Fletjum kúrvuna, eða hvað?

Fyrir um ári síðan var talað um að fletja út kúrvuna. Það tókst, af ýmsum ástæðum, meðal annars með því að gera fjórðung vinnufærra á Suðurnesjum atvinnulausa. 

Þrátt fyrir að leggja þrjú veirupróf á þá sem vilja koma til Íslands hafa komið upp "smit". Enginn veikur, vel á minnst. Ekkert Landakotsklúður í uppsiglingu, vel á minnst. En "smit", segja þeir.

Strax er talað um næstu bylgju. Þetta ítrekaða bylgjutal er séríslenskt, svo því sé haldið til haga. Flest ríki eru enn í bylgju tvö.

Allt tal um að fletja út kúrvuna er gufað upp. Það er ekki ætlunin lengur. Ætlunin er að eyða loftborinni veiru algjörlega, eða bíða á meðan afgangur heimsins gerir það á einhvern undraverðan hátt.

Læknar segja að þeir hafi lært ýmislegt seinustu 12 mánuði en greinilega ekkert nothæft: Engar forvarnir eru taldar duga, engin lyf eru talin áreiðanleg og engar meðferðir eru taldar nægjanlega góðar til að leyfa veiru að fjara út af náttúrulegum ástæðum, á meðan læknar grípa þá örfáu sem þurfa á aðstoð að halda.

Íþrótta- og skólastarf barna er enn og aftur komið í skuggann á bylgjutali. Ef þú átt fyrirtæki skaltu byrja að fylla út umsóknir fyrir styrki sem koma seint eða jafnvel aldrei. 

Það er bara eitt að segja: Helvítis andskotans vitleysa.


mbl.is Framhald faraldursins ræðst á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við eðlilegar kringumstæður væri búið að leggja Þórólf inn á lokaða geðdeild.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2021 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband