Þriðjudagur, 29. júní 2021
Skítt með úrtakið, það er niðurstaðan sem skiptir máli
Seinustu mánuði hafa fjölmargir aðilar gert allskonar prófanir á allskonar lyfjum með það að markmiði að þróa skilvirkar meðferðir gegn COVID-19, sérstaklega nú þegar enginn treystir bóluefnum gegn afbrigðum og þar fram eftir götunum, og rándýr bóluefni á tilraunastigi sem valda oft alvarlegum aukaverkunum eru ekki allra smekkur.
Í þessum prófunum á meðferðum hafa fleiri hundruð og jafnvel þúsundir einstaklinga fengið hina og þessa lyfjaskammta og upplifað 70-80% minni veikindi og færri dauðsföll og fleira gott. Svolitla samantekt má finna hér frá m.a. Ástralíu, Mexíkó og Indlandi.
Samt er sífellt barið á þá trommu að engin skilvirk meðferð finnist! Það vantar klínískar rannsóknir á slembikenndum úrtökum til lengri tíma!
Og já, já, það er alveg rétt. En takist í eitt skipti að smala í undir 300 manna úrtak í Noregi til að kanna langtímaafleiðingar COVID-19 þá er hægt að slá í stóra fyrirsögn, svona eins og menn hafi komist að mikilvægu atriði og vísindalegri staðreynd sem á að fá okkur til að hræðast veiruna enn meira.
Ég held að bæði sé rétt: Að það finnist skilvirkar lyfjameðferðir gegn COVID-19 sem lítið eru ræddar, og að COVID-19 leggist illa á suma, ýmist til skemmri eða lengri tíma, eða jafnvel bæði, á meðan aðrir viti varla að þeir eru með veirusjúkdóm.
Út frá því má svo kannski álykta sem svo að ef fleiri meðferðir stæðu til boða og væru teknar til greina þá væru minni líkur á alvarlegum eftirköstum COVID-19.
En nei, þá hættir fólk að nenna í bólusetningu.
Og við viljum það ekki. Meðferðir og dræm þátttaka í bólusetningum? Þá væri hætt við að skilyrt markaðsleyfi (neyðarleyfi) falli úr gildi!
Og við viljum það ekki, er það nokkuð?
Eftirköst algeng hjá ungu fólki með væg veikindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Athugasemdir
Greinilega enn ein þessara óvönduðu rannsókna sem sjá má út um allt. Á Bretlandi var gerð vönduð rannsókn á þessu þar sem notaður var samanburðarhópur og mat lagt á einkenni 14-17 ára sem höfðu smitast. Niðurstaðan var að enginn munur var á einkennum þeirra sem höfðu fengið pestina og hinna sem ekki höfðu fengið hana. Þ.e. það voru engin langtímaeinkenni.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.6.2021 kl. 18:20
Það er að vissu leyti gott að vísindamenn í öllum heimshornum eru að rannsaka allt mögulegt og nota sem fjölbreyttastar aðferðir. En 300 manna úrtak með svona sláandi niðurstöðum og svona úr takt við stærri rannsóknir er ekki efni í fyrirsagnir heldur að menn fari aftur að teikniborðinu og athugi hvort úrtakið hafi nú ekki verið meingallað. Kannski var auglýst eftir fólki sem fann fyrir langtímaáhrifum... af einhverju!
Geir Ágústsson, 30.6.2021 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.