Mánudagur, 25. október 2021
Leyfið börnunum að koma til mín... í sprautu!
Nú er aldeilis byrjað að undirbúa stórauknar sprautanir á yngri og yngri krökkum með fréttatilkynningum og satt að segja frekar furðulegum yfirlýsingum.
Ekkert smit hefur greinst hér á landi hjá bólusettum börnum á aldrinum 12 til 15 ára, en tæplega 64 prósent þeirra eru nú fullbólusett. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.
Þannig er unnt að halda því fram að bólusetningin hjá þessum aldurshópi, sem hófst í ágúst, veiti 100 prósent vörn. Þau börn sem hafa smitast af Covid-19 og veikst að undanförnu hafa öll verið óbólusett.
Bóluefnið frá Moderna við Covid-19 veirunni er öruggt og kallar fram öfluga mótefnasvörun hjá börnum á aldrinum sex til ellefu ára, að því er kemur fram í tilkynningu frá lyfjafyrirtækinu.
Ég ætla að vera óþarflega sanngjarn og trúa þessum tölum: Menn söfnuðu saman gögnum, litu á þau og komust að þessum niðurstöðum. Gögnin ljúga jú ekki, er það nokkuð?
En!
- Veiran er ekki hættuleg börnum. Eða til vara: Jafnhættuleg og flensan
- Eru rannsóknir lyfjafyrirtækjanna á eigin afurð ekki fyrir löngu afhjúpaðar sem ófullnægjandi? Þær ná til lítilla hópa til skamms tíma og uppfylla að engu leyti viðmið sóttvarnarlæknis (árið 2018) um það sem mætti kalla örugg bóluefni. Mörg ríki hafa hent mörgum af lyfjum þessara fyrirtækja í ruslið (eða í hendur einhvers sem vill taka við þaim) eftir að margir höfðu orðið fórnarlömb þeirra
- Ekki orð um alvarlegar aukaverkanir sem börn hafa orðið fyrir í þessum aldurshópum sem að sögn eru fullkomlega varin með sprautunum gegn veiru sem er þeim hvort eð er ekki hættuleg. Sprauturnar eru börnum jafnvel hættulegri en veiran (lækningin verri en sjúkdómurinn). Meira að segja hinir sprautuglöðu Ísraelsmenn fóru í smá sprautuhlé á 12-15 ára krökkum, og er þá mikið sagt!
- Sprauturnar virka eftir sem áður ekki til að stöðva veirusmit frá unglingum og því gagnslaust fyrir áhættuhópa sem vilja vera nálægt börnum að láta sprauta börnin (sem, til áherslu, eru ekki áhættuhópur vegna veiru, bara vegna sprautu)
- Íslensk stjórnvöld hafa hér komist að sömu niðurstöðu um virkni sprautuefnanna fyrir 12-15 ára krakka og sjálf lyfjafyrirtækin, sem hlýtur að vera alveg frábært, en því miður geta íslensk stjórnvöld ekki státað af hinu algjöra öryggi lyfjarannsóknanna, sem svo stolt komust að því að "there were no vaccine-related serious adverse events and few overall severe adverse events". Íslensk börn hafa ekki sloppið svo vel. Nema auðvitað að allir séu sammála um að ekkert neikvætt, og þá meina ég nákvæmlega ekkert neikvætt, sé "vaccine-related"
Annars er of snemmt að segja um virkni sprautu á krakka (fyrir utan þær alvarlegu aukaverkandi sem nú þegar hafa komið fram). Af vef RÚV, þar sem menn höfðu fallið fyrir fréttatilkynningu eins og flestir fjölmiðlar:
Eftir að fréttin var birt fékk fréttastofa ábendingu um eitt covid-smit hjá fullbólusettu barni í þessum mánuði.
Íslenskir foreldrar bretta nú upp á ermar barna sinna og eru tilbúnir að standa í röð og láta sprauta þau. Mikil er ábyrgð foreldra, þar á meðal heilsa barna þeirra. Á ekki að kenna þeim að reykja næst?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Geir,
Já, "...því miður geta íslensk stjórnvöld ekki státað af hinu algjöra öryggi lyfjarannsóknanna...", hvað þá þegar að bólusettir smita aðra bólusetta, og þar sem að ekki er til neitt sem heitir hjarðónæmi eftir allar þessar svokölluðu bólusetningar.

Sjá hérna mismuninn á þessum svokölluðu bólusetningum í Ísrael og hins vegar notkun Ivermectin á Indlandi. En við hér landi höfum svona léleg heilbrigðisyfirvöld er börðust svona líka fyrir því að taka Ivermectin af lyfjaskrá, til þess eins þá að koma inn þessum svokölluðu bólusetningum.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.10.2021 kl. 21:57