Norræna og austurríska sporið

Kannski má þessar vikurnar greina klofning á þeirri vegferð sem mismunandi ríki eru að fara í skugga veiru. Á einu sporinu eru ríki eins og Austurríki og Þýskaland sem vilja skylda fólk í lyfjagjöf og mismuna þeim sem neita slíkri lyfjagjöf. Köllum það austurríska sporið. Á hinu sporinu eru ríki eins og England og Danmörk sem ætla að nýta sér hið væga afbrigði og létta á takmörkunum og vonast til að gott hjarðónæmi myndist í samfélaginu án þess að heilbrigðiskerfið fari á hliðina. Köllum það norræna sporið. 

Á Íslandi eru uppi sterkar raddir sem krefjast þess að Ísland fylgi austurríska sporinu. Forsvarsmenn hinna ýmsu samtaka eins og Samtaka ferðaþjónustunnar og Félags atvinnurekenda kalla á eftir ýmsum vottorðum og flokkunum á fólki eftir lyfjagjöf. Engu að síður virðast flestir vera búnir að átta sig á því að lyfin sem fólk dælir í sig virka ekki á nýjasta afbrigðið og að nýjasta afbrigðið er um það bil allsráðandi. 

Ég vona að Ísland víki sem fyrst af austurríska sporinu og komi sér á hið norræna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó að nýjasta afbrigðið sé um það bil allsráðandi þá er Delta ekkert farið. Hér er Delta svipað og það var síðari hluta síðasta árs, Omikron er bara viðbót. Hversu algengt Delta er í hinum ýmsu löndum getur verið mismunandi. Eins er hæfni heilbrigðiskerfisins til að takast á við faraldurinn misjafn. Og til viðbótar kemur svo að þeir sem ákvarðanirnar taka eru pólitíkusar sem stjórnast gjarnan af ýmsu öðru en hag og heilsu almennings, svona svipað og þú.

Vagn (IP-tala skráð) 20.1.2022 kl. 09:59

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Vagn er eins og ríkisstjórnin, illa upplýst einhversstaðar út í móa.

Þessi tvenn samtök er bæði miklir ESB sinnar svo þetta kemur ekki á óvart þessi málflutningur. Held hann eigi samt fáa alvöru meðmælendur.

Rúnar Már Bragason, 20.1.2022 kl. 10:52

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Landspítalinn loksins að komast að því sama og mörg önnur ríki:

https://www.landspitali.is/um-landspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2022/01/18/Fra-farsottanefnd-um-stoduna-i-COVID-a-Landspitala-18.-januar-Nytt-spalikan/

Það tekur auðvitað tíma fyrir fámennt land að byggja upp nothæf gögn. Og ekki duga erlend gögn nema þegar þau mála svarta mynd.

Geir Ágústsson, 20.1.2022 kl. 10:54

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Spurning um að skella sér til Englands bráðum og anda að sér frjálsu grímulausu lofti á troðfullum fótboltaleikvangi sem þú komst á án þess að framvísa persónulegum upplýsingum um lyfjanotkun þína?

Geir Ágústsson, 20.1.2022 kl. 11:24

5 identicon

Hvað sem verður seinna þá eru Englendingar enn með reglur um skimun og upplýsingagjöf við komu. Og fyrir óbólusetta sóttkví. Og enn þarf að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um skimun til að öðlast grímuklæddur aðgang að atburðum. Þær reglur eru til 24. mars, en óskir Boris, sem gæti verið á útleið á næstu dögum, um afléttingu í næstu viku eru enn bara orðagjálfur.

Það er ljótt að vekja vonir hjá Rúnari, hann er einum of ginkeyptur fyrir algerri þvælu og rugli. Ég er nokkuð viss um að Rúnar og fylgdarmaður hans fyrir þroskahamlaða fái engar undanþágur frá reglunum.

Vagn (IP-tala skráð) 20.1.2022 kl. 12:31

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vagn er "blackpilled". 

Gísli Ingvarsson, 20.1.2022 kl. 12:56

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Í Bandaríkjunum gerðist það að eitt ríki, Flórída, hætti þessu óðagoti og upplifði enga katastrófu. Ríkisstjórinn mældist gríðarlega vinsæll. Aðrir ríkisstjórnar í hans flokki fylgdu eftir í kjölfarið. Ríkisstjórar hins flokkar mun meira hikandi.

Núna þarf Evrópa bara á sínu "Flórída" að halda (sem er ekki Svíþjóð). Kannski England, Spánn eða Danmörk. Þá fer að myndast almennilegur klofningur í Evrópu: Austurríska deildin og norræna deildin (sem þarf kannski að finna betra nafn á). Og þá er hægt að velja sér áfangastaði og ferðamenn streyma til opnu ríkjanna og hin skilin eftir í öskunni.

Skrapp til að mynda til Svíþjóðar um daginn og fannst það svo frelsandi að ég fór aftur nokkrum dögum seinna. Engar grímur, allt opið, enginn að biðja um heilsufarsupplýsingar áður en ég fæ matseðil.

Geir Ágústsson, 20.1.2022 kl. 13:46

8 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Vagn ég þekki þig ekki neitt og þar með þú ekki mig. Hvernig þér dettur í hug að kalla aðra þroskahamlaða án nokkurrar vitneskju um viðkomandi lýsir vel órökstuddum málflutningi þínum.

Ég og Geir njótum okkar á leikjum í Englandi meðan þú getur fylgt íslenskum sóttvarnarreglum út í ystu æsar. Svona enn til upplýsingar þá fylgdi fréttinni að Bretar ætla að afnema reglur á landamærum á næstu dögum.

Rúnar Már Bragason, 20.1.2022 kl. 13:53

9 identicon

Rúnar, ég þarf ekki að þola návist þína til að vita hvað þú ert. Þú ert duglegur að pósta "Hér er ég, veit ekki neitt og misskil allt"  3.1.2007 21:52  Fyrsta færslan; Blah blah blah!" https://hughrif.blog.is/blog/hughrif/?offset=553   Og ekkert gáfulegra komið frá þér síðan. 

Svona enn til upplýsingar lesblindum þá fylgdi ekki fréttinni að Bretar ætli að afnema reglur á landamærunum á næstu dögum.

Vagn (IP-tala skráð) 20.1.2022 kl. 14:24

10 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Greinilega hitt á einhverja viðkvæma taug hjá þér Vagn. Álit þitt á mér skiptir mig litlu máli en segir meira um þig hversu erfitt átt með að virða skoðanir annarra og leggst helst í að gera lítið úr fólki.

Það fer eftir hvar þú lest fréttirnar sem þú sérð þetta með landamærin. Kannski var ég ekki nógu nákvæmur fyrir þig en það verður gefið út á næstu dögum.

Rúnar Már Bragason, 20.1.2022 kl. 14:53

11 identicon

Rúnar, að fara með rangt mál, ljúga, er ekki skoðun. Og ef það að fara með ósannindi er að vera ekki nógu nákvæmur þá varst þú það vissulega. 

Svo verður gefið út á næstu dögum hvort, en ekki að, einhverjar breytingar verði á landamærunum, sama hvar fréttin er lesin.

Og ég biðst afsökunar á að hafa gert lítið úr þér, þú máttir ekki við því eins vel og þér sjálfum gengur í því.

Vagn (IP-tala skráð) 20.1.2022 kl. 15:26

12 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Vagn, þú ert nú duglegastur við það sjálfur að gera lítið úr sjálfum þér. Smá ónákvæmni drepur engann því fullyrðingar þínar standast ekki endilega skoðun, frekar en mínar.

Það má alveg deila haldi menn sig við efnið en láti manninn í friði. Því miður er þér það ekki tamt Vagn.

Rúnar Már Bragason, 20.1.2022 kl. 16:18

13 identicon

Rúnar, þín fyrsta setning, 6 póstum áður en ég yrti á þig og 5 póstum áður en þú ávarpaðir mig að fyrra bragði með lygum, var "Vagn er eins og ríkisstjórnin, illa upplýst einhversstaðar út í móa".  Hvað varst þú að segja um að láta manninn í friði og halda sig við efnið?

Vagn (IP-tala skráð) 20.1.2022 kl. 17:16

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Boris hefur gefið skýrt til kynna að nú eigi að treysta fólki meira. Það kemur vonandi fram á landamærunum líka. Nú er WHO að bætast í hóp opnunarsinna:

"Lift or ease international traffic bans as they do not provide added value and continue to contribute to the economic and social stress experienced by States Parties. The failure of travel restrictions introduced after the detection and reporting of Omicron variant to limit international spread of Omicron demonstrates the ineffectiveness of such measures over time."

https://www.who.int/news/item/19-01-2022-statement-on-the-tenth-meeting-of-the-international-health-regulations-(2005)-emergency-committee-regarding-the-coronavirus-disease-(covid-19)-pandemic

Geir Ágústsson, 20.1.2022 kl. 17:32

15 identicon

Lift or ease international.... demonstrates the ineffectiveness of such measures over time. Travel measures (e.g. masking, testing, isolation/quarantine, and vaccination) should be based on risk assessments and avoid placing the financial burden on international travellers in accordance with Article 40 of the IHR.  WHO advice for international traffic in relation to the SARS-CoV-2 Omicron variant.

Skemmtilegra að hafa alla málsgreinina úr þessum tillögum nefndarinnar.

Vagn (IP-tala skráð) 20.1.2022 kl. 17:53

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Takk fyrir að bæta við. Já, auðvitað þarf að eiga sér stað áhættumat. Það væri nýlunda á Íslandi.

Geir Ágústsson, 20.1.2022 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband