Eru landlæknir og sóttvarnarlæknir sammála?

Ég velti því fyrir mér hvort landlæknir og sóttvarnarlæknir séu sammála því að það eigi að bólusetja unga krakka sem eru ekki í neinni hættu vegna veiru (raunar í meiri hættu vegna flensunnar en kórónuveirunnar).

Af heimasíðu landlæknis (einnig í viðhengi ef mönnum dettur allt í einu í hug að skipta um skoðun):

Börn smitast síður en aðrir íbúar. Ekki er mælt með bólusetningu fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

Landlæknir er a.m.k. fyrir löngu hættur að standa vörð um lýðheilsu og alveg beygt sig í duftið fyrir sóttvörnum. Og nú er gengið gegn leiðbeiningum landlæknis þegar kemur að bólusetningum á krökkum.


mbl.is Byrjað að bólusetja ungmenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó hættan sé minni þá er hún samt fyrir hendi. Og afleiðingarnar geta verið alvarlegar þó þær séu ekki dauði.   https://www.visir.is/g/20202043236d  "„Eftir Covid er Natan í raun langveikt barn en við horfum á björtu hliðarnar, Natan er á lífi og við ætlum í gegnum þetta, hann mun verða full frískur á ný,“ segir Hulda Dóra ákveðin. "

Það að mæla ekki með einhverju er ekki það sama og að vera mótfallinn því. Ég, til dæmis, er ekki á móti því að verkfræðingar bloggi en ég mæli ekki með því.

Vagn (IP-tala skráð) 25.5.2021 kl. 15:20

2 identicon

Sæll Geir,

Miðað við hvernig þetta er og hefur verið, þá stendur ekkert annað til hjá sóttvarnalækni en bólusetja alla aldurshópa, svo og barnahafandi konur með þessum tilraunarbóluefnum. Nú og ekki reyna segja mér að sóttvarnalæknir og fleiri fái ekki bónusa og hvað eina fyrir að koma inn þessu bólusetningum eins og sóttvarnalæknar erlendis hafa árum saman fengið greitt fyrir.
KV.