Valkostir við Google, Youtube osfrv.

Vonandi dylst engum að miðlar og fyrirtæki eins og Google, Youtube, Twitter, Facebook, CNN, RÚV og fleiri eru með ákveðna ritstjórnarstefnu. Ef þú notar þessa miðla þá færðu bara hluta af miklu stærri heildarmynd. 

Þetta segi ég ekki í anda einhvers pólitísks áróðurs. Miðlarnir segja þetta jafnvel um sjálfa sig! Nýlegt dæmi er um Youtube og hvernig menn þar á bæ vilja loka á alla umræðu um kosningasvik í Bandaríkjunum. Youtube tekur sér hér hlutverk ritstjórnar sem ritskoðar efni og er ekki lengur efnisveita. 

Sem betur fer eru til valkostir við allt og ég ætla einfaldlega að benda á þá.

Sem valkost við leitarvél Google nota ég Duckduckgo. Fyrir flest efni, nema kannski mjög nýlegt, dugir hún jafnvel og Google en hefur að auki marga aðra kosti og eiginleika. Leitarvélin rekur ekki ferðir þínar á netinu, til dæmis. Leitarvélin heldur ekki ákveðnum miðlum í felum og fleiri að átta sig á því að umræðan er miklu fjölbreyttari en Google-niðurstöðurnar gefa til kynna. 

Í sama anda friðhelgi einkalífsins má benda á vafrann Vivaldi sem valkost við Google Chrome. Báðir vafrar eru byggðir á sömu grunntækninni (Chromium) en Vivaldi lofar því að hann verji þig "gegn rekjurum, lokar á óumbeðnar auglýsingar og lætur þig um að stjórna með einstökum, innbyggðum eiginleikum." Nú fyrir utan að hann er frábærlega hannaður og fæst á bæði tölvu og Android-síma. Ekki skemmir svo fyrir að Vivaldi er með sterk tengsl við Ísland.

Sem valkost við Facebook eru margir farnir að sækja inn á miðla eins og MeWe og Parler sem báðir hreykja sér af því að umbera tjáningarfrelsið, ólíkt Facebook. Sjálfur er ég á fyrrnefndum miðli og er að sjá mikinn vöxt þar en auðvitað er langt í land að svo mikið sem rispa vinsældir Facebook. Kannski Facebook verði í framtíðinni fjölskyldusvæðið á meðan raunveruleg opinber umræða flýr annað.

Valkostir við Youtube eru ekki augljósir í mínum augum en Utreon lítur spennandi út og ég ramba óreglulega inn á Vimeo en í raun fer valkosturinn við Youtube eftir því hvað þú vilt horfa á. Fyrir þá sem vilja eyða nokkrum krónum í gláp, og eru orðnir leiðir á Netflix, get ég mælt með Curiosity Stream (heimildaþættir úr öllum áttum). Hér er svo hægt að lesa um efnisveitur sem standa vörð um tjáningarfrelsið. Ég þarf að skoða hann betur.

Fyrir fréttir og dægurmálaumræðuna almennt get ég mælt með mörgum valkostum. Mjög mörgum! ZeroHedge er þar efst á blaði. Þarna eru greinar sem snúa við öllum steinunum sem hefðbundnir fjölmiðlar þora ekki að snerta. Eitt ljómandi gott dæmi er svolítil frétt um son verðandi Bandaríkjaforseta, sem er vægast sagt vafasamur einstaklingur, um að nú væri verið að skoða skattamálin hans. Litla og varfærna fréttin á mbl í gær borin saman við greiningu ZeroHedge er vonandi skýrt dæmi um mismunandi efnistök og verðmætin í því að hafa valkosti við hefðbundna fjölmiðla.

Fyrir fréttaskýringar almennt var Vefþjóðviljinn alltaf góður staður til að byrja daginn á en nú eru uppfærslur þar mun færri (en alltaf góðar).

Fyrir fréttir frá Bandaríkjunum er oft hægt að fá óhefðbundin (en ekki óvönduð) sjónarhorn hjá OANN. Þar á bæ eru menn ekki í felum með hugmyndafræði sína og þeir nálgast því málin öðruvísi en hinir svokölluðu hlutlausu fjölmiðlar sem í raun eru það alls ekki.

Dagleg hlustun á The Tom Woods Show er orðin frekar fastur liður hjá mér, og ég reyni líka að halda í við hlaðvörp eins og EconTalkThe Bob Murphy Show og Radio Rothbard, en magnið er mikið og tíminn lítill.

Svo ætla ég líka að mæla með The Guardian. Vissulega fylgja menn þar meginstefinu nokkuð vel en greiningarnar eru oft gagnlegar.

Ég læt þetta duga í bili en þigg gjarnan ábendingar um þjónustu, veitur og miðla sem geta nýst til að breikka sjóndeildarhringinn og bræða í burtu áróðursþunga hinna viðteknu og samþykktu skoðana (sem sögulega hafa verið allt frá stuðningi við þrælahald og til þess að vilja skrifa undir Icesave-samninga).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Þú mátt ekki ljúga er meitlað á steintöflu sem mótað hefur menningarheim okkar, eða var það þú  mátt ekki stela??, man það ekki alveg.

Skiptir ekki öllu, en ég hjó eftir vísan þína á The Guardian.

Við eigum allavega þessa nálgun sameiginlega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2020 kl. 10:47

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Fyrir þá sem nota enn tölvupóst þá er hægt að mæla með ProtonMail í stað gmail.

Rúnar Már Bragason, 10.12.2020 kl. 12:17

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Hver er að ljúgja? Mogginn? DV? Vísir? Fréttablaðið? Vísir? RÚV? Bændablaðið? Bæjarins besta? Skessuhorn? Þú hlýtur að fagna flórunni og mismunandi efnistökum til að geta tekið afstöðu - vona ég!

Rúnar,

Frábær ábending! Og frá Sviss - frábært! Það stendur vonandi ekki til að banna end-to-end-encryption í Sviss (eins og menn tala um í ESB og Bandaríkjunum).

Geir Ágústsson, 10.12.2020 kl. 12:29

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir

Láttu ekki svona þú sért staddur í landi smjörbrauðs og öls, vonandi ligegladur líkt og aðrir sem ég þekki og hafa sagt mér sögur frá þessari merku þjóð sem Danir eru og hafa ekki látið rétthugsun nútímans og kellingabóka kennt við femínismann skemma þá gleði.

Þú veist af hverju samfélagsmiðlar hafa gripið til aðgerða, þeir hafa verið misnotaðir af ósvífnum áróðursvélum sem búa til í stað þess að segja frá.

Illa er komið fyrir þér ef þú ræðst á borgarleg gildi með þeim rökum að þú sért ósammála hinu viðteknu.

Líkt og þú vitir ekki að lýðræðið er pottur þar sem tekist er á.

Með staðreyndum og skoðunum en ekki falsi.

Lýðskrum þessarar aldar sem og þeirrar síðustu kaus að afla sér fylgi með því að búa til skoðanir,, með því að falsa staðreyndir, eða líkt og Trump vinur minn, að fara rangt með.

Allavega þegar ég var yngri, og þú þá kannski ennþá yngri, þá voru það allavega kommúnistar sem skildu ekki þennan mun á lýðræði og alræði.

Hins vegar benti ég þér á þá einföldu staðreynd að þú mátt ekki ljúga, og var þá að vísa í meinta ritskoðun Twitters og í minna mæli Feisbók á frjáslegri túlkun Trumps á þekktum staðreyndum. 

Ekki á nokkurn hátt að hjóla í annað, en tilefnið var vísan þín í Guardian, var að samsinna mig við þig.

Ég nýti þá líka því ég veit að þeir reyna að fara rétt með, þar með veit ég að þegar ég er ósammála, þá hefur það eitthvað með mín viðhorf og skoðanir að gera, en ekki að þeir séu að bulla út frá staðleysu eða tilbúningi.

Þessi áreiðanleiki er að verða eins og Rollsinn í dag, sjaldgæfur en stendur alltaf fyrir sínu.

Og Geir, ég fagna flórunni en ég er ekki beint spenntur að upplifa Sovét áróðurinn upp á nýtt, þó undir öðrum formerkjum sé.

Þetta helv. hefði alveg mátt falla með múrnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2020 kl. 13:05

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Takk fyrir innleggið. Ég ætla samt að mótmæla því að Youtube, Twitter og fleiri séu bara að taka út áróður og lygar. Þessir miðlar eru að dansa eftir höfði yfirvalda af ótta við að tapa verðmætum auglýsingatekjum. Eða eins og segir í frétt The Guardian:

"In the first half of 2020, Facebook complied with 834 content restrictions, according to its transparency report – a huge rise on the previous six-month reporting period. According to Amnesty, the increase was partly driven by the authorities’ efforts to silence any discussion of the Dong Tam land dispute, a high-profile clash over the military’s decision to build an airfield on land claimed by villagers."

Og úr grein frá The Guardian (frá 2012 og margir telja að ástandið fari bara hratt versnandi):

"Facebook – or YouTube, for that matter – may look like public spaces but when it comes to the crunch they offer no more freedom of speech than the average shopping mall."

Geir Ágústsson, 10.12.2020 kl. 14:47

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er auðvitað hárrétt sem þú segir Geir, og er verulegt áhyggjuefni. Ég er reyndar eiginlega hættur að nenna að lesa Guardian því þeir eru farnir að ganga ansi langt í að afflytja fréttir oft á tíðum. Spectator finnst mér hins vegar nálgast flest mál af yfirvegun og víðsýni og þar fá margvíslegar skoðanir rými. Spectator var hér áður fyrr með mikla hægri slagsíðu en það hefur breyst á undanförnum misserum.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.12.2020 kl. 14:51

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Eigi skal ég rífast við þig um þetta, þú ert farinn að hljóma eins og argasti kommúnisti um áhrif peningaafla á frjálsa fjölmiðlun.

Hins vegar hygg ég að þetta sé eftirá skýring, vissulega málefnaleg, út frá athugasemd minni.

Segðu satt, þú varst ekki að hugsa um þetta þegar þú ritaði pistil þinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2020 kl. 16:16

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Það var margt sem ég hugsaði þegar ég ritaði pistilinn, t.d. fréttir frá skipulögðum lokunum Youtube á rásum (á máli sem er meira að segja ennþá verið að útkljá fyrir dómstólum), hversu þunn frétt mbl.is um Hunter Biden var og hvað fréttakonur OANN eru myndarlegar en um leið harðar í horn að taka í viðtölum. Og bara almennt um hvað gerir mér gott að hafa aðgang að fleiri sjónarhornum en þau sem stóru fréttastofurnar bjóða upp á. En innlegg þín bæta auðvitað alltaf við pælingar mínar, sem er gott. Þú ert ZeroHedge athugasemdakerfisins!

Þorsteinn,

Hugleiddu þessa setningu: "En meira að segja The Guardian hefur sagt eitthvað svipað." Hún er sterk! Þessi fjölmiðill er í guðatölu, og jafnvel verðskuldað að einhverju leyti þótt slagsíðan sé engum dulinn. Einskonar Ögmundur Jónasson fjölmiðlanna.

Geir Ágústsson, 10.12.2020 kl. 18:06

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ritskoðun: þegar það sem þú segir stenst engin rök og þolir enga gagnrýni.

The Guardian eru merkilega "réttir" oftast, en það er bara helvíti erfitt að lesa þann miðil vegna allskyns sýru sem maður rekst á þar, allt frá heimspekilegum pælingum um hvernig Tolkien er óttalegur rasisti og annað í þeim dúr.

Það er ástæða fyrir því að fyrirbæri eins og "daily Gondor" og "the imperial herald" eru til.

Mig grunar að höfundarnir séu bara skemmtileg blanda heimsku og samvizkusemi: þeir skila af sér vinnunni samsvizkusamlega, en fatta ekki að það er á skjön við hugmyndafræðina sem þeir boða.

Breitbart & RT eru stórum skárri, þú veist frá byrjun hvaða halli er á þeim, en þeir eru ekki jafn miklir froðusnakkar og þeir á Guardian, og þeir vísa í heimildir.

Gæti mælt með daily mail, en það er gjörsamlega óþolandi síða vegna auglýsinga og erótísks áhuga þeirra á Kína Kvefinu.

Á youtube er hægt að skoða Ástralska Sky News, sem er áhugaverður og talsvert annar vinkill á heimsmálin.

Af kattavídjóveitum er til slatti: dailymotion er enn til, Bitchute er ný og vaxandi, þökk sé youtube.

Get ekki mælt með vimeo.  Það eina sem sú síða hefur eru myndgæði.

Minds á að vera samkeppni við FB.

Parler þekkir þú - sú siða er að fá allt sitt fylgi gefins frá Twitter.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.12.2020 kl. 18:54

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, en ekki þetta.

""In the first half of 2020, Facebook complied with 834 content restrictions, according to its transparency report – a huge rise on the previous six-month reporting period. According to Amnesty, the increase was partly driven by the authorities’ efforts to silence any discussion of the Dong Tam land dispute, a high-profile clash over the military’s decision to build an airfield on land claimed by villagers."

Og úr grein frá The Guardian (frá 2012 og margir telja að ástandið fari bara hratt versnandi):

"Facebook – or YouTube, for that matter – may look like public spaces but when it comes to the crunch they offer no more freedom of speech than the average shopping mall."".

En takk fyrir fróðlegan pistil og skemmtileg andsvör.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2020 kl. 19:42

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guardian?? Nú ertu eitthvað að rugla. Þú finnur varla verri krata,PC og áróðurssnepil en það.

Mæli frekar með The spectator, sem kemur í us og uk útgáfum.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2020 kl. 23:03

12 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú ert fyrirtaks pistlahöfundur Geir, þegar þú ritar ekki um að sleppa veirunni lausri. Ég tek undir með þeim sem segja að miklu fleiri en Trump séu gagnrýniverðir. Þeir sem ritskoða hafa eitthvað að fela, það segir ýmislegt um Joe Biden og andstæðinga Trumps. 

Annars held ég að mafían á bakvið Soros og Bill Gates sé ekki endilega á höttunum eftir því að græða meira, heldur að stjórna heiminum. Ég tek undir með pistlahöfundi, meira en áróður og falsfréttir eru teknar út. Menn ganga mislangt í líkingunni við Sovétríkin eða önnur alræðisríki, en fjölmenningarsamfélagið er farið að nota þessar aðferðir. Það bendir til þess að þeir sem stjórna því séu farnir að gera sér grein fyrir því að það er að hruni komið, eins og Guðjón Hreinberg og fleiri hafa fjallað um.

Það verður góð framtíð þegar skoðanir verða frjálsar og skoðanakúgun bönnuð, eins og ritskoðun, pólitísk rétthugsun og aðrar þvinganir. 

Maður verður bara að vona að Covid-19 sprautan taki ekki burt alla frjálsa hugsun eins og sumar samsæriskenningar ganga útá. Það er kannski of mikil svartsýni.

Þetta sem hér er fjallað um er eitt af stóru vandamálunum í nútímanum. Takk fyrir fróðlegan og upplýsandi pistil.

Ingólfur Sigurðsson, 11.12.2020 kl. 07:19

13 identicon

Sæll Geir.

Þú átt sannarlega heiður skilið fyrir þessa færslu
þína jafn góð sem hún er
og upplýsandi í alla staði.

Þú nefnir Vivaldi og kosti hans og þess má geta
að sennilega eftirbátur hans lengst af Tor-vafrinn
hafi nú loks náð því skriði sem vonir stóðu til en
alltof lengi þurfti nánast að ganga löturhægt með þessu
í gegnum myrkviði, undur og ljóssengils líki Internetsins(!)

Húsari. (IP-tala skráð) 14.12.2020 kl. 20:28

14 identicon

Sæll aftur!

Megi sá sjálkrýndi rýnir allra heima
leyfa okkur að fá meira að heyra
við fyrsta tækifæri og á eins
fjölbreyttum víddum víðnets og samskipta
og af astralplaninu sjálfu og því sem
dylst í eternum ef því er að skipta!

Húsari. (IP-tala skráð) 14.12.2020 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband