Óvissa í samfélaginu og hætt við allt

Hlöðuballi Mærudaga sem fram átti að fara á Húsavík um helgina hefur verið aflýst. Þetta kemurgrani fram í tilkynningu Hestamannafélagsins Grana. Ástæðan er að sögn óvissa í samfélaginu. 

Ekki takmarkanir yfirvalda. Ekki áhyggjufullir borgarar sem óttast innstreymi veiruberandi aðkomumanna. Nei, óvissa í samfélaginu. 

Fleiri gerast nú sóttvarnarlæknar en áður og það væri allt í lagi ef í því fælist heilbrigð gagnrýni á fyrirmælin úr Reykjavík, aðrar nálganir en lokanir, t.d. hraðpróf, nú eða bara sú góða ábending að unga fólkið sem er að smitast er lítið að veikjast.

Og fyrir utan að allur hamagangurinn í kringum bóluefnin ætti að hafa skilað sér í einhverjum ávinningi fyrir þá sem tóku áhættuna af sprautunni.

En nei, óvissa í samfélaginu og öllu pakkað saman. Og í hræddu samfélagi þar sem menn klaga nágranna sína fyrir svokölluð sóttvarnarbrot og hrópa á ókunnuga um að fylgja fyrirmælum yfirvalda þá er hætt við að verslunarmannahelgin sé búin áður en hún byrjaði. Aftur.


mbl.is Hlöðuballi Mærudaga aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hrætt samfélag þar sem menn klaga nágranna sína fyrir svokölluð sóttvarnarbrot og hrópa á ókunnuga um að fylgja fyrirmælum yfirvalda er lélegt samfélag sem á algerlega skilið að deyja.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.7.2021 kl. 08:56

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þær varnir sem stóðu til boða hafa þegar verið hafðar uppi. Þeir sem veikjast eða deyja úr þessari tilteknu pest héðan í frá munu veikjast eða deyja, hvort sem það tekur skemmri eða lengri tíma.

Allar "aðgerðir" héðan í frá hafa því ekki það markmið að hindra að fólk veikist eða deyi. Eina markmiðið sem hægt er að koma auga á er það markmið að viðhalda faraldrinum sem lengst. Slíkt hefur grafalvarlegar afleiðingar.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.7.2021 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband