Miðvikudagur, 21. júlí 2021
Ekki lifa lífinu, haltu lífi!
Yfirvöld flestra ríkja (en ekki allra) hafa í 18 mánuði boðað að það sé mikilvægara að halda lífi en lifa lífinu, nema auðvitað þú sért í hópum sem fá ekki heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri og deyja fyrir vikið fyrr en ella. Til dæmis krabbameinssjúklingar.
En eru það ekki orðin þreytt skilaboð?
Þarf ekki að spyrna við fótum?
Ekkert plan B fyrir Þjóðhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei, eðlilegt fólk á ekki í neinum erfiðleikum með að lifa lífinu þó nauðgunarleikunum í Vestmannaeyjum verði aflýst aftur og pöbbar í Danmörku loki á miðnætti.
Vagn (IP-tala skráð) 21.7.2021 kl. 14:36
Jú það þarf sko að spyrna við fótum, eini sanni faraldurinn hérna er af stækkandi hópi fólks sem er skaðað, sumt fyrir lífstíð eftir þessi svokölluðu "bóluefni".
Þrátt fyrir að tilkynningar um afleiðingar eftir sprauturnar séu komnar á þriðja þúsund, þá var þeim haldið áfram, og það nýjasta er að fólk "þurfi" að fá þriðju sprautuna í haust!
Það er sko löngu kominn tími til að fólk fari að vakna, þetta hættir ekkert fyrr en við segjum stopp.
Kristín Inga Þormar, 21.7.2021 kl. 17:11
Vagn,
Lífið er sennilega óbreytt fyrir þá sem eiga enga vini, nenna ekkert að ferðast, hafa öruggar tekjur sem opinberir starfsmenn, eru ekki að þróa með sér krabbamein, lifðu af bóluefnin, stunda ekkert félagslíf og fagna moldvörpulíferni sem æðstu dyggð. Og lifa í ótta. Svo ég skil viðhorf þitt að því leyti, en styð ekki.
Geir Ágústsson, 21.7.2021 kl. 17:41
Þó þú getir ekki ferðast nema elta útikamra og deyja áfengisdauða við útisvið hvert kvöld á það sem betur fer ekki við fjöldann. Og þeir eru ekki merkilegir vinir þínir ef þeir þola þig ekki nema sem drykkjufélaga í skjóli myrkurs innan um stóran hóp ölvaðs fólks. Það er nokkuð langt síðan einhver hélt sig geta komist upp með alkaholisma með því að kalla hann félagslíf.
Vagn (IP-tala skráð) 21.7.2021 kl. 20:14
Það hlakkar í Vagni að lesa fréttir 2020 árið 2021:
Þetta er svakalegt; álíka og að fresta jólunum. Þið verðið bara að sætta ykkur við þetta; það verða engar gjafir í ár og engin messa,“ segir Dóra Guðrún Þórarinsdóttir, grunnskólakennari í Vestmannaeyjum, um þá ákvörðun að aflýsa Þjóðhátíð í bænum vegna kórónuveirufaraldursins.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/07/25/eins_og_ad_fresta_jolunum/
Kannski síspilun á sömu plötu sé orðinn ávanabindandi vani.
Geir Ágústsson, 21.7.2021 kl. 20:51
Hún hætti ekki þar... „Við fjölskyldan ætlum alla vega að halda okkar striki og í stað þess að tjalda í Dalnum tjöldum við bara heima í garði. Í stað þess að fara á tónleika horfum við bara á Tónaflóð á RÚV og Heima með Helga Björns í Sjónvarpi Símans. Það verður brenna á miðnætti á föstudagskvöldinu og þá gerum við okkur ferð í Dalinn og svo verður brennukaffi heima á eftir. Það er mjög mikilvægt að halda sömu venjunum, klæða sig upp, baka og smyrja fyrir krakkana og okkur öll; það verða fastir liðir eins og venjulega – bara heima í garði.“ Dóra Guðrún hefur verið að taka púlsinn á fólkinu í kringum sig og segir marga hafa sömu áform. „Það verður tjaldarölt milli vina og kunningja alla helgina; annað gengi ekki upp enda er Þjóðhátíð fyrst og fremst við fólkið. Hún er hluti af sálinni okkar og engin leið að leggja hana niður, þótt hún verði í þetta eina skipti með óhefðbundnu sniði.“ Hún á von á fjölmörgum gestum til Eyja um verslunarmannahelgina. „Það koma alla vega fimm manns til mín og mér skilst að lítið sé um afpantanir hjá Herjólfi. Fólkið sem kemur alltaf, brottfluttir Eyjamenn, aðrir velunnarar og tengt fólk, heldur bara sínu striki og kemur. Margt af þessu fólki er löngu búið að leigja sér hús og gistingu.“
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/07/25/eins_og_ad_fresta_jolunum/
Þó þér finnist það ótrúlegt þá virtist fólk geta lifað lífinu glatt og ánægt á fjölskylduvænni hátt en að veltast um Herjólfsdalinn hlandblautt og sauðdrukkið.
Kannski síspilun á sömu plötu sé orðinn ávanabindandi vani. Þessi ekkafulli sári grátur þinn í hvert sinn sem opnunartími kráa er takmarkaður eða fylleríshátíð aflýst er orðinn leiðigjarn.
Vagn (IP-tala skráð) 22.7.2021 kl. 01:01
Mér verður nú hugsað til - Who wants to live forever
og ekki var sá eilífi hamingjusamur í kvikmyndinni - Highlander
There's no time for us
There's no place for us
What is this thing that builds our dreams, yet slips away from us
Who wants to live forever
Grímur Kjartansson, 22.7.2021 kl. 17:37
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.7.2021 kl. 18:39
Sömu gæði upplýsinga frá þessum hóp og venjulega.
Sömu umbúðir fyrir "lagfæringu" andstæðinga bóluefna. Enda lítið gagn í að setja dagsetningu á flipa sem ekki sést nema opna umbúðirnar. Og Svíar nota ekki röðina ár, mánuður, dagur.
Vagn (IP-tala skráð) 22.7.2021 kl. 20:24
Vagn,
Þetta er ekki rétt hjá þér, því þetta sem þú birtir (hérna fyrir ofan) er eftir lagfæringu eða umbúðir sem að notaðar eru núna í Svíþjóð, hins vegar er þetta frá mér hins vegar umbúðir frá Pólandi.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.7.2021 kl. 21:39
leiðr.
hins vegar er þetta frá mér umbúðir frá Póllandi.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.7.2021 kl. 21:44
Hér er nákvæmlega sama mynd fyrir "lagfæringu".
Og nokkrar í viðbót, allar án þessarar undarlegu dagsetningu. https://www.google.com/search?sa=G&hl=en-IS&tbs=simg:CAES9QEJwGrSht5bpYEa6QELELCMpwgaOwo5CAQSFPA_13RuwDaAjrBrcI_1kWwD6nBeMPGhuNmGmbjPJwWWE3zN4oZfwda15SfVDsbq-_1rGggBTAEDAsQjq7-CBoKCggIARIEykRQTAwLEJ3twQkaiAEKGwoIZG9jdW1lbnTapYj2AwsKCS9tLzAxNWJ2MwodCgpob3Jpem9udGFs2qWI9gMLCgkvYS8ybXF2emMKFgoDZG902qWI9gMLCgkvbS8wMjdjdGcKFwoFcGFwZXLapYj2AwoKCC9tLzA2NDFrChkKBWxhYmVs2qWI9gMMCgovbS8wNWMwbjZrDA&sxsrf=ALeKk005C2cQku6nL6N2s4bsST-R46ag_Q:1626994460956&q=astrazeneca+vaccine+4ml+vial&tbm=isch&ved=2ahUKEwiMxJXX4vfxAhXNyaQKHcLPDbYQjJkEegQIAhAC&biw=1494&bih=721#imgrc=q2KHDFbqAv55eM
Vagn (IP-tala skráð) 22.7.2021 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.