Báknið blæs út eins og óstöðvandi blaðra

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um mikla fjölgun opinberra starfsmanna undanfarin ár ogopinberir sérstaklega undanfarin tvö ár (sveitarfélögin að vísu ekki tekin fyrir). Skattgreiðendur hljóta að finna til í veskinu þegar þeir sjá þessa fjölgun á línuriti.

Á þessu eru auðvitað ýmsar skýringar. Heilbrigðiskerfið þarf að stækka með fjölgun landsmanna og ferðamanna. Sífellt fleiri sérþörfum þarf að sinna, svo sem í skólum og víðar. Heimurinn er að verða svo flókinn að núna þarf þrjá lögfræðinga þar sem einn dugði áður. Og svo framvegis og framvegis.

Það er því ánægjulegt að sjá að hjá skrifstofu Alþingis sé nú verið að leita að sérfræðingi í alþjóðadeild þingsins (sem er deild sem ég vissi ekki að væri til og er ósýnileg á skipuriti skrifstofu Alþingis).

Viðbúið er að margir sæki um enda í boði að ferðast mikið ókeypis.

Sérfræðingar deildarinnar veita utanríkismálanefnd og alþjóðanefndum faglega aðstoð og ráðgjöf, m.a. á sviði alþjóðamála, við undirbúning fyrir þátttöku í alþjóðlegum fundum, gagna- og upplýsingaöflun og undirbúning fyrir alþjóðlega þingmannafundi sem haldnir eru á Íslandi. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í lifandi starfsumhverfi og því fylgja umtalsverð ferðalög. 

Þetta er vissulega ritarastarf en krefst meistaragráðu og því örugglega vel borgað og væntanlega verður ekkert mál að finna réttu manneskjuna enda sérstaklega tekið fram að starfið henti „öllum kynjum“ og þarf því engum að finnast viðkomandi vera skilinn útundan.

Opinberir starfsmenn sem kjósa flokka sem vilja stækka báknið: +1
Fjöldi á atvinnumarkaði sem greiðir skatta til að halda úti hinu opinbera: -1

Allt eins og það á að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Á sama tíma vantar fólk í alvöru vinnu.

Það er enginn munur á ríkinu og krabbameini.  Bara stækkar og stækkar og þvælist meira fyrir...

Ásgrímur Hartmannsson, 18.9.2022 kl. 02:18

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Já, og það sem verra er: Eftir því sem krabbameinið tekur yfir stærri hluta líkamans, því erfiðara verður fyrir hinn hlutann að berjast gegn því. Opinberir starfsmenn kjósa ólíklega flokka sem boða aðhald og niðurskurð, aukið einkaframtak og lægri skatta. Fyrir opinberan starfsmann munar miklu að halda starfi sínu á meðan honum munar ekkert um örlitla skattalækkun. Í Danmörku eru flestir kjósendur ýmist opinberir starfsmenn eða mjög háðir einhvers konar bótum og greiðslu (lífeyri, námsstyrkir, húsaleigubætur osfrv.). Báknið er orðið ósigrandi.

Geir Ágústsson, 18.9.2022 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband