Fimmtudagur, 24. febrúar 2022
Ófréttnæma ofbeldisbylgjan
Ég rakst á þetta í svolitlu grúski (feitletrun mín):
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að hegningarlagabrot meðal unglinga á höfuðborgarsvæðinu jókst um 11% milli áranna 2019 til 2020. Í ofbeldisbrotaflokkunum (rán, hótun, líkamsárás, meiriháttar- og stórfelld líkamsárás) var samtals aukning um 19% á milli áranna 2019-2020. Þessar niðurstöður styðja við tilgátur okkar að afbrotum, og þá sérstaklega ofbeldisbeldisbrotum, hefði fjölgað í COVID-19 faraldrinum.
https://skemman.is/handle/1946/39168
Látum okkur sjá: Ofbeldisglæpum ungmenna á skólaaldri fjölgar um fimmtung á milli ára. Þetta finnst engum vera fréttnæmt. Auðvitað ætlast ég ekki til að blaðamenn liggi yfir efni á Skemmunni en einhver hlýtur að hafa bent einhverjum á eitthvað. Og uppskorið þögn.
Var kannski mikilvægara að halda öllum hræddum, skólum lokuðum og krökkum læstum inni hjá sér en benda á alvarlegar óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða?
Nema auðvitað að ég hafi misst af miklu fjölmiðlafári í tengslum við stóraukinn fjölda ofbeldisglæpa meðal framhaldsskólakrakka sem hefðu venjulega verið í námi, að sækja skólaböll og stelast í sleik á göngum skólans en voru þess í stað að laumast út á kvöldin og fá útrás fyrir eirðarleysið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blessaður Geir.
Það eru margar þumalputtareglur sem vitiborið fólk þarf að virða, per se þá gleymdir þú orsakasamhengi milli þess sem þú kaust að pistla um, og þess sem ekki er til staðar.
Ekki illa meint Geir, þú átt alla æru skilið að halda haus í pistlum þínum sem sækja næringu í vitleysingahjörðina.
Ekki að þu vitnir í þá yfirskilvitlegu heimsku, heldur að þú hefur aldrei yfirgefið vitsmuni og þekkingu þess sem kennt er við hinn vitiborna mann.
Svo var þeirri vitneskju stolið.
Keep on running Geir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2022 kl. 17:45
Það vantar svo mikið af upplýsingum að það mætti eins segja að fækkun ferðamanna, strangari reglur um veip eða aukinn kaupmáttur sé orsökin.
Var fjölgun á ungmennum eða bara fjölgun á afbrotum? Voru afbrotaunglingarnir eldri og afkastameiri eða/og fjölgaði í hópnum? Fækkaði afbrotaunglingum e.t.v.? Var fjölgun afbrota hlutfallslega meiri en fjölgun ungmenna í þessum aldurshóp?
Hvenær voru afbrotin framin? Hvernig var skráningu háttað? Voru afbrotin öll skráð á sama ári og þau voru framin? Eru þetta grunuð afbrot eða sönnuð? Voru einhverjar breytingar á starfsháttum lögreglu á þessu tímabili? Gáfu minni afskipti af ferðamönnum og rólegra skemmtanalíf lögreglu tíma til að skoða afbrot sem annasamari ár hefðu ekki fengið afreiðslu?
Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif COVID-19 faraldursins á afbrot ungmenna. Það verður ekki gert með því að gefa sér það fyrirfram að allar breytingar á afbrotum ungmenna séu vegna COVID-19 faraldursins. Markmiðið var að skoða áhrif COVID-19 faraldursins á afbrot en í besta falli virðist bara vera um einhverja breytingu sem ekki er leitast við að finna út hvernig til er komin. Sú er hættan þegar rannsakendur stytta sér leið því þeir telja sig vita niðurstöðuna og orsökina áður en lagt er í vinnuna.
Þetta lokaverkefni þessara nema virðist, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar, ætla að skila þeim falleinkunn.
Vagn (IP-tala skráð) 24.2.2022 kl. 18:56
Ég þakka athugasemdirnar. Nú er verkefnið læst til 10. maí svo hér verður engum athugasemdum svarað en á ég að koma þeim áleiðis á leiðbeinandann sem svaf mögulega af sér útdráttinn áður en hann rataði á skemmuna?
Guðmundur Ævar Oddsson
Eða eru hér mannvitsbrekkur að gefa sér að akademískt lokaverkefn sé alveg ómögulegt?
Annars spyr maðurinn sem ráðist er á tvisvar hvort árásarmaðurinn hafi verið sá sami í bæði skiptin eða sitthvor einstaklingurinn. Hann telur bara tvær árásir, og það er slæmt.
Geir Ágústsson, 24.2.2022 kl. 19:39
https://www.visir.is/g/20181390990d
Vagn (IP-tala skráð) 24.2.2022 kl. 20:08
Vagn,
Takk fyrir að benda á þetta. Fréttin er síðan 2018 og fjallar um ritgerð frá sama skóla svo ég geri ráð fyrir að leiðbeinendur þar á bæ hafi verið aukalega mikið á tánum fyrir röngum gögnum síðan þá, sem eykur traust mitt á ritgerðina um ofbeldið. En sjáum hvað setur þann 10. maí þegar ritgerðin opnast.
Geir Ágústsson, 24.2.2022 kl. 20:33
Þetta eru athygliverðar niðurstöður. Enn athygliverðara er kannski hvernig sumir einstaklingar festast í afneitun eins og sjá má á tveimur athugasemdum hér. Það er mikilvægt rannsóknarefni fyrir sálfræðinga hvaða sálrænu vandamál valda því. Ég sé meira að segja að annar þeirra (sá heimskari) gengur svo langt að gefa ritgerði sem hann hefur ekki lesið falleinkunn á grundvelli örstutts útdráttar.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.2.2022 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.