Miðvikudagur, 7. desember 2022
Íblöndun á lífolíum í íslenskt eldsneyti þar með sjálfhætt, eða hvað?
Evrópusambandið hefur náð samkomulagi um bann við innflutningi á vörum, þar á meðal kaffi, kakó og sojabaunum, í tilfellum þar sem framleiðslan er talin stuðla að skógareyðingu.
Það er ekkert annað! Hérna er tvímælalaust um róttækan viðsnúning að ræða því í mörg ár hefur Evrópusambandið hvatt sérstaklega til framleiðslu á varningi sem stuðlar að skógareyðingu.
Augljóstasta slíka dæmið er krafan um að þynna út eldsneyti eins og bensín með lífolíum svokölluðum, þ.e. olíum unnum úr plöntum.
Ekki er nóg með að slík íblöndun rýri orkuþéttleika eldsneytisins og leiði til þeim mun fleiri ferða á bensínstöðina og kosti samfélagið töluvert í erlendum gjaldeyri til að bæta upp fyrir orkutapið heldur sendir hin mikla eftirspurn eftir lífolíum þau skilaboð til bænda að betra sé pálmatré en regnskógur eins og myndin hér að neðan sýnir.
Ekki er öll vitleysan eins nema að því leyti að vera vitleysa. Mörg önnur vitleysa gengur yfir okkur og við erum bókstaflega að fylla brandarbækur framtíðarinnar af efni. Nútímalegar útgáfur af nornabrennum, trúarlegum réttarhöldum, heilaþvotti, vistarbandi, þrælahaldi, hjátrú og hindurvitnum fylla alla fréttatíma og fólk hoppar um borð og lætur sigla sér til andskotans.
En ef Evrópusambandið snýr við stefnu sinni um að fórna regnskógum í bílvélar þá er kannski einhver von.
![]() |
Innflutningur sem stuðlar að skógareyðingu bannaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Facebook
Athugasemdir
Ekki halda eitt augnablik að neitt af því sem ríkið geri muni meika sens í framtíð frekar en fortíð.
Þessir gaurar myndu brenna alla skóga jarðar ef þeir gætu sannfært eitthvað fólk um að það hindraði skógareyðingu.
Ef þeir fórna ekki skógunum fyrir mótora hér, þá fórna þeir þeim fyrir mótora annarsstaðar.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.12.2022 kl. 21:26
Það á að knésetja efnahag fátækra ríkja í Suður Ameríku. Nú skal svelta þau til hlýðni. Þau hafa, í seinni tíð, greitt atkvæði gegn yfirgangi vesturveldanna hjá SÞ. Og sýnt áhuga á þátttöku í BRICS+. Þetta eru dauðasyndir sem ekki fyrirgefst.
Aukaverkanir verða svo skortur á og meðfylgjandi hækkanir á þessum drykkjum. Morgunkaffið verður ekki það sama með Export.
Ragnhildur Kolka, 8.12.2022 kl. 09:13
Hvað gerum við þá, næstum allar plastvörur sem búið er að banna hér hafa verið skipt út fyrir vörur úr trjám..
Halldór (IP-tala skráð) 8.12.2022 kl. 09:35
Ásgrímur,
Á sama tíma og ESB er að vakna upp við vondan draum og draga sig út úr skógareyðandi pálmaolíunotkun eru Kínverjar og aðrir einfaldlega að stíga inn í staðinn. Vitleysan ferðast um heiminn, eins og veira.
Ragnhildur,
Evrópa fer nú að skipta minna og minna máli fyrir mörg hagkerfi, þar á meðal BRICS+ og Suður-Ameríku. Það tekur tíma en hneigðin er svo sannarlega til staðar.
Halldór,
Þú getur alltaf yfirboðið í maísinn í Suður-Ameríku. Ræktun hans er ekki á kostnað skóga, held ég. Það yrði eitthvað minna fyrir Suður-Ameríkubúa að borða, en hverjum er ekki sama?
Geir Ágústsson, 8.12.2022 kl. 11:28
Blessaður Geir.
Án þess að ég vilji vera leiðinlegur (sem ég er mjög oft), þá skaltu mjög endurskoða andsvar þitt til Halldórs,lífeldsneyti fávitanna hjá regluverki EU er gíganísk skýring skógareyðingar bæði i Amazon sem og í mun meira mæli, eðli málsins vegna aðgengi og svo framvegis, í regnskógum IndóKína.
Gagnvart mannkyninu er leitun að öðrum eins glæpum og má beint rekja til þessa magnaða ógæfufólks sem við köllum dagsdaglega "Góða fólkið".
Um margt erum við ósammála Geir, en endrum og eins hef ég kíkt við og (ekki bara rifist) og haft orð á þar sem mér finnst þú eigir allt hrós skilið fyrir að "keep going on".
Og haltu áfram Geir, það má alveg rífast um hlutverk þitt, en ég rífst ekki um það.
Sem og ég trúi að einn daginn sjáir þú þau ógnaröfl sem útskýra alseinustu málsgrein þína.
Aðferðafræðin að baki hennar, eins gaman er að lesa hana, er aðeins humbúng eitt.
Ekki að ástæðulausu sem "fattið" var kallað í Den, "The enlightened", en þá var ekkert Net, og fáar bækur.
Þú ert samt að nálgast "þetta" Geir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.12.2022 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.