-23-to-nye-sager-om-korruption-ukraine-slaas-med-fortidens-daarlige-vaner

Kannski betra að senda þeim mat og græjur. Peningurinn er á leið til Bahamaeyja.

Geir Ágústsson, 23.1.2023 kl. 17:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vopnaframleiðendur þurfa að selja fleiri ný vopn.

Þess vegna þarf að eyða þeim eldri birgðum sem fyrir eru.

Einföld leið til þess er að senda gömlu vopnin í stríð.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2023 kl. 12:50

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þá er það stóra spurningin, er hægt að semja við vesturlönd? kannski ef þeir sjá fram á að verða flengdir.

Kristinn Bjarnason, 24.1.2023 kl. 13:33

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Megnið af Nató vopnum síðan 2001 er bilanagjarnt rusl og nær ónothæft í hernaði, auk þess sem Evrópa og Ameríka hafa ekki lengur neinn þungaiðnað til að framleiða nýtt. Þá eru flestir hermenn í ADE þjáningum eftir nasistasprauturnar.

Nató er í dag spilaborg úr glitpappír.

Guðjón E. Hreinberg, 24.1.2023 kl. 14:30

6 identicon

Þeir eru ótrúlegir þessir jólasveinar sem safnast að þér Geir.  Kemur svosem ekki á óvart þar sem þú ert óttalegur Leppalúði.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.1.2023 kl. 16:49

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Takk. Eins og jólasveinarnir þá höldum við okkur til fjalla á meðan fólkið á láglendinu sprautar sig til dauða eða vinnur hörðum höndum að því að koma á heimstyrjöld og komum stöku sinnum til byggða til að njóta lífsins. 

Geir Ágústsson, 24.1.2023 kl. 20:25

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir, þetta eru góðar og gildar vangaveltur. Ég hef lýst því yfir að meðan Rússar rústa nágrannalandi, er varla hægt fyrir Vesturlönd að sitja með hendur í skauti og veifa laufblöðum í von um frið.

Hinsvegar má deila um hve langt á að ganga. Ef Vesturlönd og Þýskaland, með sína viðkvæmu fortíð, eru farin að þjálfa her Úkraínu (því þeir kunna ekki að nota vestræn hátæknivopn) er kannski kominn tími til að viðurkenna að við erum aðili að deilunni?

Ég ætla ekki að fullyrða að svo sé, það eru margir kostir í stöðunni og allir eru þeir slæmir. Bara misslæmir.

Fyrir þá sem fullyrða að Rússland eigi nóg af vopnum og hermönnum, hvers vegna eru þeir að læðast til Norður-Kóreu til að kaupa vopn þar? Hvers vegna eru þeir að tæma fangelsin af raðmorðingjum, nauðgurum og öðrum glæpalýð, til að senda út á vígvöllinn sem fallbyssufóður?

Theódór Norðkvist, 25.1.2023 kl. 11:09

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Auðvitað erum við aðilar að deilunni. Og við höfum áhrif á gang mála. Þegar brú fyrir óbreytta rússneska borgara var sprengd upp þá tóku Rússar út úkraínska innviði nánast eins og hendi væri veifað. Það var sennilega aldrei ætlunin - þá hefður þeir bara byrjað á því. En svona geta menn trappað upp átökin þar til ekki verður aftur snúið.

Úkraínumenn eru að réttlæta þörf sína á fullkomnustu skriðdrekum heims til að mæta mjög fullkomnum rússneskum skriðdrekum. Annaðhvort eru Úkraínumenn að ljúgja eða Rússar eiga ennþá eitthvað af dóti til að beita. Það er með þetta eins og aðrar fréttir úr Úkraínu: Fréttir af vopnaskorti Rússa birtast okkur samhliða fréttum um hvað Rússar eru svo vel vopnaðir að Úkraínumenn þurfi fleiri vopn. Hvort er það? En skiptir þannig séð engu máli. Bara dæmi um ósamræmið.

Geir Ágústsson, 25.1.2023 kl. 11:23

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Held að það sé ekki hægt að fullyrða að Rússar hafi tekið niður innviði Úkraínu eftir sprengjuna á brúnni, sem vel að merkja var byggð í leyfisleysi af Rússum á úkraínsku landi og er þar með þýfi. Þeir voru byrjaðir á því strax í byrjun stríðs, ekki man ég betur samkvæmt fréttum.

Það er ekki mín túlkun á fréttaflutning meginstraumsfjölmiðla, að Rússar séu að verða eða eru búnir með öll vopn. Þvert á móti les ég það reglulega á SVT að þeir gætu átt helling eftir. Þar er oft vitnað í lautinanta eða fyrrverandi lautinanta í sænska hernum, sem ég hef tilhneigingu til að trúa, frekar en ákveðnum jaðarmiðlum. cool

Theódór Norðkvist, 25.1.2023 kl. 13:06

11 identicon

Það er reyndar staðreynd að Krìmskagi tilheyrði Ukraínu ekki Rússlandi, getur séð það á gömlum kortum.  Russland er ekki gamalt land, Stofnað um 1800 og hefur síðn þanist út á kostnað nágrannaríkja, ofbeldisþjóð sem nærist á ofbeldi

Bjarni (IP-tala skráð) 25.1.2023 kl. 13:47

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Krímskaginn hefur svo sem skipt um eigendur margoft, Ottómanveldið réði yfir honum í einhverjar aldir, síðan innlimaði Rússneska keisaraveldið hann eftir stríð við Tyrki á 18. öld. Eitt er ljóst og það er að skaginn var úkraínskt land árið 2014 og hernám Rússa á Krímskaga er kolólöglegt að mati flestra ríkja heimsins.

Theódór Norðkvist, 25.1.2023 kl. 14:01

13 identicon

Hvað á að fara langt aftur í tíman? Gullna hirðin réði þessu svæði þegar rússland var bara borgríki og það er ekki svo langt síðan.  Er þá Krím mongólskt?

Kjaftaskar verða að þekkja söguna áður en þeir byrja að rífa kjaft.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.1.2023 kl. 20:46

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bjarni, það er óþarfi að tala svona. Við erum sennilega að mestu leyti sammála í þessu máli, en það hjálpar ekki til að neita að skoða söguna. Ég er alls ekki að segja að ég hafi öll svörin, en er að lesa mig til. Þú veist að ég hef mótmælt harðlega mörgu af því sem Geir hefur skrifað, en ég virði það við hann að hann er málefnalegur, leyfir athugasemdir frá öllum (að því ég best veit) og svarar þeim líka.

Theódór Norðkvist, 25.1.2023 kl. 23:16

15 identicon

Þessu með kjaftaskana var ekki beint að þér Thodór eða Geir heldur þeim sem halda því fram að Krím sé einhver sögulegur hluti Rússlanrs.

Sammála þér með það að Geir er einn af vikunnalegri bloggurunum.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.1.2023 kl. 14:55

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta með Krímskagann:

Eru ekki flestir íbúar hans rússneskumælandi? Og tilheyrði hann ekki Rússlandi þar til sovéskur aðalritari á 6. áratug 20. aldar ákvað að breyta til, mögulega til að hagræða aðeins í stjórnsýslunni? 

Var ekki kosið þar um hver ætti að vera harðstjórinn? Kannski þarf að endurtaka þá kosningu undir ströngu alþjóðlegu eftirliti - gott og vel. En á Krímskaga hafa ekki starfað andspyrnuhreyfingar. Ef bara 5 manna hópur væri í slíkri starfsemi þá væri það forsíðufrétt á hverjum degi í vestrænum fjölmiðlum.

Deilan er sennilega bara alls ekki um Krímskaga. Yfirvöld í Úkraínu eru einfaldlega að spenna bogann í botn og heimta að stærsta mögulega Úkraína njóti sem mests stuðnings umheimsins. 

Deilan er um örlög fólks í Austur-Úkraínu, sem hefur staðið í ströngu síðan 2014, og vestræn ríki hafa reynt síðan þá að koma á farsælli lausn, en mistekist. Reyndu a.m.k., þar til í febrúar 2022.

Ég er ekki að styðja innrás Rússa inn í Austur-Úkraínu og sprengjuárásir rússneska hersins á aðra hluta Úkraínu. 

En bendi á að með yfirráðum yfir Austur-Úkraínu bætist svo gott sem ekkert við fólksfjölda Rússalands, auðlindir og viðskiptaleiðir.

Og óska þess um leið að menn hefðu gefið diplómatískum aðferðum fleiri tækifæri.

Geir Ágústsson, 26.1.2023 kl. 20:44

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Theodór,

Takk fyrir vinsamleg orð. Ég leyfi athugasemdir frá öllum nema einhverjum sem kallar sig Þorsteinn Briem (notendanafn steinibriem), svo því sé haldið til haga. 

Geir Ágústsson, 26.1.2023 kl. 20:49

18 Smámynd: Geir Ágústsson

Varðandi sögulega þróun svæða sem kallast rússnesk, úkraínsk og hvaðeina þá hugleiddi ég þetta aðeins á sínum tíma:

https://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/2282785/

Mér finnst ekkert augljósara að Krím-skagi sé úkraínskur frekar en rússneskur, og eigi jafnvel að vera sjálfstæður (en Sovétmenn gerðu mögulega út af við alla sjálfstæða menningu Krímfólks).

Geir Ágústsson, 26.1.2023 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband