Margar vínbúðir í stað einnar

Til skoðunar er hjá ÁTVR að loka vínbúðinni í Austurstræti. Fyrirtækið leitar nú að húsnæði fyrir vínbúð á sama svæði.

Af einskærri góðmennsku langar mig að hjálpa viðskiptavinum ÁTVR í þessu brýna máli og stinga upp á lausn: Að venjulegar verslanir geti boðið viðskiptavinum sínum upp á áfengi.

Það þýðir að vínbúðum í miðbænum geti fjölgað töluvert.

Ein í Bónus á Laugavegi.

Ein í Krónunni á Hallveigarstíg.

Nóg pláss í 10-11 á Austurstræti fyrir veglegt úrval.

Melabúðin gæti hýst nokkrar kippur.

Krambúðir í Mávahlíð og á Skólavörðustíg sömuleiðis, og auðvitað Samkaup í Stigahlíð. Framtíð hins opinbera

Engin þörf á stóru landflæmi fyrir bílastæði því áfengið er komið í göngufjarlægð rétt eins og maturinn og safinn. Sjálfbær hverfi og það allt. Allir á hjóli og hressir. Enginn troðningur í fáum verslunum á föstudagssíðdegi með tilheyrandi útbreiðslu á heimsfaraldri, enda vel vitað að ekki dugir að loka áfengisverslunum ef sóttvarnaraðgerðir eiga að geta aukið áfengisneyslu- og sýki.

Hvað varðar það markmið yfirvalda að stuðla að góðu úrvali á hagstæðu verði til að takmarka neyslu og stuðla að bættri lýðheilsu þá breytist ekkert. 

Einhverjir starfsmenn í jötu ÁTVR þurfa kannski að finna sér verðmætaskapandi vinnu. Nú eða ekki. Þeir geta bara sótt um eina af þessum bullstöðum hjá hinu opinbera (sjá mynd til innblásturs).

Er eftir einhverju að bíða?


mbl.is Vínbúðinni í Austurstræti lokað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er fín vínbúð að Eyjarslóð 9 á Grandanum. Dugar kannski bara til að þjóna hverfinu?

Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2021 kl. 12:59

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Segðu. Er hægt að panta með Wolt?

Geir Ágústsson, 27.10.2021 kl. 14:29

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fáránlegt að vín sé háð sérstöku söluleyfi, hvað þá að vera takmarkað við sérstakar verslanir. Enn fáránlegra að þurfi að ræða það. Nema mannkynið séu ennþá á apastigi.

Ah, nú man ég, það tókst að selja mannkyni bæði lygaraplágu og eiturefnahernað, á silfurfati.

Guðjón E. Hreinberg, 27.10.2021 kl. 14:49

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er Íslenska ríkið sem við tölumu um hér.  Það er fyrir aftan merina.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.10.2021 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband