Lengri dagar í styttri vinnuviku, eða?

Er hægt að stytta vinnuvikuna með því að lengja vinnudagana? Er hægt að fækka vinnustundum með því að lengja vaktirnar? 

Ég spyr svona kjánalega því ég hef ekki séð betur en að íslenskir hjúkrunarfræðingar hafi haft nóg að gera seinustu misseri og jafnvel ár og hafi varla undan. En svo les ég í svolítilli frétt (áhersla mín):

„Hjá okk­ur er mik­ill skort­ur á hjúkr­un­ar­fræðing­um. Hann hef­ur verið lengi og út­lit fyr­ir að svo verði áfram,“ seg­ir Sig­ríður Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar á Land­spít­al­an­um. Stytt­ing vinnu­vik­unn­ar hef­ur ekki dregið úr skort­in­um.

Hérna er eitthvað sem passar ekki nema ég afhjúpi hérna skilningsleysi mitt á mönnun og vaktaskipulagi hins íslenska heilbrigðiskerfis. 

Einhverjir spekingar ákveða að stytta vinnuviku hjúkrunarfræðinga í miðjum bullandi skorti á þeim og halda í þá styttingu í „miðjum heimsfaraldri“ eins og menn tala um okkar tíma.

Þetta skil ég sem svo að vinnustundum þeirra í venjulegri viku fækkar og fleiri einstaklinga þarf til að ná ákveðinni mönnun yfir vikuna. Er það rétt skilið?

Á sama tíma eru fáar starfsstéttir undir meira álagi. Er það þá innan vinnudagsins? Eða eru hjúkrunarfræðingar að vinna aukavaktir í gríð og erg? Væntanlega fylgir slíku álagsgreiðslur en vinnuvikan er varla styttri eða hvað? 

Hvað er þá framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum að tala um? Að það sé ekki til fé fyrir álagsgreiðslunum? Að hjúkrunarfræðingar séu í raun að njóta stuttrar vinnuviku með nægum tíma fyrir hvíld og afslöppun?

Kannski einhver lesandinn geti hjálpað mér.


mbl.is Vantar 200 til starfa á LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mantran um hagkvæmni styttingu vinnuvikunar var hummuð svo hátt að engar spuringar um óhagkvæmni komust að. Starfsfólk átti bara að skipuleggja sig betur og hætta að skreppa burt á vinnutíma. Tilraunverkefnin virkuð náttúrelga vel og allir starfsmenn ánægðir. 

Störf sem eru með skylduviðveru var bara ýtt undir teppið sem seinna tíma vandamál. Margar skrifstofur hafa bara stytt afgreiðslutímann til að geta mannað afgreiðsluna en það gengur ekki vel upp á sjúkrahúsum og leikskólum

Grímur Kjartansson, 10.11.2021 kl. 09:05

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Grímur þetta er miklu stærra vandamál en bara þessar stéttir. Sem dæmi þá eru sambýli fyrir fatlaða að sligast undan þessu, hentar illa iðnaðarmönnum og þeim sem vinna líkamlega erfiða vinnu. Flutningabílstjórar mega ekki keyra of lengi án pásu.

Þeir sem hafa fasta opnunartíma geta ekki stungið af kl. 16 einu sinni í viku eins og skrifstofufólk.

Afleiðingin er hærra vöruverð og verðbólga. Bjarnargreiði af bestu gerð!

Rúnar Már Bragason, 10.11.2021 kl. 10:23

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég veit af hverju smitum fjölgar svona hratt núna. Það er 2cm reglan í skimunarröðinni.

sjá mynd: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/11/10/178_smit_innanlands/

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2021 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband