Er streymisveita að reynast nothæf?

Við lifum á tímum þar sem svokallað línulegt sjónvarp er að fuðra upp og í staðinn að koma frumskógur af streymisveitum. Meira að segja beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum eru orðnar aðgengilegri í gegnum streymisveitur og má þar sem dæmi nefna NFL RedZone, sem er alveg einstök leið til að fylgjast með því sem þarf að fylgjast með í íþrótt. 

En eru þessar streymisveitur ekki bara hagkvæm leið til að losa sig við alltof mikinn frítíma? Komast yfir þynnku? Fyrir suma að koma börnum í skjá eða forðast hinn harða raunveruleika sjónvarpsfréttanna og hinna hlutlausu blaðamanna þar?

Á tímabili hélt ég það, en Netflix er að koma mér á óvart.

Netflix er svolítið sérstakt tilvik í heimi streymisveita. Þeir eru stærstir og frægastir. Þeir voru að vaxa umfram væntingar svo misserum skipti, en þetta hefur breyst núna vegna aukinnar samkeppni og hækkandi verðlags á framleiðslu. 

Hvað gerði Netflix þá? Jú, gaf út að umdeilt efni - efni sem félli ekki að ströngustu trúarstöfum hins pólitíska rétttrúnaðar - fengi nú meira svigrúm til að komast að. Starfsmenn Netflix sem væru ósáttir við það gætu hætt

Og svei mér þá ef streymisveitan hefur ekki staðið við það.

Hún hefur legið undir þungri gagnrýni fyrir að veita aðgang að uppistandi David Chapelle, sem er einn frægasti uppistandari heims, þótt að hann sé óhræddur við að ögra prestum hins pólitíska rétttrúnaðar (eða kannski vegna þess). 

Ég er að horfa á heimildamyndaþætti núna sem heita Ancient Apocalypse, og þar er heldur betur spyrnt fótum við viðteknum skoðunum sagn- og fornleifafræðinga, en á fræðandi hátt og jafnvel sannfærandi. Þar segir þáttagerðarmaður til dæmis, í umræðu um hvað mætti mögulega kallast fyrsta siðmenning mannkynsins:

But that view of history now cries out to be rewritten.

Í sagnfræði er svona viðhorf stundum kallað revisionism, a.m.k. í ákveðnu samhengi, eða bara endurskoðun sögunnar sem er auðvitað nokkuð sem sífellt fer fram eftir því sem menn hugsa málin upp á nýtt eða rekast á ný gögn eða setja eldri gögn saman á annan hátt. Það eru bara veiru- og loftslagsspekingar sem tilkynna að vísindagrein sé hreinlega búin að komast að sannleikanum og lokuð fyrir öðrum túlkunum.

Ancient Apocalypse er kannski ekki að fjalla um heitustu málin eða þau umdeildustu þótt margir fái þar vænar sneiðar. En þetta er ekki efni sem hefði ratað í línulega dagskrá og mögulega hefði Netflix fyrir tveimur eða þremur árum ekki séð ástæðu til að bjóða upp á það. Kannski það sé aðeins að losna um undirstöður fílabeinsturnsins, þar sem sjálfkrýndir talsmenn hinna einu sönnu vísinda og fyrirmæla hafa hingað til geta hreiðrað vel um sig og uppskorið vel fyrir.

Kannski lifum við á tímum í kjölfar veirutíma þegar tilraunir til að móta skoðanir okkar í eitt form gengu of langt og að niðurstaðan sé sú að hugmyndaflóran springi út á ný, eins og fjölbreytt blómabeð í einsleitum grenitrjáaskógi.

Sjáum hvað setur. En Netflix er að koma mér á óvart. Það verð ég að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Góður pistill, Geir. Ákveðnar týpur, manngerðir sækja í hefðbundna miðla eins og sjónvarp, dagblöð, útvarp, og það eru oft þessar týpur sem ekki vilja rugga bátum kyrrstöðunnar. Í lélegu Silfri fyrir viku var því haldið fram að allt væru falsfréttir sem kæmi ekki frá elítunni, eða það var látið að því liggja.

Klofningurinn sem varð þegar Trump var ekki endurkjörinn endurómaði um alla jörðina, enda á hann fylgismenn útum allt. Mörgum var misboðið og ég hef haldið því fram að við þurfum nýtt Hollywood, laust undan höturum Weinsteins. 

Það gleymist wokurum að mikill kraftur og framkvæmdagleði fylgdi Weinstein.

Endurræsing eða endurreisn getur einnig falizt í að fara til baka til daga þegar fólk horfði á sjónvarp og það var vandað, ekki ein skoðun, heldur hlutleysi.

Nútíminn er deigla. Ástæðan fyrir því að línuleg dagskrá er að deyja og einnig kvikmyndir er að það er búið að sigta út allt spennandi þarna, banna það og eyðileggja. Allt er orðið fyrirsjáanlegt í bíómyndum, boðskapurinn einn, rétttrúnaðurinn algjör. Þá sækir fólk annað.

Ingólfur Sigurðsson, 20.11.2022 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband