Eilífðarvélin

Því var ákaft fagnað í ákveðnum hópum þegar það tókst loksins að hrista "the Vietman syndrome" úr Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn höfðu þá í töluverðan tíma verið á móti stríðsbrölti erlendis eftir mistökin í Víetnam og vildu ekki styðja við umfangsmiklar hernaðaraðgerðir á erlendri jörð. En það tókst að lækna almenning af þessu eins og öðru. Áróður og sérstaklega hræðsluáróður dugar þar vel eins og í öðru.

Síðan þá hafa Bandaríkjamenn ráðist inn í fjölmörg ríki og steypt af stóli mörgum forsetum og einræðisherrum og eru enn að. Þetta skapar vitaskuld vítahring. Í hvert skipti sem ungur drengur sér móður sína og systkini sprengd í loft upp eða aflimuð þá græða samtök andspyrnumanna nýjan liðsmann. Í hvert skipti sem spítali er brenndur til grunna eða þorp stráfellt með vélbyssum þá eflist mótstaðan. 

Ógleymt er svo hvað mikið innstreymi manna, vopna og peninga gerir við innfædda. Þeir reyna auðvitað að græða á þessu. Ein sagan segir af þeirri aðferð Afgana að reisa svolitlar tjaldbúðir og siga svo bandarískum herþotum á þær. Sprengjur falla og tjaldbúðirnar eru þurrkaðar upp. Innfæddir koma svo og safna verðmætum málmum og selja. Win-win, eða hvað?

Bandaríkjamenn ætluðu sér nú ekki að vera svona lengi í Afganistan til að byrja með, en eins og þeir sem hafa séð Rambo III vita þá vilja innfæddir frekar deyja en vera þrælar og eru þar með ósigrandi. Bandaríkjamenn eru í 20 ár búnir að reyna byggja upp innlendan her til að verja stjórnvöldin sem þeir settu á laggirnar, með gjörspilltan og óvinsælan forseta í brúnni. Margir innfæddir hafa skráð sig í þennan her og fengið sinn riffil og sjást svo aldrei aftur. Menn sem eru ekki til hafa verið skráðir og þeim borgað. Kostnaðurinn við að reka þennan her er slíkur að hann myndi sliga efnahag Afganistan ef innfæddur ætluðu sjálfir að standa undir honum, og dugði svo auðvitað ekki í korter til að verja sín svæði.

Ég stend með Joe Biden í þessu máli og finnst hann sýna hugrekki að standa á sínu og ætla koma Bandaríkjamönnum út. Kannski útfærslan hefði mátt vera önnur og allt það en aðalatriðið er að komast út. Og núna þarf að hætta að sprengja konur og börn í loft upp. Þá geta Afganir byrjað að taka á eigin vandamálum, og þeir mega alveg biðja um hjálp.


mbl.is 22 þúsund látist í loftárásum Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hústökumaðurinn í Hvíta húsinu gerði ekki mistök með því að ætla að draga herinn til baka, það vildi Trump líka. Klúðrið var hvernig hann gerði það og að gera ein skæðustu hryðjuverkasamtök jarðkringlunnar að 26. best vopnaða her í heiminum. Þeir gætu sjálfsagt lagt undir sig Svíþjóð (ef þeir eru ekki búnir að því í gegnum flóttamannastrauminn).

Annars sá ég mynd um eftirmálana af Íraksstríðinu á SVT2 sem vakti mig til umhugsunar. M.a. kom fram að Bandaríkjamenn leystu upp her Saddams og skipuðu sína eigin leppa í allar stöður.

Afleiðingin var að tilverugrundvellinum var kippt undan tugþúsundum ef ekki hundruðum þúsunda manna. Kannski var fyrstu fræjunum að ISIS sáð þarna.

Annars finnst mér stundum að það skipti engu máli hvað er gert og hvað ekki gert í þessum handónýtu múslimaríkjum. Ef það eru afskipti leiða þau til ills og ef það eru engin afskipti, leiðir það til ills.

Theódór Norðkvist, 8.9.2021 kl. 16:25

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Ég ætla að hvetja þig af öllum þeim ákafa sem ég get til að útvega þér tvær bækur og lesa þær. Þú þarft ekki einu sinni að lesa þær, bara að opna og lesturinn fer sjálfkrafa af stað:

Enough Already: Time to end the war on terrorism

Fools Errand: Time to end the war in Afghanistan

Áður en ég las þessar bækur hefði ég tekið undir hvert orð í athugasemd þinni. Núna aðeins færri. Meðal annars má nefna punktinn um að Afghanistan sé einhver miðstöð alþjóðlegra hryðjuverka. Það er ekki satt. Obama flúði þangað, gamli Bush dró máttinn úr leitinni að honum (var jú kominn með grænt ljós á að leggja undir sig Írak), talíbanar hefðu gjarnan viljað losna við hann til að losna við hertöku, og auðvitað bara Obama svo orðinn ástæða til að ráðast á Afghanistan.

Geir Ágústsson, 8.9.2021 kl. 17:48

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Obarma stóð, en Osama ætti að standa. Freudian slip. 

Geir Ágústsson, 8.9.2021 kl. 17:49

4 identicon

Sæll Geir,

Hvernig er það verða ekki Bandaríkjamenn að reyna að styðja ISIS málaliða meira, svo og allt þetta innrásarliðið þeirra frá Saudi Arabíu og Katar til að koma á auknu stríði í Sýrlandi, svo og svona líka gegn Rússum þarna? Það er greinilegt að fjölmiðlar hér vilja ekki minnast á hana Hillary í þessu sambandi (Top Journalist Says Hillary Approved Sending Sarin to Rebels Used to Frame Assad, Start Syrian War), svo og ekki minnast á hvað Rússar hafa að segja í þessu sambandi (Russia Exposes US Lies At UN Security Council, Media Silent). Lygarnar um að borgarastríð hafi verið í Sýrlandi virkuðu fínt fyrir Bandaríkjamenn, þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi opinberað að þetta væri innrásarlið og EKKI borgarastríð (Sjá hérna), nú og auk þess fólk frá UN hafi einnig opinberað, að þetta væri EKKI borgarastríð (UN Lady on Syria), heldur ekkert annað en innrásarlið málaliða er vopnaðir og fjármagnaðir voru frá Saudi Arabíu, Ísrael, Katar, svo og styrktir af vesturlöndum.

Russia Bombs 30 CIA, Qatari, Mossad Officers in Secret Allepo Bunker ...

US Officials Blow the Whistle on Secret CIA, Mossad Operation in Syria

Mossad, CIA and Blackwater operate in Syria

'CIA, MI6 and Mossad: Together against Syria'

US Officials Blow the Whistle on Secret CIA, Mossad Operation in Syria

Secret Pentagon Report Reveals US "Created" ISIS As A "Tool" To ...

Mossad, other foreign agents killed in Aleppo strike | The ...

Arab League Report Provides Evidence CIA, MI6, Mossad Behind

CIA, Mossad, and Blackwater Involvement in Syrian Crises- Reports.

Syria Uprising: Mossad, Blackwater And CIA 'Led Operations In Homs ...

CIA, Mossad Op in Syria - AND Magazine

Russia's Secret War on the CIA in Syria | Veterans Today

ISIS is working on Mossad/CIA plan to Create Greater Israel

The CIA-MI6-Mossad War on Syria - LewRockwell

ISIS = ISRAELI SECRET INTELLIGENCE SERVICE - the-yinon-plan

Syria - The REAL Story -- MUST SEE -- CIA & MOSSAD Death Squads ...

Arab League Report Provides Evidence CIA, MI6, Mossad Behind ...

Top 10 Indications or Proofs ISIS is a US-Israeli Creation | The ...

Is 'IS' a CIA-Mossad Creation? – American Free Press

UN Report Reveals How Israel is Coordinating with ISIS Militants ...

Lygarnar um að gjöreyðingarvopn væru í Írak virkuðu líka fínt til hefja stríð gegn Írak 2003. Þetta hjá þessum vestrænum fjölmiðlum hér hefur verið svona rétt eins og þessar lygar fyrir Líbýustríð, Sýrlandsstríðið, Íraksstríðið o.s.frv. eða svona lygaáróður til þess eins að koma á stríði.
Lygarnar um hina 19 ákærðu hryðjuverkamenn virkuðu fínt til hefja stríð gegn Afganistan (2001), nú og það þrátt fyrir að 7 af þessum ákærðu hryðjuverkamönnum eru ennþá á lífi í dag, nú og aðrir reyndar dauðir löngu fyrir 11. september 2001. Nöfn þeirra ákærðu var ekki heldur hægt að finna á þessum áhafnalistum. (At Least 7 of the 9/11 Hijackers are Still Alive ,  Not a shred of evidence that any 9/11 "hijackers" boarded any planes). Flugvélin er átti að hafa farið á Pentagon bygginguna fannst hvergi, nú og flugvélin er fór niður í  Shanksville Pennsylvaníu, en þar eins og segir fundu menn ekki heldur neina stóra flugvélaparta. 

Þessi opinbera samsæriskenning um hryðjuverkin þann 7/7 2005 reyndust vera ekkert annað en lygar fyrir dómstólum (UK Court finds 7/7 was false flag secret service Op). Lygarnar um að borgarastríð og/eða uppreisn væri í Líbýu virkuðu líka fínt til hefja stríð gegn Líbýu 2011 (Libya War Was Based on Lies, Bogus Intelligence, NATO Supported).
Eins og gefur að skilja þá var Afganistan og Írak alls ekki nóg fyrir elítuna. Nú og því voru notaðar lygar um að um að borgarastríð væri í Líbýu, svo og voru sömu lygarnar notaðar aftur til hefja stríð gegn Sýrlandi. Það er ekki það við höfum þegar allt að því 53 dæmi um hryðjuverk undir fölskum fána (false flag Attacks) er stjórnvöld hafa viðurkennt 53 ADMITTED False Flag Attacks.

Eitt er víst að þessi gögn er hafa verið gerð opinber frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, er eitthvað sem menn geta alls ekki hreinsað í burtu.

Secret Pentagon Report Reveals US "Created" ISIS As A "Tool"

Ex-US Intelligence Officials Confirm: Secret Pentagon Report Proves US Complicity In Creation Of ISIS

Eins og búið er að uppljóstra og opinbera þá vantar bara núna góða lygaátyllu í viðbót, svo að hægt sé að rústa Íran líka fyrir þeirra "Stærra Ísrael", því að Íran er næst á dagskrá samkvæmt því sem hann General Wesley Clark uppljóstraði okkur um (Sjá hérna Wesley Clark Told The Truth), svo og samkvæmt Yinon Planinu: Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research.

Global Warfare: Were going to take out 7 countries in 5 years: Iraq ...

Múlímar sækja trúarhatrið í Kóraninn - pallvil.blog.is

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.9.2021 kl. 19:54

5 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.9.2021 kl. 20:12

6 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.9.2021 kl. 20:13

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka ábendingarnar Geir, hef bara svo lítinn tíma til að lessa bækur, en reyni að kynna mér efni á netinu öðru hvoru úr sem flestum áttum til að fá sem víðast sjónarhorn.

Theódór Norðkvist, 8.9.2021 kl. 20:15

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sè að Þorsteinn er búinn að opna blogg á blogginu þínu. Afar handhægt og sparar smelli svo maður hafi úthald í smelli á alla linkana hans.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2021 kl. 20:57

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú eru sex börn á spítala, hættulega veik eftir sprautuna. Þessar aukaverkanir geta valdið varanlegum skaða eða dauða og nú eru þeir byrjaðir að eitra smábörn með þessu.

Þessa sturlun verður að stoppa.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2021 kl. 23:58

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Var að lesa þennan ágæta pistil þinn.

Þú ert eiginlega alveg með þetta.

Hins vegar held ég að hið meinta stríð við hryðjuverkamenn sé yfirskin yfir dýpri hagsmunabaráttu í heiminum.

Hún endar ekki og því miður er heimurinn ekki að verða friðsamari.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.9.2021 kl. 08:25

11 identicon

Mikið rétt hjá Ómari.

Þeir sem varla hafa réttindi á Cessnu hafa enga reynslu að fljúga farþega þotum.

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 11.9.2021 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband