Icesave, CO2, þrælahald og COVID-19

Ég veit að það fer í taugarnar á mörgum að sífjölgandi gagnrýnisraddir á sóttvarnaryfirvöld fái yfirleitt að heyrast.

"Á bara að drepa gamla fólkið?"

"Ertu ekki að taka heimsfaraldurinn alvarlega?"

"Er ekki betra að vera varkár en kærulaus?"

"Grímur eru nauðsynlegar!"

"Hlustaðu á vísindin!"

Það fór líka í taugarnar á mörgum þegar gagnrýnisraddir á Icesave-samningana fóru á kreik.

Og óþolið fyrir þeim sem trúa ekki á heimsendaáhrif svolítillar losunar á CO2 er algjört.

Og fyrir margt löngu voru líka einhverjir síkvabbandi nöldrarar að gagnrýna þrælahald og vildu banna það án þess að hafa reiknað út efnahagsleg áhrif á plantekrur og námur þess tíma.

Það sem ég á við er að oft halda yfirvöld og klappstýrur þeirra úti einhverri línu - einhverju stefi - sem við eigum einfaldlega að taka undir.

Þeir sem gera það ekki eru hávær, grenjandi minnihluti. Afneitarar! Draumórafólk! 

En sem betur fer heyrast raddir sem gagnrýna meginstefið. Sem betur fer! Þær eru samfélagi okkar alveg bráðnauðsynlegar. Mörg meginstef hafa reynst vera bull og vitleysa. Málefnalegri gagnrýni á að svara með málefnalegum mótrökum, ekki taugatitringi og útilokun frá opinberri umræðu. 

Áfram gakk, gagnrýnendur meginstefsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Sem raunvísindamaður hefðir þú átt að sleppa ICEsave og þrælahaldi, vitna frekar í mótbyr Galíleó, skilningsleysi samtímans á eplakenningu Newtons, að ekki sé minnst á pöntunina á spennutreyju eftir að Einstein hélt tölu sína á einhverri ráðstefnu stærðfræðinga, og sagði að tíminn væri afstæður.

Þú vísar þá í efasemdir um ný viðhorf eða nýja nálgun, þó studd sé stærðfræðilegum rökum, þá kunnu ekki allir gagnrýnendur þá stærðfræði sem lá að baki.

Að vísa hins vegar í ICEsave eða þrælahald, eitthvað sem byggðist á siðferðislögum rökum, er hins vegar klént, það hafa ekki allir þá siðfræði að skilja að drepsótt sé þekkt pein inn the ass, eða þá verkfræðilega nálgun að skilja mannúðina að baki gasklefunum (dkjóklaust, viðkomandi verkfræðingur sem hannaði þá vísaði í sögulegar þekktar gyðingaofsóknir) það er fyrst það var í eðli okkar að ofsækja afbrigðilegheit (líkt og gyðingdómurinn var miðað við kristni)þá var eins gott að klára viðkomandi ofsóknir fyrir eitt skipti fyrir allt, og það á mannúðlegan hátt, svona miðað við brennur og morð fyrri tíma.

Og á þessu er aðeins ein skýring, Geir verkfræðingur, þrátt fyrir allan áróðurinn, og rangfærslurnar og bullið sem þú hefur hengt þig á, þá hefðir þú aldrei orðið verkfræðingur ef þú skyldir ekki stærðfræðina að baki veldisvexti.

Ég efa ekki að fíflin sem þú vitnar í, hafa ekki græna glóru um þá stærðfræði, eða eru svo einbeitt í heimsku sinni líkt og ágætur verkfræðingur hér á Moggablogginu, að tala um dánartíðni og meinlausa veiru út frá tölfræði hinnar samfélagslegu lokana, en þú komst upp um þig Geir með þessar réttætingarfærslu þinni.

Þú veist betur.

Réttlætir þig með vísan í huglægt, forðast hins vegar hina grimmu stærðfræði drepsóttarinnar.

Sem sannar aðeins eitt, frjálshyggjan þín er úr ranni trúboðs Hayeks, hefur ekkert að gera með hagfræði eða kenningar Friedmans.

En sjálfsagt er það sérviska að þekkja muninn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.2.2021 kl. 16:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ómar,

Það má syngja úr takt við meginstefið á mörgum mismunandi forsendum. Stærðfræðin var enginn vinur þeirra sem vildu afnema þrælahald - þvert á móti: Afnámssinnar gátu ekki sýnt fram á að hagkerfið gæti "gengið upp" án þrælahalds. Stærðfræðin var hér óvinur siðfræðinnar.

Og stærðfræði er óvinur unga fólksins sem er haldið frá skóla og félagslífi. Það er jú búið að "reikna út" að meint drepsótt muni drepa svo og svo marga (en sem betur fer var rangt reiknað eins og hefur komið í ljós frekar en reiknað rétt út).

Stærðfræði gat heldur ekki reiknað út viðbrögð ESB við því að ICEsave-reikningunum var stungið fyrir dómstóla. Það má vel hugsa sér allskyns mögulegar afleiðingar, en menn tóku samt slaginn.

Svo það er rétt, ég hefði ekki klárað verkfræði án stærðfræði en sem betur fer eru ekki öll mál útkljáð með stærðfræði, tölvulíkönum og útreikningum. Suma slagi þarf að taka með hjartanu, ekki höfðinu: Að trúa á að lífinu eigi að lifa lifandi en ekki í öryggi fangaklefans.

Geir Ágústsson, 15.2.2021 kl. 17:34

3 identicon

Meginstef eins og að jörðin sé hnöttótt, rasismi sé slæmur, barnaníð óverjandi og pyntingar ólýðandi. Þau eru mörg meginstefin. En það er til viss hópur "sérstaks" fólks sem þrammar um göturnar, öskrandi með sína álhatta "Áfram gakk, gagnrýnendur meginstefsins!". Fólk sem gæti talið það góða hugmynd að stökkva frjáls út úr flugvél, að lífinu eigi að lifa lifandi, laus við fjötra heftandi fallhlífar. En gerir leiðinlega lítið af því.

Vagn (IP-tala skráð) 15.2.2021 kl. 22:10

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það er vissulega algengt að óska þessum óþolandi minnihluta dauða. Hérna ertu í góðum hópi þeirra sem framkvæmdu nornabrennur og grýttu verslanir Gyðinga. Nema þú sért hér Jarðmiðjukenningamaður í kufli kaþólsks biskups.

Geir Ágústsson, 16.2.2021 kl. 06:46

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Góð tilraun Geir, en það háir þér alltaf að þú ert raunvísindamaður, þú átt því alltaf erfitt með að skauta framhjá staðreyndum þegar þú hengir hatt þinn á einhverja vitleysu.  Sem reyndar er ein af ástæðum þess að hvað þú ert skemmtilegur þjóðfélagsrýnir, en það er önnur saga.

Sjálfsagt má finna stærðfræði í ICEsave og örugglega kunnu þrælahaldarar stærðfræði, allavega debet og kredit bókhald.  Og ef dýpra er kafað þá má örugglega slá því fram að lífið sé einn allsherjar lógaritmi, en það kemur bara afstöðu til þessara mála lítt við.

Hins vegar ef þú færð að hanna nýju Sundabrúna þá segir þú ekki, mér finnst,til dæmis að brúin eigi að vera umhverfisvæn og því byggi ég hana úr endurunnum pappa, eða sagt að stærðfræði sé ofmetin og því reikna ég ekki út burðarþol hennar.  Hvað þá að ef þú hefur reiknað út burðarþol hennar eftir kúnstarinnar reglum, byggt hana óaðfinnanlega, og fullyrt síðan út frá því að kröfur um burðarþol og allir útreikningar þar um, hafi verið óþarfir, með rökunum; Sjáið þið, brúin þolir alla umferð.

Það er nefnilega hægt að finnast ýmislegt um brýr, en en menn hvorki rífast eða hundsa stærðfræðina sem að baki býr.

Það er eins með veirusýkingar, þú rífst ekki við stærðfræði útbreiðslu þeirra, og ef veiran er banvæn, þá rífst þú ekki um það. Þú rífst ekki um staðreyndir, þú getur haft skoðanir á þeim.

Og þetta veit raunvísindamaðurinn innst inni, ekki nema pólitískar lífsskoðanir hans hafa gert hann þeim mun heimskari.

Andsvar þitt hér að ofan gerði ekkert annað en að staðfesta að þér er þetta mæta ljóst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2021 kl. 09:14

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Þú getur kannski rökstutt af hverju á að taka mark á þessum tölvulíkönum.

Einfeldingurinn ég vill kannski bera saman tvö línurit - spá vs. hneigð - og komast að þeirri niðurstöðu að þótt tölvulíkön noti jöfnur stærðfræðinnar þá eru þau ekki að spá neinu rétt (frekar en loftslagslíkönin).

Dæmi um spá:

https://projects.fivethirtyeight.com/covid-forecasts/

Dæmi um hneigð:

https://www.worldometers.info/coronavirus/

En þá er hægt að segja: Í upphafi faraldurs vissu menn ekkert, voru logandi hræddir og allir held ég nokkuð með á því að gera "eitthvað", og meira að segja hörðustu tortryggjendur meginstefsins voru með. En sú neyðarbremsa á samfélag og hagkerfi átti að aftengjast í haust þegar menn þekktu áhættuhópa, voru búnir að læra á nokkra lyfjakokkteila og farnir að sjá grafalvarlegar afleiðingar lokana.

Geir Ágústsson, 16.2.2021 kl. 10:02

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Landeyjahöfn er dæmi stærðfræðilegt verkfræði undur, en hún virkar ekki eins og spálíkanið.

Að ætla að halda niður kvefi með því að fletja út talnakúrfu í spálíkani eru vúddú vísindi.

Magnús Sigurðsson, 16.2.2021 kl. 13:37

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Láttu ekki svona Geir, þú veist jafnvel og ég að niðurstaða spálíkana hafa ekkert með stærðfræðina að gera, að því gefnu að menn kunna að reikna, heldur hvaða forsendur menn gefa sér.

Síðan er þér guðvelkomið eins og öðrum að hafa skoðanir á sóttvörnum, sem og að setja meintan ávinning þeirra á vogarskál þess kostnaðar sem af þeim hlýst.  Það er líka ekkert af því að hafa þá siðferðislega skoðun að einhvern tímann skal sérhver maður deyja, að því gefnu að þú takir ekki japanska gúrúinn á þetta sem var hengdur fyrir að koma þeirri flugu í hausinn á fylgismönnum sínum að það væri þarft verk að flýta fyrir útrýmingu mannkyns, því það væri hvort sem er á leiðinni til Heljar.

Sem vitsmunaveru er þér hins vegar ekki heimilt að afneita staðreyndum, til dæmis að þessi veira er banvæn við viss skilyrði, að veirur fjölgi sér eftir veldisvexti, (smitstuðull hærri en 1,0), og þar með eru fjöldi dauðsfalla háður veldisvexti.

Hve banvæn veiran er vestrænum samfélögum geta menn rifist um, vegna þess að hún hefur hvergi fengið að vinna sína vinnu óáreitt, alls staðar hefur verið reynt að loka á smitleiðir hennar með almennum sóttvörnum og síðan samfélagslegum lokunum þegar þær hafa ekki dugað.

Það sem er vitað er veldisaukning hennar á upphafsstigum og síðan línulegur vöxtur þegar samfélagslegar lokanir hindra útbreiðslu hennar.

Það er vitað að hún er ákaflega banvæn vissum hópum, það er vitað að baki sérhverju dauðsfalli er x fjöldi sem nútímalæknavísindi hafa bjargað, það er einnig vitað að við óhefta útbreiðslu hrynur heilbrigðiskerfið með þeim afleiðingum að ekki aðeins þessi x fjöldi bætist við dánartöluna, heldur líka deyr fólk með aðra sjúkdóma sem fær ekki nauðsynlega meðferð eða meðhöndlun.

Einnig er vitað að fullfrískt fólk glímir við langtímaafleiðingar veirusýkingarinnar og er óvinnufært.

Síðan er það þekkt staðreynd, að þrátt fyrir að tölfræðilega séu mun meiri líkur á stökkbreytingum sem draga á alvarleika veirusýkinga, þá tölfræðilega kemur fyrr eða síðar stökkbreyting sem smitar meira, og fellir fleiri.

Það er þessi óþekkt faktor sem enginn getur sagt til um.

Ég fæ ekki að því gert Geir að stundum finnst mér þú heykjast á þessum staðreyndum þegar þú setur upp vogarskál þína, og tel þitt innra sjálf taka undir það í þessum pistli þínum sem og málsvörn.

Ef það er með vilja þá er það á vissan hátt nálgun á aðferðafræði hins japanska gúrús sem var talinn ábyrgur fyrir blásýruárásina í neðanjarðarlestarkerfi Toykýó, það er að flýta fyrir ótímabæru andláti meðborgara sinna.

Sem menn sannarlega gerðu í Bretlandi, Svíþjóð og víðar.

En ég ætla þér það ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2021 kl. 13:59

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Þarna koma það - ásökunin "grandma killer". Þannig sleppur þú við að takast á við eftirfarandi:

    • Óbeinar afleiðingar þess að loka fyrirtækjum, landamærum, skólum, íþróttastarfi, félagslífi og afþreyingu ("non-essential" starfsemi), svo sem aukinni vanlíðan, brostnum framtíðarhorfum, aukin misnotkun vímuefna, brottfalli úr skóla, eyðilögðum draumum, gjaldþrotum, skuldasöfnun og jafnvel sjálfsvígum

    • Þá haugalygi í upphafi faraldurs að markmið sóttvarnaraðgerða væri að "fletja út kúrvuna" og "hlífa heilbrigðiskerfinu". Kúrvan er fyrir löngu flöt og yfirlæknir COVID-19 göngudeildar er búinn að vera alsæll með langar kaffipásur síðan í desember

    • Þá haugalygi að þegar væri búið að bólusetja viðkvæma hópa og framlínustarfsmenn þá megi samfélagið opnast á ný. Allt í einu eru ALLIR í bráðahættu, og jafnvel fleiri og fleiri eftir því sem fleiri eru bólusettur, fleiri settir á bak við grímu og fleiri úrræði til að takast á við og draga úr áhrifum sýkingar skjóta upp kollinum

    Þú áttir þinn blómatíma í þessari umræðu fyrir löngu síðan en núna ertu bara orðinn hluti af áróðursmaskínu, því miður. En það er kannski af því það er þín skoðun að áróðurinn eigi rétt á sér, þótt markleysan vaxi dag frá degi.

    Geir Ágústsson, 17.2.2021 kl. 08:12

    10 Smámynd: Ómar Geirsson

    Geir minn, þinn vandi er ástæða þess að ég mætti inn á þennan þráð þinn, þú  mátt bulla eða vitna í bull eins og þú vilt, þetta er þín síða, efnistökin eru þín.  En það þarf að gæta að rökunum.

    Ég veit ekki hvort þetta er sérviska í mér eða ekki, en ég hnaut við réttlætingu þína, á því sem er ekki hægt að verja, þegar þú vísar í baráttu okkar gegn ICEsave þrælasamningum Svavars og Jóhönnu.  Þér að segja, og þú veist það, þá háðu þið frjálshyggjumenn ekki síður stríð við þá samninga en og ég og mínir líkir, þið sýnduð einurð sem er virðingarverð gagnvart skítugu fjármagni og þeim hallelújakór sem réttlætti þrælkun fólks, almennings, ríkja, í vísun í eitthvað sem kallað var frjálst flæði og regluverk hins eina frjálsa markaðar.

    Óendanlega virðingarvert, þið tókuð hugsjónir og lífsskoðanir fram yfir meintan fjárhagslegan ávinning að kóa með auðnum og því fjármagni sem stjórnaði öllu á þessum árum, og stjórnar enn.  Og ég ver þá virðingu í hjarta mínu, þó ég komi úr ranni alls þess sem kallast má andstæður við þess sem þið tengið ykkur við.

    ICEsave er samt huglægt, andstæðingar þess sem byggðu bæði á lagalegum rökum, sem og siðferðislegum, geta ekki notað það stríð sem réttlætingu á öðrum stríðum, hvert stríð heimtar sína réttlætingu.

    Þú veist það Geir, þess vegna ert þú svona fúll.

    Taktu eftir því að ég benti þér á staðreyndir sem þú rífst ekki yfir, og við vitum báðir að það þarf mjög heimskan mann til að rífast við stærðfræðina að baki veldisvexti.  Og þú sem verkfræðingur hefur ekki vanþekkingu þér til afsökunar.

    Samt óþarfi að láta mig fara svona í taugarnar á þér, eða missa sig svona í síðustu málsgrein þinni, við vitum báðir að hún er ekki rétt.

    Um það sem þú sagðir þar að ofan, þá geri ég ekki ágreining um þá skoðun þína, vissulega get ég alveg efnisrætt hana, en það er ekki nenna mín, hvarflar ekki að mér að bögga veikleika rökfærslu þinnar.

    Þetta er jú þinn umræðuvettvangur, og þú ræður þeim markaði sem þú höfðar til, vettvangur bjánanna er jú ekki verri vettvangur en hver annar.

    En ef þú hefir ekki orðið svona sárreiður, þá hefðir þú tekið eftir afgreiðslu minni, sem var ekki tilviljun, því ég vildi ekki að raunvísindamaðurinn snéri út úr stærðfræði veldisvaxtarins með því að ræða ávinning sóttvarna versus þess að láta farsóttina hafa sinn gang.

    Eiginlega lungað af máli mínu, en ég hef jú þann leiða ávana að rökstyðja mitt mál.

    Svo ég vitna í sjálfan mig, þá rífst enginn við þessa umræðu; "Síðan er þér guðvelkomið eins og öðrum að hafa skoðanir á sóttvörnum, sem og að setja meintan ávinning þeirra á vogarskál þess kostnaðar sem af þeim hlýst.".

    Þetta var bara ekki málið Geir.

    Kveðja að austan.

    PS.  Ef þú hefðir sleppt ICEsave, þá hefði ég aldrei gert athugasemd við færslu þína.

    Ómar Geirsson, 17.2.2021 kl. 11:15

    11 Smámynd: Geir Ágústsson

    Ómar,

    Ég beindi kannski í ósekju reiði minni að þér þegar mér flaug til hugar ásökunin "grandma killer" (algengur frasi), enda var ýjað að því að ég vildi fólk dautt með því að vilja samfélag á lífi (og hér má vera að þú lítir þannig á það, en það geri ég ekki).

    Hvað sem því líður þá held ég að við getum verið sammála um að meginstefið á ekki alltaf að fá að viðgangast þótt við séu ekki endilega sammála hvaða meginstef það eru.

    Geir Ágústsson, 17.2.2021 kl. 12:33

    12 Smámynd: Ómar Geirsson

    Blessaður Geir.

    Láttu ekki hvarfla að þér slíka vitleysu, ég hef margoft tjáð virðingu mína gagnvart rökum þínum og lífsskoðunum,og ætla ekki beint að hætta því núna.

    Það er örugglega fullt að fólki sem böggar þig, það er sú staða sem þú kaust að verja þig.

    Breytir því ekki að þarna úti er fullt að bullurum, passaðu þig á þeim.

    Kveðja að austan.

    PS. Þið frjálshyggjumenn gerðu það sem mínir menn áttu að gera, ég er því landlaus, ekki þið.

    Ómar Geirsson, 17.2.2021 kl. 15:50

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband