Yndislegu umhverfisvænu rafmagnsbílarnir

Við sjáum og lesum það úti um allt: Rafmagnsbílar eru umhverfisvænir og nauðsynlegt að auka útbreiðslu þeirra með öllum tiltækum ráðum. Jafnvel þótt það þýði að færa skattbyrðina frá efnuðu fólki til venjulegs launafólks.

En hvað sjáum við ekki úti um allt? Jú, svolítinn mótbyr við slíkum fullyrðingum.

Ég held að það geri því ekkert til að auðvelda aðeins aðgengi að slíkum mótbyr og menn geta svo verið sammála eða ósammála. 

Tvö myndbönd, samtals tæpar 12 mínútur (sem má taka af áhorfi á sjónvarpsfréttatíma dagsins, þar sem þú lærir ekkert):

Verði ykkur að góðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Alltaf skulu kæfðar fréttir af tugum og hundruðum kemískra raf-elda útum öll vestræn kommúnistaríki Davos útópíunnar.

Guðjón E. Hreinberg, 17.11.2022 kl. 22:16

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Geir fyrir þessar upplýsingar. Vona að sem flestir sjái þetta.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.11.2022 kl. 14:03

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Væri raunar gott að fá aðgang að gögnum um það sem stöku fréttir um sjálfkviknandi bíla vekja grunsemdir um. Viðbúnaður norskra slökkviliðsmanna er til að mynda ævintýralegur. 

Tómas,

Verði þér að góðu. En það breytir engu hvað margir sjá það. Allir sem ég hef talað við sem eiga rafmagns- eða tvinnbíla segja að ástæðan sé hagstæð skattlagning. Menn eru hreinlega að nota skattkerfið til að þvinga fé frá alþjóðegri olíuvinnslu í kínverska námustarfsemi. 

Geir Ágústsson, 18.11.2022 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband