Allir grímulausir!

„Nei, ég meina það er al­veg sama hvert þú ferð það eru nán­ast all­ir grímu­laus­ir og þannig að fólk er eig­in­lega að hegða sér eins og það sé eng­inn vá,“ segir Már Kristjáns­son yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­al­ans.

Getur einhver vinsamlegast vísað mér á leiðbeiningar frá Má Kristjáns­yni yf­ir­lækn­i smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­al­ans gefnar út eða tjáðar í orði eða riti fyrir janúar 2020 þar sem hann segir að grímur séu mikilvægar til að sporna við smitsjúkdómum? Flensu, RS-veiru, hverju sem er. 

Nú eða álíka leiðbeiningar frá einhverjum öðrum. 

Hann var stóryrtur í viðtali í janúar 2020 um ástandið á spítala sínum (þá aðallega vegna flensu) en ekki orð um grímur og hvernig þær gætu bjargað málunum. Var kannski ekki byrjaður að lesa kínversk læknablöð á þeim tíma. 

Ég veit að margir Asíubúar hafa notað grímur lengi og hafa þekkst á flugvöllum í mörg ár fyrir grímunotkun sína en er það þá málið? Að vestrænir læknar hafi hreinlega sofið í tíma? Að þessar grímur sporni við smitum eða því að smita aðra?

Eða er Már Kristjáns­son yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­al­ans kannski bara að berja í trommur óttans, því annars er hætt við því að vanbúinn vinnustaður hans svíki enn og aftur hlutverk sitt sem spítali allra landsmanna?

Kæru blaðamenn, vinsamlegast hættið nú að taka þátt í þessum hræðsluáróðri! Selur óttinn? Kannski, en ef allir eru að selja það sama þá er kannski betri sala í að prófa eitthvað annað. Til dæmis góðar fréttir.


mbl.is Erfitt að standa gegn afléttingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir, 
Ég fann hérna eitthvað frá honum Má Kristjánssyni
, eða þetta hérna á mbl.is:

"Síðan eru fleiri þætt­ir, eins og und­an­farn­ar vik­ur hef­ur verið auk­in notk­un gríma, bæði hef­ur verið grímu­skylda á spít­al­an­um og síðan hef­ur notk­un í sam­fé­lag­inu auk­ist. Svo hafa öldrun­ar­stofn­an­ir verið mjög dug­leg­ar að standa vörð um sína vist­menn. Það hef­ur komið upp smit en það hef­ur verið brugðist við því og smiti haldið í skefj­um eins og dæm­in sanna"(Vorum betur í stakk búin).