Næsta skref: Loka á þjónustu og valkosti

Í upphafi átti, í skamman tíma, að fletja út kúrvu, kynnast veiru og efla heilbrigðiskerfið til að mæta auknu álagi. Viðkvæmir hópar nutu sérstakrar verndar. 

Næsta skref var að framlengja tímann sem tók að fletja út kúrvuna. Grímurnar ennþá á hillunni.

Síðan kom sumar og smávegis hlé á ástandinu þegar fólk fór á ný að viðra sig meira og fá D-vítamín úr sólinni. 

Síðan hófst ástandið aftur og grímurnar nú teknar fram. Takmarkanir og lokanir út í eitt í langan tíma.

Þá fóru bóluefnin á stjá. Þau áttu fyrst að leita til eldri og viðkvæmra hópa og þá fengi samfélagið að taka við sér aftur. Það breyttist og smátt og smátt átti að bólusetja alla niður í unglingsárin. Og svo 12 árin. Og næsta skref verður að stefna að bólusetningu allra. Allra! Þá má opna allt aftur, nema hvað þá er komið nýtt afbrigði og önnur sprautan verður að þriðju og þeirri fjórðu og þeir með tvær sprautur ekki lengur taldir fullgildir meðlimir í hópi fullbólusettra sem svo er kallað.

Sem sagt, þetta mun vara að eilífu ef enginn spyrnir við fótum.

Sem forsmekk að öllu þessu má taka dæmi: Fréttatilkynning frá Sinfóníuhljómsveit Baltimore-borgar í Bandaríkjum. Grípum niður í hana:

Effective September 1, proof of full vaccination against COVID-19 is required to attend all indoor BSO performances and events. ... Proof of a negative COVID- 19 test is not acceptable for entry; and in keeping with current vaccination eligibility guidelines, children under the age of 12 will not be admitted to BSO indoor events until further notice.

Þá höfum við það. Þarna er tónleikastaður að loka dyrum sínum fyrir alla 12 ára og yngri af því þeir mega ekki fá sprautuna (í bili) og geta því ekki fengið vígslu inn í hóp fullbólusettra. 

Er verið að styðjast við vísindin hérna? Auðvitað ekki. Börnum stafar engin hætta af COVID-19, leggjast ekki á heilbrigðiskerfið vegna veirunnar og smita minna frá sér en fullorðnir. 

Er verið að verja þá eldri (og fullsprautuðu) með því að sprauta börnin? Auðvitað ekki. Hafi sprauturnar eitthvað notagildi þá er það að koma í veg fyrir að sprautaðir smitist hvort sem smitberinn er barn, fullorðinn eða leðurblaka. Séu sprauturnar ekki að duga sem vörn má alveg fleygja þeim í ruslið. Hafi sprautan þau áhrif að draga úr alvarlegum veikindum þá á fullorðið fólk að sýna sóma sinn í að taka skellinn ef það þýðir að börn, sem smitast síður og smita minna frá sér, geti lifað lífinu. 

Þeir sem stökkva ofan í næsta skurð þegar ósprautaður krakki er nálægt viðkomandi innandyra ættu kannski bara að fara heim og horfa á sjónvarpið. Hræðslan hefur þá heltekið viðkomandi og lítið annað að gera en segja bless við samfélag manna.

Þetta hættir aldrei fyrr en við spyrnum við fótum. Geri stjórnmálamennirnir það ekki (opnanir Danmerkur má fyrst og fremst rekja til harðrar stjórnarandstöðu sem krefst rökstuðnings og tímaramma) þá þarf almenningur að gera það.


mbl.is 57% barna bólusett en öll hafa fengið boð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Það er djúpt í eðli okkar að áreita þá sem eru öðruvísi, þú gætir alveg eins beðið múkkann að hætta að ráðast á þann sem hrekkjusvínin mála rauðann.

En efnislega er ég sammála rökfærslu þinni, markmið bólusetninga er að draga úr smiti og ef það tekst ekki, úr alvarlegum einkennum covidsýkingarinnar.

Lítil er sannfæringin á árangur ef menn meina börnum að "geta lifað lífinu".

Í þessu er fólgin mótsögn sem ábyrgt stjórnvald, jafnt heilbrigðis sem framkvæmdavald, þarf að takast á við.

Hysteria hinna rétttrúuðu er engu betri en feik hinna vantrúuðu.

Haldreipið á tímum farsóttar hlýtur alltaf að vera heilbrigð skynsemi, og upplýst umræða.

Lýst samt vel á að sprauta leðurblökur.

Kveðja úr sólinni að austan.

Ómar Geirsson, 26.8.2021 kl. 09:16

2 identicon

Það verður aldrei svo að breytt ástand og aukin þekking kalli ekki á breyttar áherslur. Að grenja það er einstaklega heimskulegt. Og þitt mat á hættum hefur ekki sýnt sig vera neitt sem hægt er að miða við eða taka mark á. Dauðsföll í Danmörku vegna covid eru fleiri þessa vikuna en í sömu viku fyrir ári, er það helsti árangur viðspyrnunnar? Eitthvað sem ber að stefna að?

Vagn (IP-tala skráð) 26.8.2021 kl. 14:12

3 Smámynd: Ómar Geirsson

He he Vagn, þegar lítið er borið saman við lítið, þá getur annað samt alltaf verið meir en hitt, eru ekki vel innan við 10 að falla í Danmörku á viku??

En þessi athugasemd Vagns fékk mig til að íhuga betur tilvísun þína í Flórídagögn Geir, þar sem þú fannst það út að þrátt fyrir mikla fjölgun kóvid í Flórída, þá hefðu dauðsföllum þar snarfækkað, þvert á reynslu annarra ríkja þar í landi.  Og skýringin gæti ekki verið frjálshyggja vitleysinganna sem stjórna þar, þeir eru lítt skárri í Texas og þar stígur kúrfa dáinna í beinu hlutfalli við aukningu smita.

En ekki lýgur Vorldometer, svo hugsanleg skýring er þá Norður Kóresk nálgun skráninga hins opinbera, það er hvort sem er stutt á milli Alaska og Síberíu, sé farið Beringssundið, og ennþá styttra milli heimsku og öfga yst á vinstri kantinum og hægri.

Allavega þá henti ég inn fyrirspurn til Gúgla frænda, og fékk þá þessa athyglisverða frétt í NewYork Times;

https://www.nytimes.com/2021/08/25/us/florida-covid-deaths.html

Þar segir margt ljótt og slæmt, meðal annars þetta; "This week, 227 virus deaths were being reported each day in Florida, on average, as of Tuesday, a record for the state and by far the most in the United States right now. ".

Og ekki batnar það; "And hospitalizations in Florida have almost tripled in the past month, according to federal data, stretching many hospitals to the breaking point.".

Og ekki var það eldri feitir karlmenn eins og eitthvað glottandi skítseyði var að telja okkur í trú um að hefðu bara fallið í Svíþjóð, o Nei.

"A growing proportion of the people inundating hospitals and dying in Florida now are coming from younger segments of the population, particularly those ages 40 to 59, which were less vulnerable in earlier waves of the pandemic. The Delta variant is spreading among younger people, many who thought they were healthy and did not get vaccinated.".

Eða það segir Dr. Chirag Patel, the assistant chief medical officer of UF Health Jacksonville, a hospital system in Northeast Florida, "said the patients hospitalized with the virus during this latest surge tended to be younger and had fewer other health issues, but were nearly all unvaccinated. Of those who have died, including patients ranging in age from their 20s to their 40s, more than 90 percent were not inoculated, Dr. Patel said.".

Ljótt ef satt er, en auðvitað getur Flórídaríki farið í mál við blaðið vegna rógburðar, eða fengið vini sína í hægriöfgunum til að útvarpa fréttina sem feik skrifað af mórauðum bolsévikum.

En það breytir því samt ekki að annaðhvort treysta menn vísindum og þeirri lækningu sem þau bjóða, eða breyta heiminum í einar risastórar fangabúðir.

Þess vegna er ég enn og aftur efnislega sammála þessum pistli þínum, og finnst rafeindin vera hálffúl á móti, sjálfsagt út af einhverju sem kemur efni hans og rökfærslu ekkert við.

Tek svo undir þetta með að sprauta leðurblökur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.8.2021 kl. 15:34

4 identicon

Hvað þýðir að treysta vísindum og þeirri lækningu sem þau bjóða? Ég mæli ekki með blindri trú á neinn heldur nota eigin hugsun til að vega og meta. Þeir sem treysta þeim sem eru við stjórnvölinn núna hljóta að vera einfeldningar.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 26.8.2021 kl. 16:26

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Ekki láta NY Times um að túlka gögnin fyrir þig. Skoðaðu þau sjálfur:

https://www.worldometers.info/coronavirus/usa/florida/

(Ríkisstjóri Flórdía er vel á minnst ekki frjálshyggjumaður. Í veirumálum lét hann ráðleggja sér af öðrum en opinberum embættismönnum, og Youtube sá vitaskuld ástæðu til að fjarlægja þær hættulegu ráðleggingar.)

Það er ekki til arða af sönnunargögnum fyrir því að grímur og lokanir á fyrirtækjum bjargi, þegar litið er á heildarmyndina, fleiri mannslífum en ef hefðbundnum sóttvarnaraðgerðum hefði verið fylgt. Skiljanlega, því menn eru hérna að finna upp á nýjum reglum frá degi til dags og hafa ýmsa Vagna til að fullyrða að allt virki, af því bara.

Heildarmyndina segi ég já, því sóttvarnaraðgerðir hafa óbeinar afleiðingar sem eru að koma sífellt betur fram og með lengri tíma munu koma enn betur fram. 

Geir Ágústsson, 26.8.2021 kl. 19:14

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Geir í húmi kvöldsólar sem skín svo skært að baki fjallinu sem blokkaði á hana alltof snemma í kvöld.

Þú segir það, að hægriöfgamaður geti verið hægriöfgamaður án þess að vera frjálshyggjumaður, líklegast alveg rétt ef ég miða við þig og félaga þína í Frjálshyggjufélagi Íslands, þið eruð eðaldrengir sem hafið aldrei selt auðnum hvorki sál eða sannfæringu, það var minn bitri lærdómur í ICEsave, þegar mínir menn sviku, en þið stóðu.

En eins og þú veist, þá kennir margur hægrimaðurinn sig við frjálshyggju, fær út það stuðning auðs og auðmanna, nýtir hugmyndafræðina til að brjóta niður samfélög fólks, hygla stórfyrirtækjum, og þar sem verst er, koma á alræði auðs, sem í öllu er sýnu verri en alræði öreiganna, eins slæm og sú miðstýring var.

En út frá almennri skilgreiningu stjórnmálafræðinnar, þá er jafn rétt að kalla þessa óværu frjálshyggju, líkt og að kalla Maó og Stalín kommúnista, þar er það orðfærið sem skilgreinir, ekki gjörðir.

Samt er þetta það eina sem er rétt per se í athugasemd þinni, heimska hægrið í USA hefur ekkert með frjálshyggju að gera, líkt og þeir hægri flokkar sem nýttu sér tungutak hennar í Vestur Evrópu til að ná völdum og halda völdum. 

Þessi arða þín er líkt og flísin í augum náungans, eða mýflugan sem skyggði mér sýn á austurleið minni frá Ísafirði, ofsalega smá, en blindar þann sem horfir í gegnum brennipunkt augasteins síns.  Þú veist betur, og líklegast er svona bullfullyrðing ástæða þess að Vagn hnýtti í sannan pistil út frá óskyldum pirring.

En kjarninn er sá að þú áttir ekkert svar við ábendingum NYTimes, nema að vísa í Worldmeter, líklegast villti ég um fyrir þér með því að nota íslenskt V-aff, í stað þess tvöfalda.  Ég benti þér á að ég tékkaði á þeirri síðu þegar þú hæddist að meintu skoti Rúv í fótinn, ekki að ég efaðist að þú færir ekki rétt með, heldur athugaði ég líka tölfræði annarra ríkja.

Það var Vagn sem kveikti á hinu sekond tékki, og auðvitað bullaði Worldmeter út í eitt, því þar er étið upp opinberar tölur, hversu rangar þær annars eru.  Samkvæmt aðferðafræði þeirra er ekkert kóvid í Norður Kóreu, þar eru meðaltekjur verkamanna hæstar í heiminum og offita vegna ofneyslu ógnar lífi fólks, ekki hungur líkt og feik fjölmiðlar halda fram. 

Með öðrum orðum, Vorldmetri er jafngóður og þær upplýsingar og hann vitnar í, eða trúir þú virkilega að um hálfmilljón hafi farið til feðra sinna á Indlandi, eða opinberar tölur frá sænska skrifræðinu séu réttar??

Eða trúir þú því í eina mínútu að NYtimes geti logið svona án þess að verða gert gjaldþrota með lögsókn og dómi Flórídaríkis??

Eða hvað fékk þig til að halda það að kúrfa dauðsfalla væri í öfugu hlutfalli við fjölgun kóvidsmita í Flórida, ríki offeitra gamalmenna, þegar beint samband var á milli smita og dauðsfalla í öðrum ríkjum Bandaríkja??

En þú hlýtur að fattað að ég handvaldi NYtimes til að athuga hvort þú tækir hina auðveldu flóttaleið sem ég meir að segja orðaði svo pent í athugasemd minni, að ég hefði valið hana úr mörgum síðum sem ég gat vitnað í, en samt gafstu þér ekki tíma til að afla þér raka gegn fréttinni, sem ég þannig sé hef ekki hugmynd um hvort séu til, nennti ekki að doblatékka mig, seifaði aðeins aðra frétt í fljótheitum, það var jú sól og 22 stiga hiti, útivera sem endaði með bjór og grilli.

En þetta las ég í Vox.com, vefsíðu sem "The Economist, commenting on Klein's launching essay "How politics makes us stupid",[10] said the website was "bright and promising" and site's premise of "more, better, and more lucidly presented information" was "profoundly honourable", and positively ..", og ekki eru þeir kommúnistar, allavega ekki á meðan ég las blaðið á frjálshyggjuárum Thatchers, og hygg að það hafi lítið breyst.

Þar má lesa; https://www.vox.com/coronavirus-covid19/2021/8/25/22639531/florida-covid-19-cases-deaths-vaccine-numbers-delta

"It’s no mystery what’s happening in Florida right now — or why.

The state is experiencing its worst surge of the pandemic. Last week, it was averaging nearly 25,000 new cases every day. The previous high, in January, was about 18,000. More than 17,000 Floridians are hospitalized with Covid-19, another record; around 230 people are dying every day. Florida leads all states in the number of hospitalizations and deaths per capita.".

Svona get ég lengi haldið áfram Geir en þín vegferð röksemdanna var frekar stutt.

Samt særir það mig pínupons, að þú skautaðir alveg framhjá því að ég sá ástæðu til að mæta í athugasemdarkerfi þitt til að tjá mig um að ég væri efnislega sammála pistli þínum, ekki að þú vitir að ég hef lítt gert að því að mæta í athugasemdarkerfi fólks undanfarnar vikur og mánuði, heldur að þú veist að við höfum ekki beint verið sammála varðandi viðbrögð við þessum veirufjanda. 

Nema síðast þegar ég mætti, og svo núna.

Mér finnst það nú vera aðalatriðið en ekki síðbúin stríðni vegna pistils sem ég las fyrir einhverjum dögum síðan, og er algjört aukaatriði miðað við þann kjarna sem ég tel réttmætan í pistli þínum í dag.

En svona er þetta, mér lýst samt vel á þetta með að sprauta leðurblökur, vonandi gerir þú ekki ágreining við það sammála mitt.

Annars er það kveðjan úr blíðunni fyrir austan, vonandi viðrar vel á þig í flatlendinu þarna í Danaveldi, og vonandi nær afi þinn að sjá börn þín áður en yfir líkur.

Svo verður bara United að taka þetta um helgina, mér líst eiginlega ekkert á þetta, en það er víst ekki aukaatriði, heldur alveg út í hött miðað við efni pistils þíns, en er mér samt ofarlega í huga.

Svona eru vegir mannshugans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.8.2021 kl. 21:44

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Takk fyrir vangaveltur þínar og hugleiðingar sem ég les af miklum áhuga. Þú afsakar að ég þakki ekki fyrir hrós og annað gott, það er kannski bara í eðli mínu að bregðast ekki við neinu nema gagnrýni.

Hvað varðar Flórída, Svíþjóð og önnur óþæg ríki sem hafa vikið af meginlínunni þá er auðvitað ekkert að frétta þaðan nema þegar einhver skot koma í tölfræðina. Ríkisstjóri Flórdía, DeSantis, var t.d. uppnefndur DeathSantis þegar skammtímatölur voru á uppleið. Væntanlega hafa slíkar raddir þagnað nú þegar þessi litla "bylgja" er horfin. 

"Big picture" gæti einhver sagt. Og þökk sé þeim óþægu þá er hægt að bera saman - með fyrirfara um aldurssamsetningu, loftslag og annað - glæpsamlegar lokanir á samfélagi og frjálsari og opnari samfélög í baráttu við veiru sem er verri en flensan fyrir sjötuga og eldri, en ekki aðra. 

Geir Ágústsson, 27.8.2021 kl. 06:48

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Guð blessi samanburðinn, þegar upp er staðið þá lýgur hann ekki.

Enn einar sólarkveðjurnar að austan, en mikið vilja berin og kartöflugrös okkar bræðra að það slái í eina slagvirðisrigningu.

Takk fyrir spjallið.

Ómar Geirsson, 27.8.2021 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband