Auðmannadekur

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur lagt fram frum­varp um breyt­ingu á ýms­um lög­um um skatta og gjöld, þar á meðal skattaí­viln­an­ir á raf­magns- og vetn­is­bif­reiðar. Er lagt til, til að tryggja auk­inn fyr­ir­sjá­an­leika, að fjölda­tak­mörk­in verði felld niður þannig að virðis­auka­skatt­sí­viln­un sam­kvæmt ákvæðinu gildi út árið 2023 óháð fjölda bif­reiða sem henn­ar njóta.

Frábært! 

Frábært fyrir fólk sem á mikinn pening.

Ég er ekki á móti skattalækkunum auðvitað. Þær mættu gjarnan vera fleiri og stærri. Til dæmis mætti lækka skatta á matvæli og föt, laun og vinnu. Það kæmi vinnandi fólki mjög vel. 

En slíkar skattalækkanir finnast ekki. Þær finnast þess í stað á leikföngum ríka fólksins. 

Ekki minnkar slit á vegum við að bílar fari úr bensíni og yfir á rafmagn, en ríka fólkið þarf ekki að spá í því.

Ekki minnkar umferðarþunginn við að skipta bensínbílum út fyrir rafmagnsbíla.

Ríkissjóður er alltaf tómur og ekkert svigrúm til neins nema þegar kemur að hugðarefnum þeirra rétttrúuðu:

  • Veiruvarnir
  • Rafmagnsbílar
  • Baráttan gegn karlmennsku
  • Kjaftafög á háskólastigi
  • Loftslagsráðstefnur einkaþotuliðsins
  • Landamæraátök 
  • Ólöglegir innflytjendur

Hvað nú ef - og hérna leyfi ég mér að fara langt út fyrir mörk hinna viðteknu skoðana - en hvað nú ef skattar væru hóflegir á venjulegt vinnandi fólk og takmarkað skattfé í auknum mæli nýtt til að styðja við fólk í raunverulegum vandræðum?

Nei, ég segi svona! 


mbl.is Fella niður fjöldamörk rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldarlega sagt og satt..cool

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.11.2022 kl. 12:43

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Allt umfram tíund (á viðskipti) er rán.

Guðjón E. Hreinberg, 16.11.2022 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband