Stjórnmál í hnotskurn

„Við þurf­um að vera nægi­lega stór til að geta viður­kennt mis­tök­in, sem ann­ars verða bara stærri ef ekk­ert er að gert,“ sagði einræðisherra N-Kóreu, Kim Jong Un, þegar hann ávarpaði eigin flokk, Verkalýðsflokkinn, og bætti við að setja þyrfti upp viðskipta­áætl­un til næstu fimm ára. 

Með öðrum orðum:

Stór mistök voru gerð. Nú þarf að gera 5 ára áætlun.

Er þetta ekki bara yndislegt sýnidæmi um stjórnmál í hnotskurn?

Fyrst er gerð áætlun. Hún mistekst. Þá er gerð ný áætlun.

Þessa dagana er ég að lesa bók sem fjallar meðal annars um áætlanir (Black Swan e. N. N. Taleb). Í bókinni er mælt með því að dreifa áhættu og læra eins hratt og hægt er af mistökum. 5 ára áætlanir eru allt nema þetta. Þar er ákvarðanatakan á einni hendi og tekur langan tíma að uppgötva mistök og hvað þá bregðast við þeim.

Það er af þessum sökum að frjáls markaður er svo góður að finna lausnir. Þar vinna þúsundir heila að lausn (í von um ágóða, auðvitað). Sumum tekst vel og öðrum ekki. Ef eitthvað heppnast geta aðrir nýtt sér það. Og þeir allra heppnustu ramba á eitthvað óvænt - svokallaða svarta svani. Þeir voru ekki í áætlununum frekar en hrun bankakerfisins, kínverskar veirur, pensillínið og Viagra sem stinningarlyf. 

En svona geta stjórnmálamenn ekki leyft sér að hugsa. Þá hefðu þeir enga afsökun til að umkringja sig með ráðgjöfum, stofnunum og sérfræðingum og skrifa stórar skýrslur með 5 ára áætlunum í viðauka. Nú eða sóttvarnaraðgerðum.

Ekki frekar en Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu.


mbl.is Viðurkennir afglöp stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar menn vilja teygja sig langt til að tengja allt við stjórnmál er rökhugsun fyrsta fórnin. Þess vegna er það eina sem hægt er að kalla yndislegt sýnidæmi um stjórnmál í hnotskurn á þessari síðu er pólitísk framsetning þín á vafasömum þumalputtareglum pöbbaröltara eins og þær séu eitthvað vitrænt og rétt, heilagur sannleikur en ekki endemis þvæla og bull.

Allir gera áætlanir. Þú gerðir nokkurra áratuga áætlun þegar þú tókst námslán og hófst nám í verkfræði. Foreldrar þínir, hvort fyrir sig, þegar þau hófu búskap. Þið hjónin þegar þið ákváðuð að eignast börn. Ríkisstjórn þegar ákveðið var að leggja hringveginn, virkja og stjórna fiskveiðum. Vinnuveitandi þinn er með áætlanir. Börnin þín áætla að verða strætóbílstjóri á borgarlínunni og stöðumælavörður. Og kaupmaðurinn þarf að áætla hvað þú kaupir í næsta mánuði. Allir gera áætlanir, daga, vikur mánuði, ár og áratugi fram í tíman. Og oftar en ekki er áætlunin og ákvarðanatakan á einni hendi.

En það þarf alveg sérstaka gerð af pólitískum hálfvita til að halda að aðrir, aðallega þeir sem ekki eru á sömu pólitísku línu og ruglukollurinn, séu einir um áætlanagerð og að þeir geri sér ekki grein fyrir því að áætlanir standist ekki alltaf og að ýmislegt óvænt geti gerst.

Vagn (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 21:51

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þetta var mikil froða en sjáum nú til:

1) Það að eignast barn er ekki ætlun (5 ára áætlun, 18 ára áætlun eða neitt slíkt). Miklu frekar framkvæmd, eins og að byggja hús.

2) Ég ákvað ekki árið 1998 að vinna hjá danskri ráðgjafastofu árið 2021. Ég fór í nám. Kláraði. Sótti um vinnur, fékk eina. Sótti um aðra og fékk. Á morgun gæti ég ákveðið að vera hér í 5 ár eða 5 mánuði - er hreinlega ekki með neinar áætlanir þar. 

3) Jafnvel þú hlýtur að sjá tregðuna í 5 ára áætlun einhvers kerfis, hvort sem það er hjá einkafyrirtæki eða hinu opinbera, eða hvað? Ég man ekki eftir neinni "5 ára áætlun" hjá neinum minna atvinnurekenda. Miklu frekar eru gerðar áætlanir bæði í sókn á markaði (eða draga sig úr markaði) og einhverjar upphæðir hengdar á sem eru svo endurskoðaðar reglulega.

Annars fann ég greiningu á þessari misheppnuðu 5 ára áætlun (skrifuð 2016) sem ég vil alveg leyfa mér að taka undir:

"The productivity increases of the past years are based on the introduction of elements of a market economy with its more effective incentive system. However, the North Korean state has obviously decided to continue relying on ideological motivation and mass rallies, on keeping individuals busy, and on attempting to perpetuate the spirit of revolution and a state of emergency, rather than laying more emphasis on decentralized, material incentives."

https://apjjf.org/2016/14/Frank.html

Í þessari 5 ára áætlun voru meðal annars kunnugleg stef úr yfirlýsingum yfirvalda:

"As core technologies or, to remain with the militaristic language of the report, “main assault targets” for future R&D efforts, Kim Jong Un identified IT, nanotech, biotech, new materials, alternative energy, space technology and nuclear technology"

"To find the needed talents, local science and technology centers are to be built around the country and connected by the intranet to the new central science center in Pyongyang."

"The main strategic line in agriculture as promoted by Kim in his speech is self-sufficiency. The latter is neither new nor economically feasible, but it is a clear reflection of political rationality, which thus far does not guarantee a stable food supply through the export of manufactured products and the import of food."

Allt þetta í sósíalísku hagkerfi? Dæmt til að mistakast, auðvitað. Og nú verður gerð ný 5 ára áætlun.

Geir Ágústsson, 8.1.2021 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband