Kórónujól

KórónajólStórt tækifæri blasir nú við: Að almenningur fái tækifæri til að eiga góð og afslappandi kórónujól og byggja upp hjarðónæmi í samfélaginu í leiðinni. Fjölskyldur geta hist og smitað hverjar aðrar og allir fara svo heim í náttfötin og lesa góða bók í jólafríinu. Bara muna að eiga D-vítamín, sink og annað gott í lyfjaskúffunni. 

Ég á tvo vini sem sitja nú greindir og einkennalausir heima hjá sér og telja sig ekki komast lönd né strönd. Þeir ættu þess í stað að vera á ferð og flugi, borða á veitingastöðum og sækja tónleika. 

Hið nýja afbrigði er svo vægt að fjölmiðlar telja sig þurfa að útskýra að hin lífshættulega veira getur birst á sama hátt og svolítið kvef. Munurinn er bara sá að þeir sem fá kvef missa ekki borgaraleg réttindi sín og fá ekki sekt fyrir að kaupa í matinn. Að láta prófa sig og greinast svo óvænt með hina bráðdrepandi pest hefur lagalegar afleiðingar í för með sér. En þú finnur ekki endilega neinn mun.

Kannski ég ljúki af öllum jólaundirbúningi í dag og skelli mér svo í heimsókn til annars vinanna og gefi honum gott faðmlag. Þá fæ ég kannski kórónajól í skóinn. 


mbl.is Fjölmargir veitingastaðir óska eftir undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólk er of heilavegið.  Hef ég orðið var við.  Sársaukafullt vesen að tala við það.

Svo...

Hlustum bara á músík og slöppum af: https://www.bitchute.com/video/sqTd8LtViqI0/

Ásgrímur Hartmannsson, 22.12.2021 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband