Hvað með kjarnorkuvopn, pandabirni og skógrækt?

Nýr fríversl­un­ar­samn­ing­ur Íslend­inga og Breta er í höfn og tek­ur hann til allra þátta viðskipta milli ríkj­anna. Ásamt því að veita Íslend­ing­um mik­il­væg­an aðgang að bresk­um mörkuðum, og öf­ugt, þá er að finna í samn­ingi ríkj­anna um­fangs­mikl­ar skuld­bind­ing­ar á sviði lofts­lags­mála, sjálf­bærni og jafn­rétt­is­mála. 

En bíddu nú við, hvað með kjarnorkuvopn? Vantar ekki eitthvað um kjarnorkulaust Bretland? Og pandabirnir eru í útrýmingarhættu - gleymdist að skrifa þá inn í fríverslunarsamninginn? Síðan virðist ekki standa neitt um skógrækt. Er hún ekki mikilvæg?

Hvað um það. Á meðan tollar eru lágir og tæknilegar viðskiptahindranir í lágmarki þá gerir ekkert til að bæta við allskonar dygðarflögun í viðhengi.


mbl.is Sögulegur samningur Íslands og Bretlands í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Vel mælt, Geir. Gott að fá samninginn um frjálsa verslun, en það er allt annað en loftslagskvótar eða valdefling kvenna.

Ívar Pálsson, 4.6.2021 kl. 13:02

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvað fáum við svo með því að tilkynna okkur svona úrkynjuð?

Ásgrímur Hartmannsson, 4.6.2021 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband