Hvenær verður vettvangur skoðanaskipta að fjölmiðli með ábyrga ritstjórn?

Mig vantar hjálp til að skilja svolitla lagatækni sem ég botna ekki í.

Þegar fjölmiðill flytur frétt eða endurómar orð einhvers þá fylgir því ábyrgð ritstjórnar býst ég við. Fjölmiðill segir t.d. frá því að einhver aðhyllist kennisetningar Marx eða Hitlers. Fyrir því eru færð einhver rök. Ritstjórn skrifar undir fréttina. 

Reynist viðkomandi aðili sem fjallað er um vera ósammála getur hann krafist leiðréttingar eða jafnvel farið fyrir dómstóla og fengið ummælum hnekkt sem dauðum bókstaf. 

En hvað með samfélagsmiðla? Ef ég skrifa á samfélagsmiðla að einhver aðhyllist kennisetningar Hitlers eða Marx er þá samfélagsmiðillinn ábyrgur fyrir ummælum mínum? Reynist viðkomandi aðili ósammála er hann þá að fara draga mig, sem höfund efnisins, eða samfélagsmiðilinn fyrir dómstóla?

Því segjum sem svo að ég skrifi eitthvað á samfélagsmiðla sem reynist rangt eða er það augljóslega, eins og að einhyrningar finnist eða hvað sem er, og samfélagsmiðillinn sannreynir það ekki - leyfir því að standa - er samfélagsmiðillinn þá búinn að skrifa undir, eins og ritstjórn undir ranga frétt?

Með öðrum orðum: Með því að fjarlægja meintar rangfærslur af veggjum samfélagsmiðla eru samfélagsmiðlar þá ekki um leið búnir að kvitta undir allt hitt? Og taka á sig ritstjórnarlega ábyrgð? Og þar með orðnir fjölmiðlar frekar en vettvangur notenda?

Sjálfur er ég í auknum mæli hættur að treysta á samfélagsmiðla til að veita upplýsingar því ég veit að það er búið að fikta við straum efnis og að hluta til loka á hann. Mér er alveg sama hvort hið fjarlægða efni eru samsæriskenningar, bullvísindi eða hræðsluáróður. Ég veit bara að á milli mín og annarra notenda samfélagsmiðla er fyrirbæri sem segist vera að miðla efni annarra en er í raun að velja efni til og frá, eins og hver annar fjölmiðill (Mogginn, DV. BBC, Breitbart).

Og ef það er viðskiptalíkan stóru samfélagsmiðlanna þá bara þeir um það. Fleiri finnast.


mbl.is Amazon úthýsir vettvangi öfgamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta er allt góðar hugleiðingar= Hverjum er hægt  að treysta?

Ætti fólk með Dr.gráður ekki að hafa meiri ábyrgð en stjórnmálamenn?

----------------------------------------------------------------------------

Ættu lögkjörnir stjórnmálamenn á Alþingi ekki að hafa meiri ábyrgð

en óbreytt fólk í bloggheimum?

--------------------------------------------------------------------------

Ef að ég les einhverjar greinar í bloggheimum að þá lít ég slíkt bara sem umræðuflæði þar sem að fólki á  vera frjálst að segja sínar skoðanir

án þess að allt þar sé tekið of alvarlega.

------------------------------------------------------------------------------

"Sjálfur er ég í auknum mæli hættur að treysta á samfélagsmiðla til að veita upplýsingar því ég veit að það er búið að fikta við straum efnis og að hluta til loka á hann. Mér er alveg sama hvort hið fjarlægða efni eru samsæriskenningar, bullvísindi eða hræðsluáróður.

Ég veit bara að á milli mín og annarra notenda samfélagsmiðla er fyrirbæri sem segist vera að miðla efni annarra en er í raun að velja efni til og frá, eins og hver annar fjölmiðill".

(Mogginn, DV. BBC, Breitbart)

--------------------------------------------------------------------------

Það er einmitt það.

Jón Þórhallsson, 10.1.2021 kl. 14:02

2 identicon

 Gott kveld Geir.

Síðast þegar ég gáði þá brýtur samfélagsmiðill líkt og " facebook " íslensk persónuverndarlög og því að miklum líkindum ólöglegur.

Getur slíkur miðill haft einhvurra ábyrgð?

Ég hinsvegar í dag greini engann greinarmun á fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.

Því nákvæmlega sama innrætingin á sér stað á þessum báæum miðlum.

Ástæða þess að ég drep hér fingrum á lyklum er færsla þín "

Nýtt Indefence? "

Þjóðin er að ganga í gegnum svipaða atburðarrás og hún gékk í hruninu.

Líkt og þá, þá mun þjóðin hvergi koma nálægt hvernig núverandi fyrirfram ákveðinni atburðarrás líkur.

Dr. Skjóni (IP-tala skráð) 10.1.2021 kl. 21:55

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar miðill birtir eitthvað undir nafni höfundar er það sá höfundur sem ber fyrst og fremst og fremst ábyrgð á eigin skrifum.

Þegar miðill birtir eitthvað nafnlaust (t.d. Staksteina) telst það vera ristjórnarefni sem ritsjórn miðilsins ber ábyrgð á.

Samfélagsmiðlar birta ekki ritstjórnarefni, því ef þeir myndu gera það væru þeir fjölmiðlar en ekki samfélagsmiðlar.

Miðlar ráða því jafnan sjálfir hvort þeir birta aðsent efni frá lesendum eða ekki. Samanber aðseindar greinar í Morgunblaðinu, þar er valið úr hvað er birt og hvað ekki, eftir afstöðu ritstjórnar. Engu að síður er það höfundur sem ábyrgð á skrifum sínum ef þau eru birt undir nafni.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.1.2021 kl. 23:06

4 identicon

Sæll Guðmundur.

Þetta er orðum snúið.

Því þótt samfélagsmiðlar birti ekki ritstjórnargreinar þá virðast þeir hafa ritstjórn sem eyðir greinum notenda sinna eftir sínum eigin geðþótta ( ritskoðun )

Með tilkomu alnetsins hefur mál/skoðanafrelsi ekki aukist, miðað við það frelsi sem okkur var "lofað".

En, það er alltaf og auðvelt að snúa því á ranghverfuna.

Orð sem innihalda djarfar skoðanir eru í dag einfaldlega hættulegar.

Séu þær ekki samþykktar.

Dr. Skjóni (IP-tala skráð) 11.1.2021 kl. 00:34

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Morgunblaðið tekur á hverjum degi ákvarðanir um hvaða innsent efni eigi að birta og hvað ekki. Sá sem skrifar eitthvað til fjölmiðils á ekki endilega sjálfkrafa rétt á að það verði birt. Þegar samfélagsmiðlar eru farnir að taka slíkar ákvarðanir eru þeir í raun orðnir fjölmiðlar.

Þú hefur hins vegar alltaf fullt frelsi til að birta (næstum því) hvað sem þú vilt á þinni eigin síðu eða í blaði sem þú gefur út.

Samfélagsmiðill er ekki þín eigin vefsíða heldur erlends fyrirtækis.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.1.2021 kl. 00:42

6 identicon

Sæll Guðmundur.

enda er mín eða þín vefsíða ekki til umræðu.

Dr. Skjóni (IP-tala skráð) 11.1.2021 kl. 00:53

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég legg til að RÚV-netmiðill komi komið sér upp sínu eigin BLOGG-umsjónarsvæði  með nákvæmlega sama hætti og mogginn er með

til að viðhalda heilbrigðri samkeppni í almannaþjónustu.

Jón Þórhallsson, 11.1.2021 kl. 08:38

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Eftir seinustu hreinsanir á Twitter, Facebook og víðar held ég að það sé að gerast "eitthvað" í heimi samfélagsmiðla.

Sem dæmi má nefna Gab.com. Apple og Google eru búin að banna appið þeirra (heimasíðuna geta þeir ekki bannað) en samt er þjónustan að springa undan álagi og kappist við að bæta við netþjónagetuna. 

Hugtakið "samfélagsmiðlar" fer jafnvel að breyta um merkingu. Í sumum tilvikum er þar um að ræða síað streymi (ritskoðað, fjarlægt, takmarkað, skert) á meðan flæðið er mun opnara. Samfélagsmiðlar eða samfélagsvefmiðlar? 

Þetta verða spennandi næstu mánuðir.

Geir Ágústsson, 11.1.2021 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband