Sérfræðingur í heimilislækningum, ekki satt?

Lyfjastofnun hefur gert Guðmundi Karli Snæbjörnssyni, sérfræðingi í heimilislækningum, að eyða tveimur Facebook-færslum sínum þar sem hann fjallar um lyfið Ivermectin og kosti þess gegn Covid-19. Frá þessu segir Fréttablaðið.

Armur Lyfjastofnunar nær sem betur fer ekki til háskólasamfélagsins þar sem meist­ara­rit­gerð í lyfja­fræði um lyfið Iver­mect­in virðist benda á góða eiginleika lyfsins í baráttu við veiru.

En ég spái nú samt í hlutverki Lyfjastofnunar hér í að skipta sér af tjáningu sérfræðings í heimilislækningum. Ég veit um dæmi þess að læknar hafi haft sjúklinga undir höndum sem hugsanlega þurfa á lyfjum að halda sem eru ekki á hinni einu réttu lyfjaskrá yfirvalda. Slíkir læknar sækja þá um undanþágu og fá að prófa tiltekið lyf á sjúklingi sínum. Hafi það virkni þá er vitaskuld unnið að því að sjúklingurinn fái áfram aðgang að lyfinu. 

Þetta er auðvitað fullkomlega eðlilegt. Læknar þekkja sjúklinga sína betur en tölvukerfið og þeir eiga vitaskuld að fá að beita sérþekkingu sinni og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja og laga heilsu skjólstæðinga sína. Hér á regluverkið ekki að flækjast of mikið fyrir.

Kannski munurinn hér sé sá að læknir er að tjá sig opinberlega og vekja von í brjósti fólks (nú þegar stefnir í endalausar seinkanir í bólusetningu). Kannski er að bólusetning er eina úrræðið sem má komast að, og vonin um eðlilegt sumar árið 2021 að vera eins veik og framleiðslugeta bóluefnaframleiðenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fyrir hvað stendur appelsínuguli liturinn í hausnum hjá þér?

Ert þú  opinber talsmaður björgunarsveitarfólks sem að þarf að sjást betur í fjarska við óvissu aðstæður

eða

ertu þarna að markaðssetja fána samkynhneigðra/gaypride-göngufólk?

Við þyrftum helst að fá það á hreint.

Jón Þórhallsson, 12.1.2021 kl. 13:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón,

Mér fannst þetta bara vera flottur filter. Kannski því ég ólst upp í Árbæ með sína Fylkisliti.

Takk fyrir innlitið.

Geir Ágústsson, 12.1.2021 kl. 14:30

3 identicon

Lyfjastofnun er ekki að skipta sér af tjáningu sérfræðings í heimilislækningum. Lyfjastofnun er að skipta sér af ólöglegri auglýsingu á síðu sérfræðings í heimilislækningum. Sérfræðingurinn í heimilislækningum hefur tjáð sig um lyfið á sínum síðum og lyfjastofnun ekki gert neina athugasemd við þá tjáningu. Þú getur farið á síðu sérfræðingsins í heimilislækningum og lesið hans tjáningu um lyfið, en núna án auglýsinga.

Sérfræðingar í heimilislækningum eru venjulega bara kallaðir heimilislæknar, enda eru þeir allir sérfræðingar í heimilislækningum.

Vagn (IP-tala skráð) 12.1.2021 kl. 14:53

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Eru til einhver skjáskot af því sem er kallað "auglýsing"? Auglýsing er almennt kostuð umfjöllun aðila sem hefur beinan hag af aukinni sölu. Er búið að rökstyðja slík vensl?

Annars er kannski mesta auglýsingin fyrir lyfið sú að Lyfjastofnun hafi gert mál úr umfjöllun á samfélagsmiðlum. Ætli hún sendi sjálfri sér bréf?

Geir Ágústsson, 12.1.2021 kl. 20:34

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér skilst að lyfið Ivermectin sé aðeins selt sem áburður hér á landi. Borið á húð dýra og manna vegna húðsýkinga. Til að nota það gegn Covid þarf það að vera í töfluformi. Kannski þessir 71 starfsmenn stofnunarinnar séu of uppteknir við að skoða Facebooksíður lækna til að finna tíma til að gefa leyfi á pillurnar.

Ragnhildur Kolka, 13.1.2021 kl. 00:54

7 identicon

Þegar textinn kemur beint þýddur upp úr auglýsingu framleiðanda er um auglýsingu að ræða en ekki skoðun, hvort sem tekst að sanna greiðslur eða ekki.

Vagn (IP-tala skráð) 13.1.2021 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband