Miðvikudagur, 20. október 2021
Besta getnaðarvörnin: Sýslumaður
Þýski vísindamaðurinn Rebecca Weiss er konan á bak við þróun nýrrar getnaðarvarnar, svokallað COSO, sem er algjörlega hormónalaus og afturkræf getnaðarvörn fyrir karlmenn. Er um að ræða getnaðarvörn sem notandi fyllir af vatni og setur eistun ofan í, sem notast við bæði örhljóð (ultrasound) og ákveðið hitastig til að koma í veg fyrir sáðfrumumyndun.
Hljómar hræðilega.
Besta getnaðarvörnin er fyrir löngu fundin upp, á Íslandi í hið minnsta. Hún er í boði sýslumannsembættisins og gengur út á að ef leiðir móður og föður skiljast þá missi faðirinn að mestu leyti tengslin við börn sín, sem og laun.
En hvað með lögin? Mæla þau ekki með jafnræði og jafnrétti og öðru góðu? Kannski, en framkvæmdin er önnur. Yfir 90% meðlagsgreiðenda eru karlmenn þrátt fyrir að jafnrétti kynjanna, þar á meðal launajafnrétti, sé algjört og það mesta á heimsmælikvarða.
Kæri karlmaður: Gleymdu því að sjóða á þér eistun í einhverjum hljóðbylgjum. Kynntu þér frekar úrvinnslu sýslumannsembætta á forræðismálum. Þú munt ekki gleyma smokknum eftir það.
Ný getnaðarvörn fyrir karlmenn vinnur til verðlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Langbest er að heilaþvo sjálfan sig svo kynhvötin fjari út og helga svo líf sitt skemmtilegum áhugamálum. Það er á engan hátt þess virði að sofa hjá í alræðisríki Sósíalismans.
Guðjón E. Hreinberg, 21.10.2021 kl. 15:43
Guðjón,
Barneignir eru eitthvað sem er bæði krefjandi og gefandi en tvímælalaust þess virði, gefið að maður verði ekki gerður gjaldþrota og þau svipt umgengni við föður sinn og skolast út úr skólakerfinu eins og saur í holræsi.
"Trikkið" er kannski að finna barnsmóður sem er eins lítill (karl)mannhatari og hægt er að finna nú á dögum og sem skilur hlutverk föður í lífi barna. Kannski einhverja í nánu samabandi við eigin föður og á bróður eða bræður sem eru uppáhalds í lífi kvenmannsins.
Best er að barnsmóðirin sé um leið fjárhagslega sjálfstæð, jafnvel tekjuhærri en faðirinn. Á meðan hjónabandið/sambandið lifir á pabbinn auðvitað að vera eins virkur í lífi barnanna og hægt er. Þegar skilnaðurinn skellur á (tölfræðilega töluverðar likur á að það muni gerast) þá er vonandi enginn sýslumaður að koma að borðinu og loka á samband föður og barna og samhliða því tæma veski föðurs og nota þá tæmingu svo sem rök fyrir því að faðir geti ekki sinnt börnunum.
Þess má geta að ég kvarta ekki yfir úrslitum í mínu tilviki. Kalla þau jafnvel bara gott jafntefli.
Geir Ágústsson, 21.10.2021 kl. 17:20
Sæll Geir,
Þetta hljómar eins og annað sem að maður hefur heyrt áður, sjá hérna: