Bregðast kínversk krosstré eins og önnur?

Takmarkanir í nafni sóttvarna voru ekki byggðar á neinum sérstökum vísindum, svo því sé haldið til haga. Þau voru ígildi manns sem labbar inn í dimmt herbergi og þreifar sig áfram í sífellu og veit ekkert hvað mætir honum. Í stað þess bara að kveikja á peru til að sjá betur.

Kínverjarnir kenndu okkur að loka fólk inni og það tók 2 ár að rifja upp fyrri viðbrögð og leiðbeiningar við veirusýkingu. Núna skella veirurnar á okkur eins og flóðbylgja og heilbrigðiskerfið auðvitað undir álagi en að hluta til er það álag meira en ella vegna fyrri sóttvarnaraðgerða og veiklaðra ónæmiskerfa. 

En aftur að Kínverjunum. Þeir eru loksins byrjaðir að mótmæla og hvað gerist þá? Jú, takmörkunum er að hluta aflétt! Það eru nú öll vísindin: Að traðka á fólki þar til það kvartar svo kröftuglega að það er ekki þorandi að traðka meira á því. 

Á Íslandi þurfti að kjósa til Alþingis og skipta um heilbrigðisráðherra til að losna við takmarkanir. Ekki vísindi. Ekki ný þekking. Nei, nýr stjórnmálamaður í brúnni. 

Íslenskur almenningur framlengdi takmarkanir á sjálfum sér með því að mótmæla ekki. Ekki í verki, ekki í ræðu, ekki í riti, ekki á þingi. Þetta má kalla næsta bæ við að hreinlega biðja um að láta lemja sig og fleygja atvinnulausum út á götu en bent á að það megi sækja um bætur fyrir ónæðið. 

Kínversk krosstré bregðast eins og önnur þótt þau séu sterk. Yfirvöld í Kína hafa gott kverkatak á þegnum sínum. En þessi vestrænu entust líka miklu lengur en maður hefði búist við í samfélagi málfrelsis og lýðræðis, kannski af því við hættum að verja málfrelsið og lýðræðið.


mbl.is Slakað á takmörkunum vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það var bara ekkert hægt að traðka meira á Kínvejum.  Næsta skref hefði verið að myrða þá.  Og það verður líklega gert.  Eins mikið og hægt er án þess að eyðileggja efnahaginn.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.11.2022 kl. 18:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Mögulega alveg rétt. Þeir drepa alveg þá sem eru ekki á færibandinu í iðnaðarborgunum en leggja varla í starfsmenn Apple og Nike. 

Það kostaði kannski ekki mannslíf að svipta ungmenni framhaldsskólaárum sínum en þeim mun meiri ástæða til að framfylgja slíku ástandi af hörku. 

Geir Ágústsson, 28.11.2022 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband