Þriðjudagur, 19. október 2021
Allir grímulausir!
Nei, ég meina það er alveg sama hvert þú ferð það eru nánast allir grímulausir og þannig að fólk er eiginlega að hegða sér eins og það sé enginn vá, segir Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.
Getur einhver vinsamlegast vísað mér á leiðbeiningar frá Má Kristjánsyni yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans gefnar út eða tjáðar í orði eða riti fyrir janúar 2020 þar sem hann segir að grímur séu mikilvægar til að sporna við smitsjúkdómum? Flensu, RS-veiru, hverju sem er.
Nú eða álíka leiðbeiningar frá einhverjum öðrum.
Hann var stóryrtur í viðtali í janúar 2020 um ástandið á spítala sínum (þá aðallega vegna flensu) en ekki orð um grímur og hvernig þær gætu bjargað málunum. Var kannski ekki byrjaður að lesa kínversk læknablöð á þeim tíma.
Ég veit að margir Asíubúar hafa notað grímur lengi og hafa þekkst á flugvöllum í mörg ár fyrir grímunotkun sína en er það þá málið? Að vestrænir læknar hafi hreinlega sofið í tíma? Að þessar grímur sporni við smitum eða því að smita aðra?
Eða er Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans kannski bara að berja í trommur óttans, því annars er hætt við því að vanbúinn vinnustaður hans svíki enn og aftur hlutverk sitt sem spítali allra landsmanna?
Kæru blaðamenn, vinsamlegast hættið nú að taka þátt í þessum hræðsluáróðri! Selur óttinn? Kannski, en ef allir eru að selja það sama þá er kannski betri sala í að prófa eitthvað annað. Til dæmis góðar fréttir.
Erfitt að standa gegn afléttingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Geir,
Ég fann hérna eitthvað frá honum Má Kristjánssyni, eða þetta hérna á mbl.is:
"Síðan eru fleiri þættir, eins og undanfarnar vikur hefur verið aukin notkun gríma, bæði hefur verið grímuskylda á spítalanum og síðan hefur notkun í samfélaginu aukist. Svo hafa öldrunarstofnanir verið mjög duglegar að standa vörð um sína vistmenn. Það hefur komið upp smit en það hefur verið brugðist við því og smiti haldið í skefjum eins og dæmin sanna"(Vorum betur í stakk búin).