Mjólkurverzlunin

mjolk

(Mynd: Alþýðublaðið - 263. Tölublað (18.12.1968))

Vínbúðinni í Borgartúni verður lokað frá og með mánudeginum 22. febrúar og rekstri hætt í núverandi húsnæði. 

„ÁTVR harm­ar þessa niður­stöðu en því miður eru ekki aðrir val­kost­ir að svo stöddu. Við biðjum viðskipta­vini okk­ar af­sök­un­ar á þeim óþæg­ind­um sem lok­un­in hef­ur í för með sér en bend­um á að næstu Vín­búðir eru í Kringl­unni, Skeif­unni og Skútu­vogi,“ seg­ir í tilkynningu ÁTVR (og blaðamaður bætir við að einnig sé verslun við Austurstræti).

Og þá er það mál úr sögunni, ekki satt?

Ég dvaldi um hríð í íbúð í Túnunum seinasta sumar og fannst frábært að geta skottast á fæti í áfengisverslunina í Borgartúni. Núna dugir sennilega ekkert minna en bifreið til að krækja í sopann. Það mætti segja að núverandi fyrirkomulag áfengisverslunar stuðli að aukinni umferð og þrýsting a stóru verslunarkjarnana að leggja land undir bílastæði.

Um leið dregur núverandi fyrirkomulag áfengisverslunar þróttinn úr minni kaupmönnum sem gætu annars starfrækt hverfisverslanir sem fólk getur skotist í á fæti eða hjóli.

Heilli verslun er lokað með einni tilkynningu og fólki bara bent á bílinn sinn.

Kannski sagan sé gleymd - tímar þegar sunnudagssala á mjólk var mál á borði sveitarstjórnar en ekki samkomulagsatriði milli neytenda og kaupmanna.

Því miður.


mbl.is Rekstri Vínbúðarinnar í Borgartúni hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Væri ekki ráð að leyfa vínsölu í matvöruverslunum með ákveðnum skilyrðum.

Sigurður I B Guðmundsson, 14.2.2021 kl. 12:45

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Mikil ósköp! Hér er úr mörgu að velja ef menn eru ekki tilbúnir að líta á áfengi eins og venjulega neysluvöru eins og tóbak, sykur og fitu:

Í Noregi mega matvöruverslanir selja áfengi upp að ákveðnum styrkleika til kl. 20 á kvöldin. (Ég hef staðið í röð í norskri búð með bjórkippu í körfunni og þegar kom að mér var klukkan nýdottin í 20:00 og ég fékk ekki afgreiðslu.)

Það yrði strax til bóta. Hagabúðin gæti sparað mörgum viðskiptavininum bílferð í Kringluna eða á Seltjarnarnesið. 

Geir Ágústsson, 14.2.2021 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband