Stopp! Nei! Engar meðferðir finnast!

Seinasta eina og hálfa árið eða svo hafa læknar og vísindamenn um allan heim keppst við að prófa allt sem þeir geta til að berjast við hinn svokallaða heimsfaraldur. Bóluefnin eru bara hluti af þeirri viðleitni þótt lítið sé um það rætt. 

Ýmislegt hefur komið í ljós. Svo virðist sem ýmis lyf hafi áhrif á veiru og geti dregið þrótt úr henni. Sem dæmi má nefna að í Indlandi komust menn að því að "two-dose ivermectin prophylaxis at a dose of 300 μg/kg with a gap of 72 hours was associated with a 73% reduction of SARS-CoV-2 infection among healthcare workers for the following month", og í Mexíkó að ákveðin lyfjablanda skili sér í "reduced the risk of hospitalization by 75%" og "reduced the risk of death by 81%". Í Ástralíu lögðu menn út í að "systematically" skoða "the evidence for the applicability of ivermectin against viral infections including SARS-CoV-2 regarding efficacy, mechanisms and selective toxicity" og komust að því að "repurposing ivermectin as an antiviral agent is promising" í baráttunni gegn veiru.

En hvað gerist ef skilvirk lyfjameðferð gegn COVID-19 finnst? Þá falla neyðarleyfi bóluefnanna úr gildi. Hætta er á því að fólk veigri sér við að fara í bólusetningu og fari að treysta heimilislækni sínum í staðinn, sem væri skelfing. Milljarðar og aftur milljarðar eru í húfi fyrir bóluefnaframleiðendur. 

Þegar einhver nefnir lyfjameðferð gegn COVID-19 er um leið sprottinn upp kór af svokölluðum sérfræðingum sem draga slíkt í efa. 

En hvað með bóluefnin? Þau eru svo örugg, skilvirk og veita góða vernd!

Samt hafa þau verið rannsökuð í skemmri tíma en ýmis lyf sem má telja líklegt að læknar hafi verið byrjaðir að prófa sig áfram með strax á upphafsdögum faraldurs og hafa dugað til að bjarga fólki á áttræðisaldri frá gjörgæsluvist.

Bóluefni, já!

Lyfjameðferðir, nei!

Glæný bóluefni eru örugg, skilvirk og veita góða vernd og aukaverkanir eru jú bara eðlilegur hlutur!

Ódýr, vel þekkt og örugg lyf eru gagnslaus, hjálpa engum og á helst ekki að ræða!

Og svo er verið að uppnefna þá sem gagnrýna yfirgengilegar sóttvarnaraðgerðir samsæriskenningasmiði! Er því ekki algjörlega öfugt farið?


mbl.is Nýtt lyf fyrir sjúklinga með Covid-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Ég fylgist vel með þessum málum og blogga alla virka daga um tilkynntar aukaverkanir og fleira tengt þessum faraldri.

Það er búið að vera skelfilegt að fylgjast með þessu undanfarið ár, og öllum lygunum og blekkingunum sem búið er að matreiða ofan í okkur hér á landi sem og annars staðar í heiminum.

Þessi tilraunaefni eru þegar búin að valda stórkostlegum skaða hér á landi, búið er að tilkynna hér á landi um 115 alvarlegar aukaverkanir, þar af 23 andlát, og í heildina 1.673 aukaverkanir síðan þessar "bólusetningar" hófust!

En áfram skal haldið að sprauta þessum efnum í fólk!

Kristín Inga Þormar, 17.6.2021 kl. 11:13

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar horft er til þess að uppgötvun áhrifa Ivermectin gegn sníkjudýrum hlaut nóbelsverðlaunin 2015 er undarlegt að allir helstu sérfræðingar heims láti sem lyfið sé ekki til.

En kannski ekki. Umbúðirnar um pillurnar kosta maegfalt meira en sjálft lyfið. 

Ragnhildur Kolka, 17.6.2021 kl. 13:23

3 Smámynd: Haukur Árnason

Ivermektin.  ( sá þetta fyrst á Sky,   viðtal við Borody í mars 2020. )

Prófessor Thomas Borody, frá Center for meltingarfærasjúkdómum í Sydney í Ástralíu, um Ivermectin-undirstaða meðferðar við COVID-19.
Hann fullyrðir að lækna megi alla af cowid-19, ef að þessi aðferð sé notuð strax eða fljótlega. Hann talar um 6 til 10 daga. Með Ivermektin skal nota Doxycycline og Zink.

Ég fann ekkert um skammtastærð.

„Það getur meðhöndlað og losað sig innan 6 til 10 daga frá kransæðavírnum“

„Það er auðveld, mjög auðveldur vírus að lækna, þegar þú sameinar skammtinn sem við höfum lýst, vegna þess að það hindrar vöxt galla, og það hverfur bara, og þú getur ekki lengur fundið það hjá sýktum einstaklingi.“

"Þetta er mjög auðveldur vírus að lækna" þýðir varla annað en hann er búin að nota þetta mörg ár.
Hann fékk enga áheyrn´hjá heilbrygðisyfirvöldum þar.
Nú er látið eins og þetta hafi ekki verið vitað fyrir löng.

Haukur Árnason, 17.6.2021 kl. 20:36

4 Smámynd: Hörður Þormar

Síðasta sólarhring létust "aðeins" 105 í Þýskalandi með Covid. Þar með er ekki fullyrt að þeir hafi látist úr sjúkdómnum.

Þetta skal alltaf hafa í huga, hvort sem  um er að ræða sjúkdóminn eða bólusetninguna gegn honum.

Hörður Þormar, 17.6.2021 kl. 22:16

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Haukur,

Þessir Dr. Borody er athyglisverð rödd sem var vitaskuld þögguð niður. Hér er tilvitnun í hann frá ágúst 2020:

"We have a therapy that can fight COVID-19. The medications have been around for 50 years, they are cheap, FDA and TGA approved and have an outstanding safety profile. Why are we just waiting around for a vaccine? To save lives we should be using whatever is safe and available right now. We could lead the world in this fight."

"No trial has shown Ivermectin-based therapy to be ineffective. In-fact, international data reports an almost 100% cure rate and a symptom improvement within 4-6 days. We should share Australian findings from this triple therapy with the world," said Professor Borody.
https://www.nasdaq.com/press-release/ivermectin-triple-therapy-protocol-for-covid-19-released-to-australian-gps-for

Sky News host Rowan Dean says Australian health bureaucrats “scandalously stopped” Professor Thomas Borody from saving thousands of lives and putting Australia at the forefront of COVID-19 treatments worldwide.
https://www.skynews.com.au/details/_6215928983001

Sem betur fer voru sumir að hlusta, og hér er dæmi frá Perú:

"For nine states having mass distributions of IVM [ivermectin] in a short timeframe through a national program, Mega-Operación Tayta (MOT), excess deaths at +30 days dropped by a population-weighted mean of 74%, each drop beginning within 11 day after MOT start. Extraneous causes of mortality reductions were ruled out. These sharp major reductions in COVID-19 mortality following IVM treatment thus occurred in each of Peru’s states, with such especially sharp reductions in close time conjunction with IVM treatments in each of the nine states of operation MOT."
https://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=3765018

Það er kominn tími til að ýta sóttvarnaryfirvöldum til hliðar og hleypa læknunum að aftur.

Geir Ágústsson, 18.6.2021 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband