Veira og gögn

Nú þegar heimurinn er búinn að eyða að verða þremur misserum í allskyns tilraunir til að halda veiru í skefjum eru gögnin loks að skila sér í hendur vísindamanna sem geta þá vegið og metið hvaða sóttvarnaraðgerðir voru skilvirkar og hvaða aðgerðir gerðu ekkert nema drepa hagkerfið, ýta undir sjálfsmorð og brottfall úr skóla, flýta ellihrörnun, félagslega einangra, stuðla að gjaldþrotum og atvinnuleysi og eyðileggja íþrótta- og félagsstarf.

Umfjallanir um slíkar rannsóknir má m.a. nálgast hér og hér.

Og hvað er að koma betur og betur í ljós? Jú, til dæmis að lokanir höfðu ekki áhrif á útbreiðslu veiru en þeim mun meiri á atvinnuleysi. 

Þetta er mjög í anda fyrri leiðbeininga um aðgerðir til að halda veirum í skefjum: Ekki loka. Sendu veikt fólk heim til sín. Þvoðu á þér hendurnar. Passaðu viðkvæma hópa. Punktur.

Grímur, lokanir á fyrirtækjum, samkomutakmarkanir, stofufangelsi, landamærafangelsi og fleira slíkt voru tilraunir. Í upphafi faraldurs voru þær réttlætar sem skammtímaaðgerðir á meðan menn væru að læra á veiru og áhættuhópa vegna hennar. Það átti að fletja út kúrvuna og verja heilbrigðiskerfið. En einhvers staðar gleymdist allt þetta og enginn man lengur af hverju. Gögnin hafa heldur ekki réttlætt hinar harkalegu aðgerðir. Enn er talað í getgátum svona eins og ekkert hafi lærst seinustu þrjú misseri. Enginn hefur fyrir því að setja dauðsföll af öðrum orsökum en veiru í samhengi við meinta hættu vegna veiru. Þess þarf greinilega ekki enda allir stjórnmála- og blaðamenn á bandi þeirra sem hvað harðast vilja ganga fram, og margir læknar þora varla að tjá sig af ótta við bannfæringu eða brottrekstur.

Það er kominn tími til að enda þessa sturlun og fá gamla normið aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband