Blessólfur

Er Þórólfur á leiðinni út?

Hann missti einn stuðningsmann í vikunni. Að minnsta kosti.

Bless Þórólfur

Nýr heilbrigðisráðherra gerði það nánast að sínu fyrsta verkefni að leggja til að færa skipun sóttvarnalæknis beint undir sjálfan sig (hann er í dag skipaður af landlækni sem er skipaður af ráðherra). Kannski bilið á milli þess að vera kjörinn fulltrúi sem þarf að huga að samfélaginu í heild sinni (og svokallaðri lýðheilsu í þessu tilviki) og ókjörinn embættismaður (með mjög þröngt sjónsvið sem í dag er ein veira) minnki aðeins við það.

Ekki það að bein afskipti kjörinna þingmanna að tæknilegum úrlausnarefnum sé endilega besta fyrirkomulagið, en þegar kerfið býr til veiru sem fær að smita allt samfélagið með takmörkunum og gjaldþrotum er sennilega illskást að hafa kjörna fulltrúa nálægt sprautunni sem stöðvar hana, enda sæta slíkir fulltrúar a.m.k. einhvers aðhalds (þó ekki frá fjölmiðlum).

Sóttvarnalæknir verður sennilega byrjaður að pakka niður minnisblöðunum sínum fyrir vorið.

Vel á minnst: Ekkert 5-11 ára barn hefur lagst á spítala vegna COVID-19 á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Heilbrigðisráðherra er, skilst mér, hópdýr, sem tilheyrir flokknum.

Svo þetta snýst meira um hvað flokknum dettur í hug.  Ef þeir skynja strauma og stefnur, þá getur eitthvað gerst. 

Ásgrímur Hartmannsson, 21.12.2021 kl. 22:44

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Heilbrigðisráðherra hefur hvað eftir annað lýst andstöðu sinni við mismunun fólks eftir sprautuvilja. Formaður flokksins hans hefur hins vegar lýst sig fylgjandi slíku. Heilbrigðisráðherra er í það minnsta ekki meira hópdýr en svo að hann þorir að standa við eigin sannfæringu, vitandi að þar gæti hann vel verið í minnihluta.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.12.2021 kl. 23:00

3 identicon

Ráðherrar eru skipaðir og þurfa ekki að koma úr hópi kjörinna fulltrúa. Bein afskipti kjörinna fulltrúa breytist ekkert við þá breytingu sem ráðherrann leggur til.

Ráðherra setur reglugerðir og ræður hvort hann fer að tillögum annarra.

Mikil tilhneiging og ríkur vilji ráðherra til að velja í störf og embætti eftir stjórnmálaskoðunum eða frændsemi frekar en faglegri þekkingu er ekkert nýtt og hefur lengi verið barist gegn.

Vagn (IP-tala skráð) 22.12.2021 kl. 07:57

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Í hið minnsta var millilið kippt út: Landlækni. 

Nú er heilbrigðisráðherra að veita allskonar undanþágur. Gott mál. Það fjarar undan minnisblöðunum. 

Geir Ágústsson, 22.12.2021 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband