Bless, jól

Veirusmitum fjölgar á Íslandi eins og á sama tíma í fyrra.

vedurgudinn

Blaðamaður segir sóttvarnalækni ómyrkan í máli, og það er rétt, eða svo vísað sé í nýja bloggsíðu sóttvarnalæknis á covid.is:

Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra.

Er hann að segja upp starfi sínu vegna vanhæfni eða skella skuldina á aðra? Erfitt að segja.

Á sama tíma:

spitalinn

Berum þetta saman við svolítið tímabil árið 2009:

Aldrei hafa fleiri legið inni á Landspítala af völdum svínaflensu en í gær. Þá höfðu átta nýir lagst inn en enginn verið útskrifaður. Samtals voru 43 inniliggjandi, þar af ellefu á gjörgæslu. Yngsti gjörgæslusjúklingurinn var tveggja ára en sá elsti rúmlega áttræður.

„Við þolum ástandið,“ segir Björn Zöega, forstjóri Landspítala, um stöðuna. Hann segir spítalann enn starfræktan á virkjunarstigi viðbragðsáætlunar en langur vegur sé frá að færa þurfi starfsemina upp á neyðarstig, sem er efsta stig áætlunarinnar.

Manni fallast svolítið hendur. Spítalinn var töluvert verr fjármagnaður árið 2009 en árið 2021. Og síðan er það þetta:

„Hvað varðar gjörgæsludeildirnar þá rétt sleppur þetta enn þá en við gætum þurft að stækka þær um helgina,“ segir Björn. „Staðan verður endurmetin næst á sunnudaginn.“

Bíddu nú við, er hægt að stækka gjörgæsluna yfir eina helgi? 

Kannski niðurstaðan sé sú að meðan fólk lætur hýða sig af Víði og láta Sótta vekja með sér ótta þá munu Íslendingar aldrei losna við veiruna. En um leið og það breytist þá er þetta búið.


mbl.is Þórólfur ómyrkur í máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon