Regla sem ég skil ekki

Vegna ferðalaga til Íslands gilda margar reglur, þar á meðal þessi:

Ferðist barn með einstaklingi sem skylt er að sæta sóttkví dvelur barnið þar með honum og losnar úr sóttkví ef síðara sýni úr samferðamanni er neikvætt. Barn sem ferðast eitt þarf ekki að fara í sóttkví.

Kannski einhver geti hjálpað mér að skilja rökin á bak við regluna.

Ef ég, óbólusettur drepsóttarberinn, sit í sæti 21A og við hlið mér situr barn, í sæti 21B, þá þarf barnið að fara í stofufangelsi með mér í 5 heila daga.

Sitji barnið hins vegar í 20A, beint fyrir framan mig, en í 20B situr bólusettur vinur minn eða frænka mín sem sér um að rétta barninu djúsa og samlokur á meðan ég les í bók i sæti 21B þá er barnið frjálst ferða sinna við komuna til Íslands. 

Er þetta rétt skilið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband